Margir reyndu að bakka upp bullið og fögnuðu yfirlýsingum.

Svolítið neyðarlegt fyrir þá sem reyndu að fagna og styðja þessa þvælu í bloggheimum og víðar í gær. Merkilegt að íslenskir fjölmiðlar tækju við þessu gagnrýnilaust..slík var vitleysan og augljós þeim sem ekki berast á öfgaskýjum umræðunnar.

Hér eru leiðréttingar söngkonunnar. Ég velti fyrir mér þeim atriðum sem rauðmáluð eru.

 1. Ég sagði ekki að ég teldi að Magma og AGS væru að vinna saman. Ég sagði að það hefði oft gerst að Magma komi til landa sem hafi þurft á hjálp AGS að halda. Löndin væru þá á barmi gjaldþrots og Magma keypti aðgang að auðlindum á mjög lágu verði.

2. Ég sagði ekki að Magma ætlaði að kaupa upp allar orkuauðlindir landsins. Ég sagði að Magma hefði haft samband við allaveganna fimm aðra staði á landinu. Og var þá að tala um sýndan áhuga fyrirtækisins á Hrunamannaafrétti, Öræfum, Reykjahlíð, Vogum, Bjarnarflagsvirkjun, Kerlingafjöllum og Krísuvík. Mér sýnist að “5 places” hafi breyst í “5 energy companies”.

1. Magma er að kaupa nýtingarrétt af takmarkaðri orkulind á Suðurnesjum. Þeir sem selja og hagnast á þessum viðskiptum eru sveitarfélög á svæðinu. Ríkið hefur hvergi komið nærri þessum viðskiptum og umræðan öll hefur verið úr korti. Ef kaup Magma ganga til baka verður þessi nýtingarréttur áfram í höndum erlendra kröfuhafa Íslandsbanka-Glitnis. Ef kaupin verða ógilt með lögum þarf ríkissjóður Íslands að greiða þessum kröfuhöfum tugi milljarða. Þeir eru ekki til að sögn fjármálaráðherra.

2. Ég er ekki sérfróður um jarðhita og hvar hann er til í nýtanlegu magni. Björk talar um. 

 Öræfi, væntanlega Öræfi á Suðausturlandi. Þar hef ég ekki heyrt að sé nýtanlegur jarðhiti og aldrei heyrt um að standi til að þar verði virkjað.

Reykjahlíð - Vogar. Reykjahlíð er stór jörð í Mývatnssveit og Vogar einnig, en minni. Mig rekur ekki minni til að talað hafi verið um að reisa jarðhitavirkjanir í löndum þessara jarða. Þó er jarðhiti víða í landi Reykjahlíðar en ég átta mig samt ekki á hvað hún er að tala um. Kröfluvirkjun er þarna skammt frá og stutt í jarðeldasvæðin við Leirhnjúk. Má vel vera að einhver hafi látið sér detta í hug að einhversstaðar mætti virkja en það er allavegana ekki í hámæli.

Bjarnarflag. Þar er háhitavirkjun og borað var í fyrrasumar til viðbótar. Svæðið er í fullri nýtingu og aldrei hefur heyrst að þar eigi að leigja jarðhitaréttinn annað.

Kerlingarfjöll. Jarðhitasvæði á miðhálendinu. Hefur ekki verið rætt um nýtingu og mér er ekki kunnugt um að þar hafi farið fram rannsóknir.

Krísuvík. Þekki ekki til nýtingaráforma á því svæði.

Mér finnast þessar leiðréttingar heldur auka flækjustigið frekar en útskýra nokkuð hvað söngkonan var að tala um. 

Stutt er síðan Landsvirkjun keypti hlut Norðurorku í Þeistareykjum en það er félag sem er að vinna að nýtingu jarðhitasvæðisins að Þeistareykjum. Merkilegt að Magma skyldi ekki koma inn og kaupa hluti sem þar voru til sölu ef þeir gína yfir öllu sem býðst í þessum geira.


mbl.is Ranglega haft eftir Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

og .. pointið er ?

Óskar Þorkelsson, 4.8.2010 kl. 15:33

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Er hægt að leiðrétta umsögn með annari umsögn sem er alveg eins ?

  • 1.  “Magma Energy is checking out if they could buy out all Iceland's energy sources"
  • Leiðrétting Bjarkar: Ég sagði ekki að Magma ætlaði að kaupa upp allar orkuauðlindir landsins.
  • 2.  "They have already shown interest in buying up at least five other energy companies in Iceland"
  • Leiðrétting Bjarkar: Ég sagði að Magma hefði haft samband við allaveganna fimm aðra staði á landinu.
  •  
  • 3.  “Magma "has a reputation of working with the IMF (International Monetary Fund) and buying up the energy sources of countries on the verge of bankruptcy"
  • Leiðrétting Bjarkar: Ég sagði að það hefði oft gerst að Magma komi til landa sem hafi þurft á hjálp AGS að halda. Löndin væru þá á barmi gjaldþrots og Magma keypti aðgang að auðlindum á mjög lágu verði.
  • 4.  "We already have aluminium smelters. We don't need more…we need green options (like) greenhouses, but the government doesn't give discounts for energy access to greenhouses (as) it does to these foreign giants."
  • 5.  "The down-payment should be larger and 130 years (of usage rights) is ridiculous"
  • 6.  "Even if you love aluminium factories, which I don't, economists agree that there should be diversity"

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.8.2010 kl. 15:43

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Pointið er að leiðréttingin innheldur rakalaust bull sem ég er að kalla eftir skýringum á. Td hvað varðar þá staði sem hún segist hafa verið að meina.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.8.2010 kl. 10:19

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sýnir svo um verður villst að viðkomandi hefur litla sem enga þekkingu á því sem haldið er fram.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.8.2010 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband