Nú þarf þjóðin upplýsingar í stað þvælu öfgamanna með eða á móti.

 

Í skriflegri yfirlýsingu, sem Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, lagði fram á ríkjaráðstefnu í Brussel í dag, segir að í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins verði að tryggja forræði Íslands yfir sjávarauðlindum og sjálfbæra nýtingu þeirra.

Nú fer þjóðin vonandi að fá raunverulegar og réttar upplýsingar. Umræður og umfjöllun þarf að vera mjög sýnileg næstu mánuði. Þjóðinni hefur mátt þola órökstuddar upphrópanir öfgamanna og nú er mál að því linni.

Kannski var það það sem þeir óttuðust að gerðist þeir sem vildu að hætt yrði við aðildarumsókn.

Vildu þeir kannski geta haldið áfram að mata okkur á heimasoðnum hræðsluáróðri og sleppa við að þjóðin fengi að vita hvað væri í þessum spilum í raunveruleikanum.

Maður spyr sig ?


mbl.is Tryggi forræði yfir auðlindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll.

Ég tel nú reyndar að Össur Skarphéðinsson sé einn aðal öfgamaðurinn og ESB trúboðið á Íslandi.

En nú megum við ESB andstæðingar fara að vara okkur því að nú verður áróðursmaskína ESB á Íslandi ræst fyrir alvöru, þegar þeir opna hér formlegt sendiráð nú í september með fullt af starfsfólki.

Stefán Fulle sagðist vera búinn að tryggja nægjanlega fjármuni í þá "fræðsluherferð"

Eins og hér verði á ferðinni einhver hlutlaus fræðsla um ESB á ferðinni.

Nei þetta verður hreinn og klár áróður fyrir dýrðum og listisemdum ESB valdaklíkunnar.

Hvað ætli þeir ætli að eyða mörgum milljörðum í þetta.

Hvað miklu fé munu þeir telja sig þurfa að bera á samtök og einstaklinga.

Hvað margar auglýsingar munu þeir kaupa í dagblöðum og tímaritum og ljósvakamiðlunum.

Hvað mörg hundruð tonn af upplýsinga og áróðursbæklingum munu þeir telja að þeir þurfi að troða inn um bréfalúgur íslendinga.

Svona áróður erlendra aðila gagnvart okkar innanríkismálum ætti að banna með lögum.  

Gunnlaugur I., 27.7.2010 kl. 12:58

2 identicon

Segir össur skarphéðinsson, sem hefur ásamt Katrínu Júlíusdóttur afhent einhverjum náungum í Kanada auðlindir á silfurfati næstu 120 árin. Skrýtið með þessa samfylkingu, sem virðist rísa upp á afturlappirnar þegar ríkið úthlutar fiskveiðikvóta til eins árs í senn, og það til aðila sem hafa margir hverjir verið í útgerð síðan nútíma fiskveiðar hófust, á meðan sami flokkur afhendir aðilum utan EES og þar með ólöglega auðlindir, og það til 130 ára.

joi (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 13:09

3 identicon

Sjálf er ég þeirra skoðunar að draga eigi til baka umsókn Íslands að ESB.

Þá skoðun byggi ég á því að innganga þýðir upptaka mikillar löggjafar frá ESB. Í dag tekur Ísland upp mjög lítið af lögum ESB eins og sjá má af tveimur skýrlsum um málið:http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Ymislegt/Altingi_-_EES_tengd_loggjof.pdf

og

http://www.althingi.is/altext/131/s/1373.html

Ég þekki það úr evrópurétti að ekki er hægt að fá undanþágur frá sjávarútvegstefnunni þar sem hún er hluti af stofnsáttmála ESB. ECJ (evrópudómstólinn) hefur staðfest þetta í dómum sínum.

Reglan um hlutfarslega stöðugleika mun ekki tryggja veiðirétt okkar og höfum við dæmi um að Bretar sem eru stærri og sterkari en við gátu ekki komið í veg fyrir kvótahopp og töpuðu málarekstri fyrir ECJ sbr: http://en.wikipedia.org/wiki/Factortame_litigation#Factortame_II:_compatibility_of_the_1988_Act

Mér hugnast ekki sú staðreynd að fækka fríverslunar með inngöngu í ESB en þá munu samningar okkar í gegnum EFTA falla niður.

Jón Ingi hér eru rök og heimildir, segðu mér viltu enn ganga í ESB þrátt fyrir að útséð er að allar undanþágur á sjávarútvegsstefnunni geta ekki staðist gagnvart ECJ.

Landið (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 13:11

4 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/07/27/varanlegar_undanthagur_ekki_i_bodi/?ref=morenews 

Þetta ætti að vera nóg lesning fyrir þá sem eru í vafa...

Sigríður Jósefsdóttir, 27.7.2010 kl. 13:41

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þakka ykkur fyrir.. en varla við því að búast að öfgamennirnir gætu setið á sér þegar svona er sett fram,, en ég held að við tökum næstu mánuði í að hvíla sig á heimsoðnum hræðsluáróðri og skoðum þetta hver fyrir sig

Jón Ingi Cæsarsson, 27.7.2010 kl. 14:14

6 identicon

Sæll Jón

Ég var einfalldlega að leggja fram staðreyndir og byggir þá á gögnum sem ég legg einnig fram. Kallar þú það öfgar?

Þú mátt ekki loka augunum þegar einhver kemur með staðreyndir sem eru stefnu þinni óhentugar

Landið (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 14:34

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Landið.. þessu var nú ekki beint til þín..ef þú lest sum önnur comment þarna þá eru þau innhaldlausar öfgar.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.7.2010 kl. 14:46

8 identicon

Nú jæja það er gott að heyra. En segðu mér eitt Jón Ingi eftir að ljóst varð að undanþágur væru ómögulegar nema með heildarbreytingu á sjávraútvegsstefnu ESB. Eru þið kratar enn á því að Ísland eigi að ganga í ESB?

Landið (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 16:17

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég hef aldrei verið á þeirri skoðun að við eigum að ganga í ESB skilyrðislaust.. mín skoðun er að fara eigi í aðildarviðræður og láta á það reyna hvað kæmi út úr því. Ef við fáum samning sem við teljum að sé hagstæður landinu fer hann í þjóðaratkvæði..annars ekki.

Málið er því nákvæmlega í þeim farvegi sem er stefna Samfylkingar og mínar skoðanir hafa alla tíð verið í þá veru. Ég var virkur í stéttarfélagsstarfi þegar EES umræðan stóð sem hæst og mikið um það mál fjallað hjá stéttarfélögunum og heildarsamtökunum. Þar var unninn faglegur undirbúningur að því ferli og afar upplýsandi. Á það hefur skort stórlega í þessu máli en vonandi fer það að breytast núna.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.7.2010 kl. 16:32

10 identicon

Gott og vel þetta er mjög loðið pólitískt svar hjá þér en hvað skiptir máli að komi fram?

Við vitum bæði að við erum ekki í samningaviðræðum heldur aðlögunarferli og það eru ekki gefnar undanþágur frá stofnsáttmálum ESB, hvað meira þarftu að vita til að gera upp hug þinn? Getur þú sætt þig vað að Ísland taki upp allt sem í stofnsáttmálum ESB stendur? Finnst þér í lagi að færa ákvörðunartöku í flestum málum úr landi?

Hvað er góður "samningur" í augum ykkar samfylkingarmanna?

Landið (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 18:08

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Pólitískt..getur aldrei orðið annað...þetta er hápólitískt mál.

Meginmál er að við höldum ótvíræðum yfirráðum yfir auðlindum.. þjóðin hefur engin yfirráð yfir miðum í dag. Þau eru í höndum fáeinna fjölskylda sem hafa fullan nýtingar og yfirráðarétt fyrir ekki neitt. Vandmálið er jafn mikið hvað það varðar og að ná niðurstöðu í ESB viðræðum. Ég hef enga skoðun fyrir Samfylkinguna.. bara mig sjálfan og mitt eina atkvæði þegar þar að kemur... og ég trúi því að fræðslan og kynningin nægi til að ég viti hvað þetta þýðir fyrir þjóðina.  Ef að Þjóðverjar, Danir, Svíar , Finnar og fleiri geta búið við það að vera í ESB sé ég ekki rökin fyrir að við getum það ekki vegna framsals lýðræðis sem er eitt helsti bullrökleysan sem ESB andstæðingar hafa haldið fram. Við erum ekki svo vitlaus að ef þettta væri svona væru ekki tæplega 30 frjálsar og fullvalda þjóðir aðilar nú þegar og fer fjölgandi. 

Jón Ingi Cæsarsson, 27.7.2010 kl. 18:32

12 identicon

Landið, fyrst þú ert svona dugleg að vitna í skjöl, þá ættir þú að vita það að við inngöngu í EES, þá tók Ísland upp ESB fjórfrelsið, og þar með stórann hluta af evrópskum lögum. Á ári hverju eru síðan um 21% og lögum alþingis bein eða óbein afleiðing af löggjöf evrópuþingissins (samk. skýrslu evrópunefndar sem Davíð Oddson skipaði árið 2004 og skilaði áliti sínu 2007). Mér þykir 21% ekki vera neitt sérstaklega lítil tala, sérstaklega í ljósi þess að það er verið að tala um ósjálfstæða löggjöf af hálfu alþingis.

Bjarni (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 07:05

13 identicon

Það er ekki mjög upplýst umræða að kalla rök annarra bullrök fyrir það eitt að þú skulir vera þeim ósammála.

Lítum á málið út frá þeim gögnum sem til eru. Þær skýrslur sem ég vitna til hér að ofan sýna það ótvírætt að Ísland hefur tekið lítið upp af löggjöf esb eða vel innan við 10 prósent. Bjarni virðist halda að við inngöngu í EES hafi Ísland tekið upp megnið af lögum ESB. Það er rangt. Við tókum upp löggjöf sem snýr að innrimarkaðnum og þá helst samkeppnis – og viðskiptalöggjöf ESB. Það er rétt að af þeim lögum sem sett eru á Íslandi eru um 17 til 21 prósent þeirra með uppruna til ESB. Það er alls ekki mikið í ljósi þess að Alþingi setur langt um færri lög á ári en ESB eða ætlar Bjarni að halda því fram að Alþingi samþykki fleiri lög en ESB á ár?

Þegar Bretar gengu inn í ESB þurftu þeir að taka upp 13.000 gerðir og það er árið 1973. Það er meira en allar gerðir sem Ísland hefur tekið upp frá inngöngu í EES og þá er þar meðtalið þau lög sem við tókum upp við inngöngu í EES.

Þú segir að það sé bull að við framseljum fullveldið. Gott og vel en miða við þau gögn sem við höfum um ESB í dag þá hefur það Lissabonsáttmálan sem ígildi stjórnarskrár, utanríkisráðherra og forseta, þing og þjóðfána og þjóðsöng, er að sækja um að verða viðurkennt sem ríki innan UN og í vinnslu er sameiginlegur her. Á breska þinginu er hlutfall laga frá ESB ekki 17 til 21 prósent eins og hér heldur 80 prósent og fara þó miklu fleiri lög gegnum Breska þingið. Það er ekki hægt að segja að þjóðir í ESB séu fullvalda lengur ekki nema þær stóru sem stjórna sambandinu.

Getur annar hvor ykkar hrakið þá fullyrðingu að við inngöngu missum við fullveldið? Ég bið þá um gögn og rökstuðning ekki af því bara rök.

Ps. Þið getið lesið allt um framsalið í Lissabonsáttmálanum:http://www.eudemocrats.org/fileadmin/user_upload/Documents/D-Reader_friendly_latest%20version.pdf

Landið (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband