Ræður Ísland við að vera sjálfstætt ríki ?

 

Ræður Ísland við að vera sjálfstætt ríki ?

Miklar og heitar umræður hafa verið undanfarin misseri um sjálfstæða þjóð í sjálfstæðu landi. Við sem höfum aðhyllst viðræður við ESB og aðildarumsókn höfum verið útmálaðir sem landráðamenn af mestu öfgamönnunum.

En hversu sjálfstæð er þjóð sem varla hefur efni á að halda úti nútíma heilbrigðiskerfi, öflugri löggæslu og síðast en ekki síðst, varið náttúruauðlind sína og sinnt öryggismálum þjóðarinnar.

Landhelgisgæslan var hornsteinn hins nýja Íslands og eitt af fyrstu baráttumálum sjálfstæðrar þjóðar var að færa út landhelgina.  Allir þekkja þá sögu og þá sigra sem þá unnust.

Landhelgisgæslan var líka hornsteinn öryggismála í landinu. Flugvélar, skip og mannskapur gæslunnar var sá hornsteinn sem björgunarsveitir landins treystu á sem tæki við þegar tækjabúnaður þeirra dugði ekki. Sjómenn umhverfis Íslands treystu á gæsluna þó svo Kaninn kæmi oft til bjargar meðan vera hans á Keflavíkurflugvelli var til staðar.

Nú er enginn Kani og landhelgisgæslan nánast lömuð og óstarfhæf. Er það ásættanleg staða fyrir þjóð sem vill kalla sig sjálfstæða og sjálfbjarga ? Ég segi nei.

Nú er hávær umræða um þjóðareign og þjóðarauðlindir. Hverskonar ástand er það að sjálfstæð þjóð hefur ekki getu og tækjabúnað til að verja auðlindina. Hver sem er getur mætt á Íslandsmið og fiskað af vild...engin varðskip og gæsluvélin í leigu úti í heimi til að gæslan eigi fyrir launum. Mér finnst það í sjálfu sér miklu stærra mál en Magma málið..en sennilega finnst þingmönnunum það of stórt og flókið að velta fyrir sér grundvallaratriðum nema í völdum smærri sérmálum þegar þá langar. Nær væri að menn væru að eyða hluta af orkunni sem fer í það karp að ræða grundvallaratriði víðar en í jarðhitamálum.

Þegar maður horfir á þetta þá sækir að manni sú óþægilega hugsun að Ísland hafi ekki efni á að halda uppi lágmarksþjónustu sem sjálfstætt ríki. Ég held að væri nær að taka þá umræðu af krafti í stað þess að eyða allri okkar orku í endalaust og árangurslaust karp um keisarans skegg.


mbl.is Eitt varðskip við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband