Tækifærissinnarnir í VG.

 

Mikið óskaplega held ég að sé leiðinlegt að reyna að vinna með fólki sem hótar stanslaust ef því mislíkar. " ég er sko hætt að styðja þessa ríksisstjórn" væla tækifærissinnarnir í VG. Og þetta er sama liðið aftur og aftur. Guðfríður Lilja hefur verið í þessum gír frá myndun ríkisstjórnar og aftan í henni hangir Atli Gíslason. Þetta eru populistarnir í VG, algjörlega ósamstarfshæfir í meirihluta sem er að glíma við alvarleg mál.

Ég er ekki að segja að fólk eigi ekki að standa við skoðun sína og vera prisipfast. Ég á við það þegar mál hafa legið fyrir mánuðum og misserum saman og engin múkkar af þessu liði. Svo kemur einhver umfjöllun sem er neikvæð þá stökkva þessir tækifærissinnar í fjölmiðla og byrja að hóta aftur á bak og áfram.

Algjörlega óþolandi og flestir vita að þessu fólki er ekki treystandi fyrir horn. Það hagar málflutningi sínum fyrst og aðalega eins og vindurinn blæs hverju sinni.

Ég er stórlega farinn að efast um að meirihluti á Alþingi sem inniheldur svona tækifærissina sé starfhæfur.

Ég held að það væri vænlegur kostur að styrkja þessa ríkisstjórn með aðkomu fleiri og setja grátkórinn í VG í einangrun. Þar geta þeir dundað við að vera í fýlu án þess að valda skaða og vandræðum endalaust.


mbl.is Gæti ógnað ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viltu fá framsókn?.

Reynir Stefánsson (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 20:53

2 identicon

Þessi ríkisstjórn er löngu búin að vera..  ég skil ekki þessa þrjósku að hanga enn saman. 

valdaþorsti er það eina sem heldur þessum flokkum saman.  á kostað landsmanna.  Þessi ríkisstjórn er sú allra ömurlegasta sem hægt er að hugsa sér... burt með hana.

 Annars hafa VG-liðar ekki verið einir um hótanirnar.. allir vita og þekkja hvernig Jóhanna nær sínu fram.  með ofbeldi.

Stebbi (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 21:54

3 identicon

Ef það hefði verið fólk með sannfæringu sem ekki var til sölu, værum við þá ekki betur stödd í dag ?

Hvers vegna er það rangt að hafa sannfæringu sem ekki er til sölu ?????????

JR (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818147

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband