Tvískinnungur VG er stundum þreytandi.

 VG gerði ekkert í Magma málinu og vissi af þessu fyrir löngu síðan. Þeir gerðu ekkert og létu algjörlega hjá líðast að leggja fram tillögur eða stofna til umræðna á Alþingi um málið. Svo þegar það kemst í hámæli þá stökkva þeir til og eru allra manna heilagastir og boðberar hins eina sannleika.

Allir vita að íslenskum fjárfestum og ríkissjóði ( þar sem Steingrímur er við völd) var í lófa lagið að kaupa hlutinn í HS Orku en það gerðu engir og hluturinn því seldur þeim sem vildu borga og koma að málinu. Kannski er það ólöglegt eins og sumir hafa haldið fram en að einhver hafi burði eða framtak að koma því á hreint virðist útlokað. Það bara slegið fram frasakenndum upphrópunum og þar við látið sitja. Við þurfum ekki meira af innhaldlausum upphrópunum úr ranni Alþingis.. nóg komið af slíku ,,takk fyrir.

Frétt á RUV í morgun vakti athygli mína. Þar virðast erlendir fjárfestar kaupa sig inn í auðlindina eins og drekka vatn og hafa ekki einu sinni fyrir því að stofna nein skúffufyrirtæki inni á EES svæðinu heldur mæta  með seðlana og kaupa íslenskt fyrirtæki beint.

Og hvar er nú VG með sína heilögu vandlætingu.. og ónefndir bloggarar ? Tounge

Á ekki að ógilda þennan samning eins og samninginn við MAGMA ?

 Fjárfestar frá Kína, fjórða ríkasta fjölskylda Asíu, hafa fest kaup á 43 % hlut í Stormur Seafood, íslensku sjávarútvegsfyrirtæki á Álftanesi. Fyrirtækið á um 1300 tonn af kvóta en stefnir á að auka hann í 2500 tonn. Þá gerir það út tvö skip. Steindór Sigurgeirsson, meirihlutaeigandi fyrirtækisins segir ekkert við eignaraðildina að athuga og furðar sig á hve illa hefur gengið fyrir fyrirtækið að kaupa kvóta hér á landi.


mbl.is Rifti samningum við Magma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er talsvert um hálfsannleika í þessum Magmaða bloggi þinu.

1. Magma gerði samkomulag við ríkistjórnina um að kaupa ekki meir í HS Orku síðasta haust og sveik það núna í vor sem sýnir best hversvkonar óheiðarlegt fyrirtæki þetta er.

2. Þú ert kannski búinn að gleyma því að IceSave tók nokkra mánuði á þingi ogmargt annað sem var mikilvægt var í gangi.

3. Samfylkingin gerði heldur ekkert í málinu og svaf á verðinum eða ætlaði sér að koma HS Orku í hendur fjárfesta og örugglega ef það hefði ekki veirð minnst á vatnalögin, leyft þeim að taka gildi.

4. Samfylkingin setti einnig upp leiksýningu í ráðhúsinu með varaformanninum í andstöðu við Magma og einkavæðingu orkufyrirtækisins. Hvar er hann nú? Hvar eru gagnrýnisraddir Samfylkingar?

5. Jón Bjarnason hefur sagt að þessi kaup kínverska fyrirtækisins séu ólögleg og það eigi að koma í veg fyrir þau. 

6. Innihaldslausar upphrópanir fyrirfinnast einnig hjá Samfylkingunni í þessu máli sem og öðrum. Þið eruð að sanna ykkur að vera orðin jafn spillt og skítsama um þjóðina eins og Sjálfstæðislfokkur og Framsókn, horfandi bara í það hvernig þið græðið á þessu eða hvort EInari Karli vanti vinnu.

Það verður að rifta þessum samningi, ganga inn í kaupin eða þjónýta HS Orku, setja af stað opinbera rannsókn á þessu ferli öllu, m.a. ákvarðanartöku Samfylkingarráðherra og annarra innan kerfisins til að upply´sa hversvegna Samfylkingin gengur berserksgang í að reyna að tryggja að hagsmunir vafasams og siðlaus fyrirtækis eigi að vera ofar þjóðarhagsmunum.

Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 12:11

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Afhverju minnist enginn á aðalatriði málsins sem er bygging álversins í Helguvík og þeir bindandi samningar um orkusölu sem bæði HS Orka og OR hafa gert vegna þess? Ef álversframkvæmdum verður hætt þá eru allar forsendur Magma brostnar og því auðveldara að rifta sölunni

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.7.2010 kl. 12:29

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Bla Bla.. Agnar..eimitt það sem ég var að gangrýna.. því ekki að gera eitthvað í stað þess að tala bara.. ég hef ekki forsendur til að vera með eða á móti þessu máli en geri þá kröfu að stjórnmálamenn leysi það í stað þess að tala og tala... og það á jafnt við um alla.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.7.2010 kl. 12:42

4 identicon

Sammála því, aðgerðir nú og hætta talinu, rifta samningnum, þjóðnýta HS Orku í vikunni og hefja rannsókn strax.

Gera einnig Magma og þeim stjórnmálamönnum sem seldu HS Orkueða vilja tryggja Magma yfirráð yfir HS Orku  ókleift að þrifast og starfa hér á landi og senda þar með þau skilaboð út á við til viðskiptalífsins að orkufyrirtækin og auðlindirnar eigi að vera í almennings,  ekki markaðarins.

Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 12:55

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Rifta gerðum samningi og á hvaða forsendum. Hefur farið fram eitthvað ólöglegt athæfi annað en glæpsamlegur þyrnirósarsvefn stjórnvalda.

Ef stjórnvöld fara að gera gangskör að því að rifta gerðum samningum á þeim grundvelli að þeim líki ekki við nýja eigendur þá getum við kysst bless alla erlenda fjárfestingu í íslensku atvinnulífi. 

Er það stefna VG að koma í veg fyrir erlenda fjárfestingu. Ef svo er þá væri gott að fá það upp á borðið strax. Reyndar hafa þau þvælst fyrir allri atvinnuuppbyggingu frá því þau settust í norrænu velferðarstjórnina. 

Bara svo það sé á hreinu VG liðar sem lesa þetta, við getum ekki öll unnið hjá ríkinu. Einhverjir verða skapa verðmæti í þjóðfélaginu til að geta borgað fyrir gæluverkefnin. 

Sigurður Sigurðsson, 24.7.2010 kl. 13:40

6 identicon

Þetta snýst ekki um fjárfestingu í atvinnulífinu, þetta snýst um hvort við ætlum að halda yfirráðum yfir okkar auðlindum og okkar orkufyrirtækjum sem við, almenningur, byggðum upp en ekki einhverjir hrægamannar og hýenur markaðarins, innlendar sem erlendar.Þetta er því prinsippmál fyrst og fremst

Svo verðum við að líta til þess að orkufyrirtæki er ekkert venjuleg fyrirtæki eins og leikfangaverksmiðja eða varahlutaframleiðsla fyrir bíla. Það er nefnilega svo að almenningur hefur beina og gríðarlega hagsmuni af því að eiga orkufyrirtækin með tilliti til vatns, rafmagns, hita og auðlindanna sjáflra. Það yrði því gríðarleg kjaraskerðing þegar orkufyrirtækið byrjar að hækka verðið á framleiðsluvörunni vegna "arðsemi" sem leiðir til skerðingar í veski fólks með tilheyrandi versnandi þjónustu og öðru sem tilheyrir einka(vina)væðingu samfélagslegra nauðsynlegrar þjónustu.

Síðan má benda á að allt varðandi Magma, aðferðarfræði og hegðun öskrar VARÚÐ líkt og bréf frá Nígeríusvindlara. Læt mér nægja að vísa í eigin bloggfærslu um frekari útfærslu á því.

Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 14:35

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Agnar þú gleymir því að það er búið að fjárfesta í gríðarlegri umfram framleiðslu getu varðandi rafmagn, hjá bæði HS Orku og OR. Það er þessi umfram orka sem allt snýst um. Og meðan öll umræðan hverfist um Magma og HS Orku þá vofir yfir gjaldþrot Orkuveitunnar. Hvernig ætla menn yfir höfuð að bregðast við þeirri hættu? Á það bara að vera verkefni Haraldar Flosa hvernig brugðist verði við?  Ég er þeirrar skoðunar að binda eigi virkjanaleyfi háhitasvæða við framleiðslu til almennings og lítilla og meðalstórra fyrirtækja en alls ekki til stóriðju eins og núna eru hugmyndir um. þessi auðlind er takmörkuð og því er það fásinna að nota þessa orku í stóriðju. Þegar þessi stefna hefur verið mörkuð þá hverfur áhugi fjárfesta sjálfkrafa. Hingað til hefur arðurinn af virkjunum okkar farið beint til neytenda í formi lágs orkuverðs. Tryggjum að svo verði áfram. Kröfuhafar hafa væntanlega lítinn áhuga á að ganga að eigum orkufyrirtækjanna ef slíkar kvaðir eru lagðar á nýtingarréttinn

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.7.2010 kl. 15:56

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

p.s ég sé engan mun á því í sjálfu sér hvort skúffufyrirtæki í Svíþjóð eða alvöru fyrirtæki í Svíþjóð eða á EES svæðinu eignist ráðandi hlut í orkufyrirtækjunum. Og ef við megum ekki takmarka eða reisa skorður við fjármagnsfrelsinu þá er eins gott að afnema lögin um erlenda fjárfestingu alfarið og beita ráðum sem virka og ekki er hægt að sniðganga. Það er hægt með breytingum á orkulögunum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.7.2010 kl. 16:03

9 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég veit ekkert um tvískinnung eins eða annars. Ég tel hins vegar að þetta Magma mál sé oft rætt í of þröngu samhengi. Viljum við að þóðin eigi auðlindir sínar og fái  af þeim arð? Gildir þetta svart um vatnsorku jarðhita og einnig aðarar auðlindir svo sem fiskistofna?

Varðandi fiskinn, ef kvótakerfið verður við lýði áfram vil ég draga upp sviðpsmynd:

Jón Jónsson og fjölskylda eiga helming alls kvótans og selja hann nú og flytja til útlanda, þar sem þau lifa góðu lífi.  Er í lagi að þau flytji til Hollands, en ekki í lag að þau flytji til Winnipeg, þar sem þau eiga marga ættingja?

Bara langaði að spyrja.

Jón Halldór Guðmundsson, 24.7.2010 kl. 21:01

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Varðamdi orkuaulindir sem ,,við" byggðum, eins og sagt er stundum - og þá merkir við svona sameiginleg apparöt.  ríki, sveitarfélög o.frv.  Að er ekki málið að þetta er mest allt byggt upp á lánum?  Erlendumjafnvel.

Þessi fyrirtæki eru mörg stórskuldug.  Skuldug uppí rjáfur og á barmi gjaldþrots.  Og við skuldum þetta þá.

Það eru ekkert annað en skuldir á þessum blessuðu auðindum.

Og orkuna sem fá má úr þeim höfum við leigt ,,erlendum auðhringjum" fleiri fleiri áratugi fram í tímann.  Orkan fer mestanpart í erlend stórfyrirtæki.

Einhver var að segja að Búrfell eitt nægði íslendingum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.7.2010 kl. 22:00

11 identicon

Fyrst var það Keflavík-Njarðvík-Grindavík ..... Svo kom Reykjanesbær. Núna heitir það Kanada

Það þarf ekki að spyrja að því að þar sem Sjálfstæðismenn eru við völd. Þar er eitthvað skítugt í pokahorninu. Eitthvað sem hjálpar fáeinum vinum að græða. Vinum sem eiga það sameiginlegt að plotta samann á fundum Templara.

Þeir þekkja það sem til þekkja og hafa grætt peninga á Íslandi, að maður kemst ekki "inn" fyrr en maður hefur verið í slíkum klúbb í einhvern tíma. Aðrir fá einfaldlega ekki verkefnið eða aðgang að tækifærum.

Lausn Íslands er að jafna Templarahöllina við jörðu og koma AGS úr landi. Hjómar geðveikt en er algerlega naglinn á höfuðið.

Magma er bara byrjuninn hjá þessum gaurum.

Már (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818141

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband