Það kom svar fyrir rest.... Svar ?

Fékk svar frá SP fjármöngun tæplega mánuði eftir að fyrirspurnin var send... og það er gott að fá svar þó svo það segi mér ekkert annað en það sem ég vissi fyrir, fyrirtækin hafa hlaupið á fráleitt hálmstrá Seðlabanka og FME sem hafa engar lagaheimildir til að pota í samning sem ég á við SP fjármögnun.
En nú styttist í að dómur falli eimitt í þessum hluta málsins og það er vel. Ef ég á engan rétt liggur það þá fyrir á löglegan hátt frá dómskerfinu.
___________________________
Takk fyrir það..
við að eftirfarandi komi fram.
sjónarmið mitt er að ef nota á nýja vexti í samningi okkar án aðkomu minnar tel ég það ólögmætan gjörning og þar sem um tvíhliða samning er að ræða þar sem báðir aðilar verða að koma að breytingum á þeim samningi.
Seðlabanki og FME eru ekki aðilar að þeim samningi og eru ekki þarna að vinna samkvæmt vilja mínum..sem er aðili að þessum samningi á jafnréttisgrundvelli á móti SP fjármögnun.
kv Jón Ingi
----- Original Message -----
Sent: Monday, July 19, 2010 9:31 AM
Subject: RE: fyrirspurn send og ??

SællMat sérfræðinga á þessu máli er ekki einróma og því þurfa dómstólar að úrskurða um það. Fyrir endurreikninga af þessu tagi á sér stað mikil endurforritun en gert er ráð fyrir að hún nýtist ef svo vill til að Hæstiréttur dæmi að notast eigi við samningsvexti.SP Fjármögnun hefur velt ýmsum hliðum þessa mála fyrir sér og vinnur núna eftir tilmælum SÍ og FME.
Kveðja
Þóra Þorgeirsdóttir
_______________________________

Þóra Þorgeirsdóttir
Innheimtusvið

SP-Fjármögnun hf. 
Sigtúni 42, 105  Reykjavík
Sími: +354 569 2000

thorat@sp.is 
___________________________________
 
From: Jón Ingi Cæsarsson [mailto:jonc@simnet.is]
Sent: 19. júlí 2010 09:26
To: Þóra Þorgeirsdóttir, SP-Fjármögnun
Subject: Re: fyrirspurn send og ??
 sæl..takk fyrir þetta..en svarið er í sjálfu sér ófullnægjandi.
 Mikill vafi leikur á að lánadrottinn geti breytt samingi milli tveggja aðila einhliða og umboðsmaður Alþingis hefur opnað málið með fyrirspurn um lagagrunn þeirra tilmæla. Að mati sérfræðinga er sá grunnur ekki til í lögum.
 Það er því tíma og fjármagnssóun að eyða fjármunum í að endurútreikna þessi lán á þeim grunni og nær væri að bíða dóms Hæstaréttar í máli sem snýr að þessum hluta ágreinings.
 Hefur SP fjármögnun ekkert velt þeim hlutum fyrir sér.. ? Það er merkilegt ef svo er ekki ??
 kv Jón Ingi
----- Original Message -----
Sent: Monday, July 19, 2010 9:05 AM
Subject: RE: fyrirspurn send og ??
 Sæll
Eftir tilmæli frá Seðlabanka Íslands og FME um endurútreikning erlendra lána bárust hófst vinna við að endurreikna öll erlend lán SP-Fjármögnunar hf.  Öll lán sem falla undir dóminn verða endurreiknuð, hvort sem að þau eru enn virk eða uppgreidd.  Sé um uppgreitt lán að ræða og hafi félagið ofreiknað greiðslur skv. nýgengnum dómi Hæstaréttar og tilmælum Seðlabankans og FME um endurútreikning þeirra (sjá http://www.fme.is/?PageID=14&NewsID=550) þá verður það sem ofgreitt var af hálfu skuldara endurgreitt.  Slíkt mun þó taka nokkurn tíma og biðjum við fólk því að sýna okkur biðlund.  Um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir munum við upplýsa viðskiptavini okkar á heimasíðu SP, www.sp.is.
Kveðja
Þóra Þorgeirsdóttir
_______________________________

Þóra Þorgeirsdóttir
Innheimtusvið

SP-Fjármögnun hf. 
Sigtúni 42, 105  Reykjavík
Sími: +354 569 2000

thorat@sp.is 
___________________________________
From: Jón Ingi Cæsarsson [mailto:jonc@simnet.is]
Sent: 17. júlí 2010 15:47
To: Þóra Þorgeirsdóttir, SP-Fjármögnun
Subject: Re: fyrirspurn send og ??
 sæl
 Fyrirspurn mín snéri að láni sem var gengistryggt og fór úr böndunum fyrrihluta árs 2008 eins og flest þessi gengistryggðu lán gerðu. Þetta var lán sem hvíldi á bíl sem ég keypti og ég yfirtók þar sem það var lágt og meinlaust að sjá. Mér var ekki kunnugt að þessi lán væru ólögleg og því gerði ég ekki athugsemdir. Fyrst til að byrja með voru afborganir innan við 20.000 á mánuði en fóru hæst í hátt í 45.000 krónur. Mánaðarleg afborgun vegna gengishruns hækkaði því um rúmlega 20.000 á mánuði vegna gengistryggingar og þannig var til enda þegar ég lauk við að greiða lánið.. fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan. Þá fékk ég send skilaboð frá SP fjármögnun um að hafa eigendaskipti ... þó svo ég hafi vanist því að eigendaskipti séu greidd af eiganda.. í þessu tilfelli SP en látum það liggja á milli hluta.
 Mér sýnist því að þær greiðslur sem Hæstiréttur hefur nú dæmt ólöglegar geti legið nærri 20.000 x 24 mánuðir = ca.. 480.000 krónur. Þar er ég að tala um hækkun afborgana vegna gengistryggingarinnar.
 Fyrirspurn mín snéri að því hvernig við mundum snúa okkur í að klára það mál því ég sé ekki að ég þurfi að bíða eftir úrskurði Hæstaréttar vegna meðferðar á eftirstöðvum og áframhaldandi vöxtum heldur getum við gengið í að ljúka þessu máli þar sem lánið er nú uppgreitt og ekki inni í myndinni að breyta vaxtakjörum þess vegna. Ekki væri siðlegt eða löglegt að breyta vaxtakjörum á láni sem þegar er uppgreitt.
 Ég hef ekki gengið frá eigendakiptum með formlegum hætti enn því ég vildi heyra frá ykkur með framhaldið og stöðu þess máls í framhaldinu.
 kv Jón Ingi
----- Original Message -----
Sent: Friday, July 16, 2010 12:05 PM
Subject: RE: fyrirspurn send og ??
 Sæl..takk fyrir það.
 Ég sendi hann í gegnum fyrirspurnarform á heimasíðu þannig að ég á ekki afrit...en hef efnislega það sem ég var að ræða. Sendi það síðar í dag eða fyrramálið Kv Jón Ingi 
From: thorat@sp.is [mailto:thorat@sp.is]
Sent: 15. júlí 2010 15:10
To: Jón Ingi Cæsarsson
Subject: RE: fyrirspurn send og ??
 SællÉg biðst afsökunar á því hversu lengi þetta svar var að berast.Ég hef verið að reyna að finna upprunalega póstinn frá þér og hann virðist hafa misfarist eitthvað. Er möguleiki á að þú getir endursent mér hann og ég skal svara fyrirspurn þinni.
Kveðja
Þóra Þorgeirsdóttir
_______________________________

Þóra Þorgeirsdóttir
Innheimtusvið

SP-Fjármögnun hf. 
Sigtúni 42, 105  Reykjavík
Sími: +354 569 2000

thorat@sp.is 
___________________________________
 
From: Jón Ingi Cæsarsson [mailto:JONINGI@postur.is]
Sent: 9. júlí 2010 18:48
To: Jón Ingi Cæsarsson; SP Almennar upplýsingar
Subject: RE: fyrirspurn send og ??
 Minni enn á fyrirspurn mína frá í júní Kveðja Jón Ingi 
From: Jón Ingi Cæsarsson
Sent: 7. júlí 2010 16:39
To: 'sp@sp.is'
Subject: FW: fyrirspurn send og ??
 Góðan dag... ég minni enn og aftur á erindi mitt sent í júní í gegnum heimasíðu fyrirtækisins. Ég átta mig ekki alveg á af hverju mér er ekki svarað.. það er sannarlega ekki í samræmi við góð vinnubrögð og eðlilega viðskiptahætti. Ég mun nú vísa málinu áfram til Neytendasamtakanna og leita aðstoðar þeirra um hvað ég megi gera og ég geti gert sem neytandi í nútímasamfélagi þar sem reglur gilda um viðskipti og viðskiptamenn. Með kveðju..Jón Ingi Cæsarsson131252-2269 
From: Jón Ingi Cæsarsson
Sent: 6. júlí 2010 07:42
To: Jón Ingi Cæsarsson; 'sp@sp.is'
Subject: RE: fyrirspurn send og ??
 Góðan dag.. Minni á erindi mitt sem enn er ósvarað. Ég reikna með að SP sé eins og önnur fyrirtæki að svara sínum viðskiptavinum.  Ef ekki þætti mér gott að fá að vita að ekki eigi að svara mér svo ég geti vísað málinu í réttan farveg sem neytandi. Kv Jón Ingi 
From: Jón Ingi Cæsarsson
Sent: 30. júní 2010 12:39
To: 'sp@sp.is'
Subject: fyrirspurn send og ??
 http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/1072619/ ég sendi fyrirspurn fyrir hálfum mánuði og held að ef til vill hafi hún tapast eða ekki skilað sér af einhverjum ástæðum.Þetta var sent úr póstfangi mínu jonc@simnet.is. Get ég reiknað með að fá úrbætur eða í það minnsta einhver svör við þessu erindi mínu.. mér þætti vænt um það Kv Jón Ingi Cæsarsson. Ps..meðfylgjandi slóð á blogg mitt þar sem ég reifa málið aðeins.  

mbl.is Gengislánalög ekki í smíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir að birta þetta. Óvenju opinskátt og hreinskiptið svar frá SP verð ég að segja, þó ég sé ekki sammála þeim sjónarmiðum sem þar koma fram.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.7.2010 kl. 04:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband