Þrír mættir !

 

Enn eru sumir fjölmiðlar að flytja okkur fréttir að mótmælum við hinu og þessu.

Mótmælin gegn AGS voru kátbrosleg og þar mættu 25 manns. Eins og einhver sagði... að mótmæla AGS og umræðum þeirra um efnahagsmálin á Íslandi væri eins og að mótmæla reikinvélinni sinni af því hún færi ekki fram nógu góðar tölur fyrir smekk viðkomandi.

Nú mæta sæmtök Rauður vettvangur og mótmæla aðildarumsókn að ESB. Það er svipað.. verið að mótmæla gjörningi sem hefur þann eina tilgang að færa okkur sannar fréttir af því hvað það þýðir að sækja um aðild og hverskonar samkomulagi væri hægt að ná...en þessi samtök eins og önnur óttast það mest að sannleikurinn komi í ljós.

En mér sýnist að þarna hafi mætt þrír þannig að líklega hefur þetta á sér hálfgerða flopp-ásýnd.

Og fjölmiðlar mæta og færa okkur fréttir af misheppnuðum mótmælafundum. Þetta er eiginlega að verða hálf þreytt fréttaefni.

Ég hef heyrt að til standi að mótmæla rabbarbaraupptekt á Ólafsfirði.. ætli Moggi og RÚV mæti ekki og sendi út beint.. ekki alveg viss um tímann en kem því til þeirra þegar ég frétti nánar.


mbl.is Útifundur gegn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Þessi færsla er nú meira Framsóknarklámið.  Ertu að reyna telja mér og öðrum trú um það að þú vitir ekki hvað aðild Íslands að ESB hafi í för með sér.  Þetta svona eins og sækja um inngöngu í Hells Angels til skoða fyrir hvað þau samtök standa. 

Farðu bara aftur í Framsókn að bíta gras.

Björn Heiðdal, 16.7.2010 kl. 21:20

2 identicon

Já Jón Ingi haltu bara áfram að rakka okkur niður og gera lítið úr okkur andstæðingum ESB aðildar sem erum samt sem áður mikilll meirhluti íslensku þjóðarinnar.

Það hlakkar í mér og fleirum þegar við  getum rakkað svona Samfylkingar spjátrunga eins og þig í okkur þegar íslensk þjóð mun endanlega hafna þessum ESB landráðahugmyndum ykkar ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 21:35

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Björn.. vertu ekki svona kjánalegur.. hvorki þú né ég vitum nokkuð hvað í væntalegum samningi felst..en ég hef nú meiri trú á dómgreind íbúa í 27 ESB ríkjum en þinni með fullri virðingu fyrir þér.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.7.2010 kl. 21:37

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Andstæðingar og fylgendur ESB eru eins og Don Kíkóti.. vita ekkert hvað þeir eru að berjast gegn eða berjast fyrir... bíðum og sjáum hvað er í boði og hættum að haga okkur eins og kjánar.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.7.2010 kl. 21:38

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Við vitum hvernig í leika er lagt, m.ö.o.  hvernig leiknum er stilt upp fyrir hverja lotu og við vitum hvað ESB ætlar sér. Reyndar er vaninn sá að Jóhönnustjórninn veit sjálf ekki hvað hún vill(fyrir utan ingaunguna) þannig að hún ætlar að leggja upp með ekkert í sjálfu sér. Þetta er eins og að senda illa þjálfað lið óvopnaða og fámenna og ætlast til að hér náist góður samningur. Þetta getur ekki farið vel.

Maður hefði haldið að ESB sinnar hefðu að minsta kosti hug á að fá góðan samning

Jón seigðu mér, hvað ætlar Jóhanna að fá úr samningnum? Í öllum þeim löndum sem ég veit til þar vissi viðkomandi stjórn(og þjóð) hvað þeir ætluðu að fá úr þessu. Þitt svar verður einhver útúrsnúningur um gjaldmiðla og vexti(sem sýnir vankunnátu viðkomandi á umræddu máli).

PS eru Írar(og 6 aðrar þjóðir) ekki æfir vegna þess að við erum að veiða fisk sem þeir vilja ekki leifa okkur að veiða og óttast að færeyingar byrji að veiða fisk líka? En veistu hver helstu rök þeirra eru fyrir því að leyfa okkur ekki að veiða þann fisk?

Brynjar Þór Guðmundsson, 16.7.2010 kl. 22:08

6 Smámynd: Sigurjón

Ég er nú bara einn, en ég vil mótmæla lélegri íslenskukunnáttu þinni Jón Ingi.

Sigurjón, 16.7.2010 kl. 22:15

7 identicon

Tókuð þið eftir því að mbl tók ekki fram hve margir hefðu mætt, sennilega vegna þess að það voru svo fáir að það hefði eyðilagt fréttina. Þetta er ömurlegt lið, sem vill koma í veg fyrir eina mestu kjarabót sem íslenskum almenningi mun nokkurn tíman bjóðast.

Valsól (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 22:21

8 identicon

Er ekkert fjallað um þetta í öðrum fjölmiðlum, ég finn ekkert um þetta annars staðar

Mig langar að vita hvað það mættu margir

Einar Tryggvason (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 00:14

9 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er góð mynd hérna, ég er að giska innan við ~30 manns hafi mætt þarna. Þetta er tala sem er í mjög mikið hærri kantinum hjá mér.

Jón Frímann Jónsson, 17.7.2010 kl. 00:42

10 Smámynd: Sigurjón

Kom þetta fram á skjálftamælum Johnny boy?!

Sigurjón, 17.7.2010 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 818112

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband