Mun engu skila. Pissa í skó sinn.

 

Hugmyndirnar voru kynntar í gær og samkvæmt þeim aukast tekjur ríkissjóðs um 0,3% af vergri landsframleiðslu - auk heldur sem gert er ráð fyrir því að ýmsir aðrir skattstofnar hækki með það fyrir augum að bæta stöðu ríkissjóðs.

Hækkun vörugjalds á eldsneyti, samkvæmt hugmyndum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hækkar verð á eldsneyti um 15,45 kr. á lítra, samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Að mínu viti mun þetta engu skila í ríkisstjóð og þessu meinta 0,3% aukning gæti endað með tekjusamdrætti. Landsmenn munu enn draga úr notkun ökutækja sinna og niðurstaðan væri líklega tekjusamdráttur.

Sbr áfengishækkunin sem átti að skila..en skilaði engu og leiddi til tekjusamdráttar. Það er ekki endalaust hægt að treysta á að neysla haldist óbreytt þegar kaupmáttur hrynur hjá stærstum hluta launamanna...slíkt má kalla að pissa í skó sinn.

 


mbl.is Eldsneyti myndi hækka um 15,45 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

þetta er það sem þú styður með ráðum og dáðum. "fyrst AGS síðan ESB".

Fannar frá Rifi, 13.7.2010 kl. 12:39

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sammála þessari færslu. Er ekki komið nóg af skattahækkunum. Það verður að skera niður ríkisreikningin.

Sigurður Sigurðsson, 13.7.2010 kl. 12:54

3 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Sammála þér núna Jón Ingi. Skattálögur eru komnar yfir þolmörk og áframhaldandi leppsvinna fyrir AGS er bara rugl. Skilaðu þessu til hennar Jóhönnu.

Hafsteinn Björnsson, 13.7.2010 kl. 13:18

4 identicon

Tetta skilar ta allavega tvi ad folk keyrir minna, ta tarf minni gjaldeyri til ad kaupa inn eldsneyti og vid hlifum umhverfinu. By nu reyndar i Danmørku tar sem bensinlitrinn kostar nuna 10,89 DKK eda sem svarar til 231 ISK.

Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 13:36

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hjalti það er eins og bera saman epli og appelsínur að nota þennan samanburð.

Sigurður Sigurðsson, 13.7.2010 kl. 13:42

6 identicon

Sigurdur a hvada hatt er tad eins og ad bera saman appelsinur og epli? Medallaunamadur i DK hefur utborgad eftir skatt ca. 16.200 Dkk eda sem svarar til 343.000 ISK ef tad er tad sem ter fannst vanta.

Ter fannst kannski lika vanta ad skraningargjøld a bila til almennrar notkunar eru 180% og tvi eru bilar a bilinu 40 til 65% dyrari i Dk en a Islandi.

Eda var tad kannski eitthvad annad sem ter fannst vanta? Kannski ad svokøllud græn gjøld af bilum i DK (samsvarar bifreidagjøldunum) eru af td. venjulegum FORD ESCCORT argerd 2000. 2400 DKK tvisvar a ari eda sem svarar til tæplega 102.000 ISK a ari. Tad er nefnilega ekki nog ad kikja bara a eldsneytisverd tegar madur skodar rekstrarkostnad af bilum.

Nu ætti ad vera hægt ad skoda tetta an tess ad vid seum ad bera saman epli og appelsinur....

Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 13:49

7 identicon

Get svo bætt tvi vid ad abyrgdartrygging af sama FORD ESCORT og eg sagdi fra adan er 4360 DKK eda sem svarar til 92.300 ISK

Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 13:52

8 identicon

Hjalti, fáránlegur samanburður.

Thórir (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 14:16

9 identicon

Ekki gleyma hliðaráhrifunum.ég hef ekki farið út úr bænum með fjölskyldunni í næstum tvö ár(Fyrir utan eina sumarbústaðaferð í hvalfjörðinn)því strumpastrætóinn minn er einfaldlega að taka of marga þúsundkalla í hverri ferð.Sem gerir það að verkum að þjónustuaðilar í sveitunum fá ekki neitt og færri lítrar eru seldir því það fara ansi margir lítrar í hringferð um landið.

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 17:20

10 identicon

Það skiptir líka miklu máli hversu lengi er verið að vinna fyrir hlutunum.

Mágur minn getur keypt 12.4 lítra fyrir tímakaupið úti í DK, ég fæ 8.4 lítra hér heima (við erum með sömu menntun og vinnum sambærileg störf og hér er miðað við kaup eftir skatt). Fyrir gengishrun hefðum við verið í nánast sömu krónutölu í heildarlaunum.

karl (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 17:38

11 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Er ekki matarverð talsvert hagstæðara í DK. Er ekki heilsugæsla nánast frí. Er ekki gert ráð fyrir því að tennur tilheyri öðrum líkamspörtum og fellur því undir sömu heilsugæslu í DK.

Sigurður Sigurðsson, 13.7.2010 kl. 17:53

12 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Meðallaun á Íslandi á árinu 2009 voru 334 þúsund krónur á mánuði FYRIR skatt, eða tæplega 240 þúsund krónur útborgaðar, sem er um hundrað þúsund krónum lægra en danski meðalmaðurinn miðað við þær tölur sem Hjalti gefur upp.

Auk þess fá barnafjölskyldur í Danmörku meiri opinberan stuðning en hér, eða gerðu það alla vega síðast þegar ég vissi, heilsugæsla er ódýrari, velferðarkerfið virkara, atvinnuleysisbætur hærri og matur ódýrari. Vextir eru einnig hærri hér og verðtrygging í ofanálag, þannig að fólk er að borga margfalt meira af sínum húsnæðis- og bílalánum.

Svala Jónsdóttir, 13.7.2010 kl. 22:55

13 identicon

Hérna í Ameríkunni kostar gallonið (3.8 L) af bensíni 2.4 dollara (290 Kr).

Ómar S (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 01:19

14 identicon

Svala ef þú kíkir inn á vef Hafstofunnar getur þú séð að meðalheildarlaun fullvinnandi fólks á Íslandi 2009 voru 423 þúsund en ekki 334 þúsund fyrir skatt sem gefur nálægt 300 þúsund í útborguð laun og munurinn því nálægt 30 þúsund en ekki 100. Maður þarf líka að taka með í reikninginn að í DK eru vaxtabætur innifaldar í launtölum eftir skatt þar sem vaxtabætur hér eru í formi skattaafsláttar.

Karl, mágur þinn er á mjög góðum launum ef hann getur keypt 12,4 lítra af bensíni fyrir tímalaunin eftir skatt. 12,4 lítrar kosta 135 Dkk og til að fá það útborgað þarf maður að hafa ca 250 DKK á tímann eða um 40 þúsund DKK á mánuði sem gefur ca 22 þúsund DKK á mánuði eftir skatt en ekki rúm 16 þúsund eins og meðalmaðurinn hefur.

Hvað varðar matarverð þá hef ég búið það lengi í Danmörku núna að ég geri mér ekki grein fyrir hvað matur kostar á Íslandi en get gefið nokkur dæmi um verð á algengum matvörum hér. 1 líter af léttmjólk kostar 5,95 DKK eða 126 ISK, venjulegt fjölkornabrauð kostar 16,95 eða 359 ISK, Ostur 27% Gouda kostar 71 DKK pr. Kg eða 1503 ISK, nautahakk 8-12% fituinnihald kostar 59,90 á tilboði eða 1268 ISK 1,5 lítrar af Coce kosta 21,95 eða 464 ISK og Cheerios 375 gramma pakki kostar 23,95 eða 507 ISK. Þetta er það sem var á miðanum mínum frá því ég fór í búðina í gær.

Hvað varðar annað sem sagt er þá er það rétt að heilsugæsla er frí og tannviðgerðir upp að 18 ára aldri eru líka án greiðslu, eftir að maður er orðinn fullorðinn þá er það eins og á Íslandi að maður þarf að borga sjálfur. Lét gera við tvær tennur í júní, önnur var smávægileg en hin þurfti rótarfyllingu og það kostaði rétt tæplega 5900 DKK eða 125 þúsund.

En það sem ég vildi aðallega benda á var að þegar maður er að tala um rekstarkostnað á bíl þá gefur það mjög skakka mynd ef aðeins er bent á einn þátt kostnaðarins en ekki litið á heildarmyndina.

Kíkti líka að gamni mínu inn á netbílasölur og fann Toyota Yaris Terra á Ísl, ekinn 93.000 km, verð 1.590.000 og svo Toyota Yaris Terra í DK, ekinn 97.000 km, verð 109.900 DKK eða 2.327.000 ISK. Munurinn er 737 þúsund ISK og fyrir það gæti maður keypt 20.700 lítra af bensíni eftir hækkun. Yarisinn keyrir að meðaltali 17 km pr. líter svo hægt er að aka þessum Yaris ca 350.000 km fyrir verðmuninn á þessum tveimur bílum.

Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband