22.6.2010 | 09:44
Bíladagar á Akureyri. Bæjarbúum er nóg boðið.
http://www.facebook.com/?ref=home#!/group.php?gid=129043267130256&ref=ts
Stofnuð hefur verið facbook-síða þar sem andstæðingar Bíladaga á Akureyri geta tekið þátt og rætt málin. Þar hafa þegar skráð sig til leiks tæplega 600 manns sem segir okkur að eitthvað hefur gengið fram af bæjarbúum um helgina.
Það er ef til vill ekki undarlegt því bærinn var undirlagður hraðakstri, tryllitæki spóluðu í hringi á flestum stöðum þar sem var pláss með tilheyrandi hávaða um nætur. Ölvun var mikil og ásýnd miðbæjarins minnti mjög á ástandið eins og það var á upphafsdögum Halló Akureyri þegar bærinn varð vettvangur skrílsláta og fyllerís þar til bæjaryfirvöld gripu í taumana. Síðan hefur verið allt annar bragur á verslunarmannahelginni hér í bæ.
Nú er ljóst að grípa þarf til einhverra ráðstafana. Bæjarbúar eru ekki tilbúnir að lána bæinn sinn til hluta eins og sáust um nýliðna helgi. Við viljum ekki standandi fyllerý margar nætur í röð. Við viljum ekki að nætursvefn íbúa í hverfum bæjarins sé truflaður nótt eftir nótt vegna hávaða í bílum og mótorhjólum sem leika listir sínar utan laga og reglna umferðar. Við viljum ekki að nýstúdentar MA þurfið að forðast miðbæinn á 17. júní vegna aðkasts og leiðinda fullra gesta Bíladaga.
Gestir og gangandi eru velkomnir til Akureyrar...eina krafa okkar er að bærinn sé ekki vettvangur skrílsláta, umferðarlagabrota og ónæðis fyrir aðra gesti og íbúa sjálfa.
Bæjaryfirvöld verða að koma að þessu máli og grípa í taumana eins og gert var við hátíð um verslunarmannahelgi.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir hvert orð í þessum pistli þínum. Setti link á hann á síðuna mína á Fésinu, mikilvægt að þessi sjónarmið fari sem víðast.
Anna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 11:52
Miðað við þessa lýsingu þá eru yfirvöld þ.m.t. sýslumaður, lögreglustjóri ekki af háu caliberi, sennilega ekki hlaupvíðari en bæjarstjórn síðustu ára á Akureyri.
Ágúst J. (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 14:58
Bæjarstjórn síðusta kjörtímabils kom skikki á verslunarmannahelgina.. þá ætti núverandi bæjaryfirvöldum ekki að verða skotakuld úr að leysa bíladaga.
Jón Ingi Cæsarsson, 22.6.2010 kl. 17:00
Bara til að leiðrétta þig þá eru EKKI ALLIR sem að eru í þessari grúbbu á móti bíladögum,
ef þú hefðir skoðað grúbbuna aðeins betur þá hefðiru séð að stór hluti þarna inni skráði sig þarna inn
til þess að geta tjáð sig um hina hlið málsins.
Skikki á Verslunarmannahelgina? hahaha það var einginn verslunarmannahátið síðustu versló.
Bærinn var gjörsamlega tómur.Johannes (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 17:49
ef smá spól fer í taugarnar á þér Jón hvernig helduru þá að þér mundi líða í miðborg reykjavíkur með flugvélar drynjandi yfir höfði þér á 5 mínútna fresti 16 tíma á dag ?
Reykjavíkurflugvöll burt úr miðbænum !
Óskar Þorkelsson, 22.6.2010 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.