Fellur inn í kerfið eins og flís við rass.

 

Ég held að kerfið breyti Jóni Gnarr en ekki Jón Gnarr kerfinu. Ef hann hefði viljað vera allt öðruvísi borgarstjóri fékk hann fyrsta tækifærið þarna. Snobbgjörningur borgarstjórans að vera fyrstur til að renna fyrir lax í Elliðaánum er dæmigerð kerfisuppákoma og sýndarmennska.

Þarna hefði hinn nýji borgarsjóri getað breytt hundrað ára hefð en gerði það ekki.

Ég held að innan nokkurra vikna verði Jón Gnarr skemmtikraftur orðinn eins og aðrir stjórnmálamenn og mun ekkert skera sig úr... eiginlega er ég mest hissa á hvað hann er fljótur að aðlaga sig kerfinu.


mbl.is Borgarstjóri veiddi lax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held þetta sé nú hefð sem Stangveiðifélagið kom á.

Sé þetta ekki sem pólitíst......

AFB (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 10:03

2 Smámynd: Jón Finnbogason

Þessa hefð á aldrei að leggja af. Menn að veiða lax undir mestu umferðargötu landsins í miðri borginni, getum verið stolt af því að geta þetta. Bara við hæfi að Borgarstjóri standi í þessu, ef hann veiðir ekki vakna upp spurningar um skipulags- og umhverfismál borgarinnar svo þetta er bara gott.

Jón Finnbogason, 20.6.2010 kl. 10:10

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Það væri snobb og hroki ef hann hefði sagt nei! Hann gerði þetta samt að sinni stundu með djóki í kringum þetta, að hann myndi eflaust veiða lúðu.

Mér finnst það ekkert snobb þótt borgarstjórar í gegnum tíðina þyggi boð stangveiðifélags Reykjavíkur um að opna ána, finnst það hátíðlegt.

Sædís Ósk Harðardóttir, 20.6.2010 kl. 10:13

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hvað kemur þér þetta við Jón ?

Óskar Þorkelsson, 20.6.2010 kl. 10:37

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Úff!

Óskar Arnórsson, 20.6.2010 kl. 10:56

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Hvað átti hann að gera ? Ganga berstrípaður um bæinn og láta eins og hálfviti ? Þetta er hluti af vissum hefðum og hvað er athugavert við þær ? Ég sá ekkert athugavert við þennan gjörning Jóns Gnarrs og hafa ber í huga að ef þú ætlar að breyta einhverju þá ferðu ekki að breyta því sem er vel gert.

Mér sýnist Jón Gnarr verða borgarstjóri eins lengi og honum listir. Þú verður að hafa í huga að hann er að sýna fram á að hinn venjulegi meðal jón "Gnarr" geti unnið þetta starf og sýnist mér hann sinna því með stakri príði.

Brynjar Jóhannsson, 20.6.2010 kl. 16:43

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek undir hjá Brynjari...

Óskar Arnórsson, 20.6.2010 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband