Þægileg verkefni fyrir L - lista. Flestu lokið eða er að ljúka.

 

Hér eru punktar úr stefnuskrá L - lista fólksins og staða þeirra mála sem nefnd eru.

Umhverfismál.

 Leiðir:

  • Ráðumst í öll ábatasöm umhverfisverndarverkefni
  • ( Fremur almennur punktur sem erfitt er að henda reiður á en ábatasöm hefur ákveðna merkingu.)
  • Nýsköpun, atvinna og tenging háskóla við umhverfisvernd
  • ( Háskólinn ekki á vegum Akureyrarbæjar og punkturinn afar óljós og óræður.
  • Mótum skýra umhverfisstefnu í anda Staðardagskrá 21
  • Verkefni þessu lauk 1999 og nýlokið er endurskoðun Staðardagskrár 21
  • Förgun sorps verði á höndum Akureyrarbæjar í framtíðinni
  • Umhverfisnefnd lauk þessu verkefni á vordögum og útboði lokið og verkefni hafið. Bæjarráð og framkvæmdanefnd hefur lokið og gengið frá útboði og samningum við Gámaþjónustu Norðurlands til 8 ára.
  • Samræma skilti og merkingar innan bæjarins
  • Væntanlega er hér átt við umhverfismerkingar og allir staðir á umhverfissviði vandlega merktir með vönduðum skiltum.
  • Göngustígur meðfram Glerá kláraður
  • Deiliskipulag sent bæjarstjórn til samþykktar á fundi skipulagsnefndar nýverið og framkvæmdin ein eftir.
  • Laga útivistarsvæði bæjarins og bæta afþreyingarmöguleika
  • Deiliskipulagning Kjarnaskógar á lokastigi, Glerárdalsskipulag í vinnslu, Krossanesborgir þegar friðlýstar, endurheimt votlendis í Naustaborgum hafið í verkefninu countdown 2010
  • Átaksverkefni í að fræða og hjálpa bæjarbúum sem og fyrirtækjum að fara af stað í að flokka sorp
  • Frágengið í tengslum við útboð á úrgangsmálum Akureyrar og búið að ganga frá útboði og verkefnið hafið.
  • Allar bifreiðar í eigu Akureyrarbæjar gangi fyrir vistvænni orku innan 10 ára
  • Gott markmið en ætti ekki að taka 10 ár.

Merkilegt að hér er hvergi minnst á Hrísey eða Grímsey og ljóst að L-listinn hefur gleymt mikilvægi umhverfismála fyrir eyjahverfi Akureyrar. Vonandi skerpist minni þeirra þegar verkefnin fara að birtast á næstunni.

L - listinn tekur við góðu búi í umhverfismálum og ljóst af stefnuskrá þeirra að þeir bæta fáu við og er í sjálfu sér áhyggjuefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband