Er þrönga moldarkofasjónarmiðið að verða ofaná í VG?

 

Það virðist vera nokkur lenska hjá framsóknarmönnum í Skagafirði að nota skammaryrðið „Samfylkingin“ um þá sem eru þeim ekki þóknanlegir.

"Þetta á einnig við um framsóknararminn í VG. Ég á ótal fjölpósta frá skagfirsku framsóknarklíkunni í VG hvar þeir óska þess heitast að ég fari aftur í Samfylkinguna – enda sé ég óalandi og óferjandi að þeirra mati."

Segir Grímur.

Það virðist sem frjálslyndir einstaklingar í röðum íhaldsflokkanna Framsóknar og VG séu að gefast upp á moldarkofagenginu í flokkunum. Grímur Atlason fer nú úr VG að virðist, og Guðmundur Steingrímsson fékk það óþvegið í Framsókn fyrir það eitt að hafa aðra skoðun en þá sem viðurkennd er.

Mér sýnist enn og aftur að skilaboð síðustu mánaða og síðustu helgar hafi ekki náð inn í trénaðar raðir manna sem keyra sitt og sínar skoðanir eftir þröngum flokkshagsmunum. Slíkt ætti að vera liðin tíð og ef flokkarnir ætla sér einhverja framtíð verða þeir að vakna og skilja hvað er í gangi.

VG var í stjórnarandstöðu flokkur sem sá ekki uppfyrir bala-brúnina og málflutningur þeirra var skelfilega þjóðrembulegur og gamaldags. Það vakti því nokkra von eftir síðustu kosningar að flokkurinn væri að breytast í átt til meira frjálslyndis og yrði þar með stjórntækur við háborð stjórnmálanna.

En nú hefur sigið á ógæfuhliðina. Afturhaldliðið í kringum Ögmund Jónasson virðist hægt og bítandi vera að ná undirtökunum og flokkurinn verður erfiðari og erfiðari í taumi og vílar ekki fyrir sér að stöðva mál sem eru afar mikilvæg fyrir endurreisn efnahags og álits okkar útávið og tala nú ekki um heimafyrir.

Ef rétt er að Grímur sé farinn er það enn eitt merki þess að flokkurinn sé á ný að færast í sama far og var þar sem sjónarmið og sýn Ögmundar og Jóns Bjarnasonar eru ráðandi.

Ef svo fer á núverandi ríkisstjórn ekki langra lífdaga auðið.

 


mbl.is Grímur yfirgefur VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grímur er auðvitað best geymdur í Samfylkingunni, hann er ESB sinni og á helst samleið með öðrum krötum þar á bæ.

Gáfnaljós (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 15:48

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gáfnaljós... það er sem sagt ekki rúm fyrir nema eina skoðun í VG ? Kemur svo sem ekki á óvart.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.6.2010 kl. 15:51

3 identicon

Ég álít að tíminn sé kominn að við samfylkingarfólk tökum stefnuna á sósíalisman.
Söguskoðun Marx leiðir óhjákvæmilega að nú er rétti tíminn. Stefna og kenningar Karls Marx og Lenín eiga vel við á Íslandi í dag.
Aðeins með stofnun á alvöru sósíalisku samfélagi verður alþýðu þessa lands tryggt frelsi, réttlæti og velsæld.
Fram til baráttu félagar!

Pétur Tyrfingsson (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 15:57

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú talar um "gamaldags" og "þjóðrembu" Jón Ingi. Vera má að stefnur VG og Framsóknar séu gamaldags. Þarf það endilega að vera verra? Er betra að hlaupa eftir tískubólum og vita svo ekkert í sinn haus? Gamaldags pólitík þarf alls ekki að vera verri, þvert á móti. Það hefur enginn skaðast á því að fara varlega og horfa vel niður fyrir fætur sér. Sá sem reigir sig og horfir bara út í loftið getur hrasað um minnstu smávölu!

Þú talar einnig um að ekki megi vera fleiri skoðanir á málum en ein. Ef allir flokkar hefðu allar skoðanir í heiðri þyrftum við bara einn stjórnmálaflokk. Flokkar skyljast að í pólitík VEGNA mismunandi skoðana. Ef Grímur Atlason eða Guðmundur Steingrímsson eru ekki sammála stefnu þeirra flokka sem þeir eru, eða voru í, eiga þeir að leita inngöngu í þá flokka sem eru með stefnu sem þeim líkar. Þeir geta ekki ætlast til að flokkurinn breyti sér fyrir þá.

Það eru oftast flokkaflakkarar og eiginhagsmunapotarar sem svona láta, ganga í þá flokka sem þeir telja sig helst geta komist til áhrifa og ætla sér síðan að breyta flokknum að sínum þörfum.

Þingmenn eru fyrir sinn flokk, ekki flokkurinn fyrir þingmanninn!!

Gunnar Heiðarsson, 1.6.2010 kl. 16:40

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir atvinnuuppbyggingu í þessu landi að vg hverfi úr ríkisstjórn OG það sem allra fyrst -

Óðinn Þórisson, 1.6.2010 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818114

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband