1.6.2010 | 09:49
Hin fullkomna afneitun.
"Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins segir að oddviti flokksins í Reykjavík hljóti að íhuga sína stöðu, eftir slæma útkomu í kosningunum á laugardaginn. Hann fagnar því uppgjöri sem nú á sér stað innan Framsóknarflokksins í borginni."
Maður er eiginlega steinhissa á skilningsleysi ýmissa innan hefðbundinna stjórnmálaflokka. Það er eins og margir þeirra hafi bara alls ekki náð hvað er um að vera á Íslandi.
Stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn hafa gengið mjög nærri almenningi og síðustu mánuði hefur uppnáminð á Alþingi ekki farið framhjá nokkrum manni. Formaður Framsóknarflokksins hefur farið fremstur meðal jafningja að halda uppi ómálaefnalegum og makalausum málflutningi sem þjóðinni blöskrar. Að leggja stein í götu uppbyggingar í nafni flokkshagsmuna er skammarlegt athæfi sem hinn háværi formaður Framsóknarflokksins hefur gert sig sekan um.
Þegar bætist síðan við augljós valdabarátta milli einstaklinga í Framsóknarflokknum í Reykjavík er maður bara eiginlega hissa á að þeir skyldu þó fá eitthvað fylgi. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur dansað sinn dauðadans sjálfur og óstuddur og að reyna að kenna einhverjum einum um það er í besta falli heimskulegt..
En Framsóknarflokkurinn er ekki einn um að þurfa í naflaskoðun...það þurfa allir stjórnmálaflokkar á Íslandi að gera ætli þeir sér framhaldslíf hjá kjósendum framtíðarinnar.
Telur að Einar eigi að íhuga stöðu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Afneitunin hjá framsókn er bara álíka og hjá þínum eigin flokki Jón. Ætti þá Jóhanna ekki bara að víkja vegna slaks gengis í borginni? Safylking tapaði næstmest hlutfallslega frá síðustu sveitastjórnarkosningum hérna í bænum og sé miðað við fylgið í alþingiskosningum fyrir rúmu ári er algjört hrun hjá samfylkingunni.
Og að formaður framsóknar hafi lagt stein í götu uppbyggingar með hávaða er ansi hreint langsótt hjá þér. Mig langar að spyrja þig einnar spurningar; er ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ekki með meirihluta á alþingi? Og sé svar þitt já, langar mig að spyrja; hvernig getur formaður framsóknarflokksins stöðvað uppbyggingu í landinu með hávaða? Er ekki skýringanna að leita hjá samfylkingunni eða vg?
En hverju þykir sinn fugl fagur og að hann syngi best
Hafsteinn Björnsson, 1.6.2010 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.