31.5.2010 | 09:44
Að hitta naglann á höfuðið.
"Guðmundur Steingrímsson sagði í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að formaður Framsóknarflokksins bæri ábyrgð á slæmu gengi hans á höfuðborgarsvæðinu. Hann verði að taka niðurstöðu kosninganna alvarlega."
Þetta er sannarlega að hitta naglann á höfðuðið. En það er ekki eingöngu formaður Framsóknarflokksins sem ber ábyrgð á þeirri útreið sem fjórflokkurinn fékk í kosningum nú. Sá skrípaleikur sem við höfum horft uppá síðastliðna mánuði á Alþingi hefur gert það að verkum að stór hópur kjósenda er tilbúinn að gera allt sem hugsast getur til að refsa. Ekki bætti rannsóknarskýrslan og styrkjamálin stöðu stjórnmálaflokkanna...allra sem eins.
Refsa, refsa, refsa.. Það var sannarlega gert þar sem kostur var á slíku og afleiðingarnar sjáum við nú.
Það er stórkostleg afneitun hjá ungum Framsóknarmönnum að sjá ekki staðreyndir málsins og ef til vill gott dæmi um þá afneitun sem við höfum sér undanfarnar klukkustundir hjá flestum forustumönnum stjórnmálaflokkanna. Þeir eru ekki einir um afneitun þessa dagana.
Guðmundur hefur sannarlega hitt naglann á höfuðið í sínum flokki. Sigmundur Davíð hefur með framkomu sinni á þingi og samstarfsleysi í vanda þjóðarinnar gefið upp þann bolta að kjósendur hafna Framsóknarflokknum í þéttbýliskjörnum á höfuðborgarsvæðinu og hér á Akureyri þar sem flokkurinn endurnýjaði allt sitt lið og var í minnihluta, en fékk hann sína lægstu kosningu frá upphafi vega. Fyndið þegar formaðurinn reyndi síðan að hengja gott gengi L-listans við Framsóknarflokkinn af því fyrrum leiðtogi hans var einu sinni Framsóknarmaður. Það muna fáir hér á Akureyri og gengi þess lista var m.a. að hann var kjörinn vettvangur til að refsa hefðbundnum stjórnmálaflokkum.
Framsóknarflokkurinn er staddur á nákvæmlega sama stað hvað varðar málflutning og áherslur eins og hann var undir stjórn Guðna og Halldórs..eini munurinn er að búið er að skipta um nafn og númer á þeim sem í brúnni sitja..
Og viðbrögðin..dæmigerð.. skjótum þann sem segir sannleikann og bendir á vandann...
og hver var svo að tala um endurnýjun og nýtt hugarfar ?
Gagnrýna þingmann sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja félagi Jón ! Hvað er að frétta af norðlenzkri pólitík ? Var ekki kosið á Akureyri á laugardaginn ?
Ágúst J. (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.