Enn ein bullumræðan um Reykjavíkurflugvöll.

 

En koma þröngsýnir höfuðborgarbúar og ræða um brotthvarf flugvallar úr Reykjavík. Þeir vilja veðsetja landið og fá peninga til að greiða óreiðuskuldir og vandræði borgarsjóðs.

En þeim er slétt sama þó þarna sé flugvöllur allra landsmanna sem þurfa og verða að sækja þjónustu til höfuðborgarinnar, hvort sem þeim líkar betur eða verr. En þessi umræða er margtuggin og þarf ekki að endurtaka.

En að láta sér detta í hug á þessum tímum að Reykjavík þurfi endilega byggingaland þegar ónýtt og ónotað húsnæði er um allt höfðuborgarsvæðið og langt þangað til nokkur maður þarf lóðir undir byggingar .. hvað þá á ofsettu útnesi við Faxaflóa.

Og að láta sér detta í hug að einhver hafi áhuga á að afhenda milljarðatugi fyrir það eitt að taka veð í landi sem hefur lítið sem ekkert verðmæti sem byggingaland nú eða á næstu árum.

Að vísu nefna þeir ekki hver á að reiða fram þessa aura.. en það er bara einhver. Þetta land er ekki markaðsvara nú um stundir og ekki næstu árin eða áratugina og þarna verður því flugvöllur áfram um ókomna framtíð... öllum landsmönnum til hagsbóta.


mbl.is Vatnsmýrin „í gíslingu" fjórflokksins í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

,,öllum landsmönnum til hagsbóta.

Hvað meinaru.. hagnast reykvíkingar á þessumflugvelli ? hvernig þá ?

Óskar Þorkelsson, 20.5.2010 kl. 19:31

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sem Akureyringur verður þú að sætta þig við það að við Reykvíkingar ráðum eigin skipulagsmálum eins og þið Akureyringar í ykkar.

Þú endurspeglar einmitt það sem lykillinn í málflutningi okkar. Þú myndir væntanlega hætta að kjósa þinn flokk ef hann gæfi eftir í þessu máli ekki satt?

Skoðaðu www.reykjavikurframbodid.is til að fá betri mynd af þessu. Við erum klárlega á öndverðum meiði við margan landsbyggðarmanninn sem finnst sjálfsagt að Reykvíkingar fórni 70 milljarða króna eign til að hafa flugvöll á besta stað í bænum. Akureyringar og aðrir landsmenn komast jafnvel til Reykjavíkur þótt flugvöllur verði á Hólmsheiði, sem myndi færa ríkinu hátt í 20 milljarða í afgang, eftir að fullbúinn flugvöllur væri kominn á Hólmsheiði rétt fyrir ofan Rauðavatn.

Tilfinningaflog sumra landsbyggðarmanna og jafnvel sumra Reykvíkinga er allt of dýru verði keypt. Einmitt á tíma sem þessum þegar þörf er betri nýtingu verðmæta þarf að huga að hagsmunum heildarinnar umfram þrengri sérhagsmuni. Engin skipulagsfræðingur getur samþykkt að skynsemi sé í að halda flugvelli í miðborg Reykjavíkur. Það er því ekki bara hagur Reykvíkinga að flytja flugvöllinn heldur þjóðarinnar allrar.

Ég fer nokkuð oft til Akureyrar. Þar sem flug er orðið svo dýrt þá neyðist ég til að keyra, en hef þá bíl til umráða á staðnum í staðinn.

Haukur Nikulásson, 20.5.2010 kl. 19:31

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ef að höfuðborgarbúar telji að höfuðborgin hafi ekki skyldur við landsbyggðina og samgöngumál hennar og tengingar er álitamál hvort við viljum kalla Reykjavík höfuðborg ... og farið verði að íhuga alvarlega að færa það hlutverk annað ásamt öllu því sem þar er og er höfuðborgarhlutverk... ráðuneyti.. Landsspítali, Alþingi og fleira...

Mér dettur í hug að Reykjanesbær eða Akureyri gæti tekið þetta að sér og þá getið þið Reykvíkingar keppst við að byggja og byggja í mýrinni áveðurs við útsynningin sem ég kynnstist svo vel þegar ég bjó í Vesturbænum þarna rétt hjá... og finnið ykkur fjárfesti sem vill borga milljarða með mýrina sem veð... kátleg umræða Haukur.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.5.2010 kl. 19:39

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

aha við erum sem sagt með SKYLDUR á okkur vegna þess að reykjavík er höfuðborg .. þessi var ferlega fyndin Jón.   við eigum sem sagt að gefa frá okkur besta landið í reykjavík fyrir landsbyggðalýðinn ?   Mín vegna mætti þessi flugvöllur vera hvar sem er annarstaðar ásuð vestur horninu.. Málið er að það eru drynjandi flugvélar yfir miðbæ reykjavíkur á 5 mínutnafresti allan daginn...  hávaðamengun, sjónmengun og gífurleg slysahætta.

Óskar Þorkelsson, 20.5.2010 kl. 19:50

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óskar.. það hefur verðið sagt frá hvað flugvöllurinn skiptir miklu máli fyrir Reykjavík... um 400 manns hafa beint framfæri af vinnu og fleiru á svæðinu auk þess sem erlendir ferðamenn sem eiga erindi út á land fara um Reykjavík sem væri óþarfi ef ekki væri þetta samgöngumannvirki. Umferðamiðstöðin í Vatnsmýrinni færi að sjálfsögðu með flugvellinum..

400 manns ef bara er horft á það er á við meðastórt þorp úti á landi og það þættu tíðindi ef lagt væri til að öll atvinnutækifæri td á Þórshöfn og Raufarhöfn væru fjarlægð á einni nóttu.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.5.2010 kl. 19:52

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óskar..ef þú telur að Höfðuborg hafi ekki skyldur og beri að standa undir því hlutverki skil ég betur þessa afvegaleiddu og undarlegu umræðu ykkar Reykvíkinga.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.5.2010 kl. 19:53

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

já.. gífurleg slysahætta segir þú. Það hefur aldrei farist eða slasast maður utan flugfars þessi 60 ár sem þarna hefur verið flugvöllur... og svo mætti kannski benda þér á að bæði Akureyri og Keflavík búa við sama og þið...flug yfir byggð í aðflugi að flugvöllum..

Jón Ingi Cæsarsson, 20.5.2010 kl. 20:00

8 Smámynd: Reputo

Ég er nú fæddur og uppalinn Reykvíkingur, og ég sé bara enga ástæðu til að fjarlægja flugvöllinn. Eins og Jón segir að þá er nóg til af lóðum í Reykjavík. Eins og einhver teikning sem ég sá af þessu svæði, að þá átti að byggja þarna forljótar steypublokkir sem er ekkert nema sjónmengun ásamt þeim aukna umferðaþunga sem vegakerfið þarna ber einfaldlega ekki. Kannski er ég svona heftur, en ég skil ekki þörfina og oft ofstækið sem liggur að baki því að fá þetta undir byggingaland. Það hljóta að liggja einhverjir sérhagsmunir að baki, eitthvað sem maður var að vona að væri að líða undir lok. Það er allavega eitthvað meira en bara hávaði frá flugumferð sem rekur menn áfram í þessu.

Reputo, 21.5.2010 kl. 00:11

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jón, höfuðborgin er t.d. búinn að láta vera að rukka ríkið um 200 milljarða samtals í leigu af flugvallarsvæðinu í 65 ár. Það er enginn að tala um að leggja af flugvöll við Reykjavík. Ríkið ákveður hvar það vill setja niður flugvöll, í samráði við viðkomandi sveitarfélag.

Reykjavík hefur líka verið snuðuð um í samgöngumálum alltof lengi. Íbúar höfuðborgarsvæðisins sem eru 70% landsmanna fá t.d. innan við 3% af vegafé ríkisins. Lengi vel var þessi prósenta 25%. Þingmenn fjórflokksins og sveitarstjórnarmenn hafa aldrei mótmælt þessum stöðuga niðurskurði og ákváðu t.d. frekar að setja 10 milljónir á hvert mannsbarn á Siglufirði í jarðgöng sem þeir nota bara til að komast út úr bænum. Ekki einu sinni til daglegra nota. Þetta "gjald" Reykvíkinga til landsbyggðarinnar er ekkert annað en hneyksli upprunnið úr ógeðfelldu kjördæmapoti fjórflokksins. Það er kominn tími til að eitthvert framboð í Reykjavík vinni í alvöru fyrir Reykvíkinga en lætur ekki allt af hendi til að þjóna hagsmunum flokkanna á landsvísu.

Erum við að tala nógu skýrt?

Tékkaðu á www.reykjavikurframbodid.is og spáðu í það hvernig við eigum að vinna öðruvísi fyrir Reykjavík. 

Haukur Nikulásson, 21.5.2010 kl. 00:12

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Haukur... þetta viðhorf þitt er klárlega 2007 viðhorf sem ég hélt að hefði horfið með hruni og blautri tusku í andlit þjóðarinnar. Græðgisvæðing og eiginhagsmunapot ætti að vera horfið

en það lifir greinilega góðu lífi í þessu framboð... og hana nú.

Jón Ingi Cæsarsson, 21.5.2010 kl. 10:39

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þú ert búinn að gleyma flugslysinu í Vatnsmýri þar sem flugvél skall niður innan við 50 metra frá Hringbraut.. fyrir um 20 árum síðan.. eða vissir bara ekki af því. Þar fórust 3 ef ég man rétt og hefði getað orðið mikiðverraef flugmaðurinn hefði ekki bjargaðþví sem bjargað varð með því að komast yfir Hringbrautina.  þetta er spurning um hvenær en ekki hvort flugvél steypist niður í miðbæ reykjavíkur..  flugleiðin inn á akureyrarflugvöll er EKKI yfir miðbæ Akureyrar og það veistu vel sjálfur.. hef margoft flogið norður í söluferðum og þar hef ég aldrei flogið yfir bæinn sem slíkan heldur hafnarsvæðið á akureyri. 

Óskar Þorkelsson, 21.5.2010 kl. 16:27

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=240226

Óskar Þorkelsson, 21.5.2010 kl. 16:30

13 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég er sammála þér Jón Cæsar - Reykjavík á svo mikið land í austur að hún gæti hæglega gefið lóðir frekar en að vera að reyna að sundra heilli borg og landsbyggðinni með - aldrei skilið þörfina að byggja í sjó-fram þega landið er gnótt í austrinu ;)

Jón Snæbjörnsson, 27.5.2010 kl. 14:21

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvar er þetta mikla byggingarland í austrinu Jón S ?  er það á Gvendabrunnasvæðinu ? eða í 200 metra hæð á sandskeiði ?  BTW JIC hefur enn ekki séð ástæðu til að svara fyrstu spurningunni minni til hans á mannsæmandi hátt.

Óskar Þorkelsson, 27.5.2010 kl. 14:59

15 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Reykjavík á mikið af landi sem teygir sig upp að Kolviðarhól þó ég sé ekki að tala um að byggja upp í 200 metrana, þó hefur verið byggt hátt í Reykjavík sem og í Kópavogi - eitt er víst Óskar að ef bæjarfélög væru sameinuð á höfuðborgarsvæðinu þá væri þessi Vantsmýrarumræða ekki í kortunum í dag og sama má segja um þetta Hörpu dót sem og nýtt Háskólasjúkrahús væri með annari staðsetningu - þú ert þá líklega hrifinn af staðsetningu Háskóla Reykjavíkur sem var "kastað" í útivistarsvæði Reykvíkinga sem og annarra nágranna

Jón Snæbjörnsson, 27.5.2010 kl. 15:56

16 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það er styrkur höfuðborgarinnar að hafa flugvöllinn þar sem hann er - horfðu út í heim og það get ég sagt ykkur að flestallir útlendingar öfunda okkur af þessari staðsetningu / ekki nokkur ástæða til að haga sér enn og aftur eins og "milla" vitleysingar

Jón Snæbjörnsson, 27.5.2010 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 818095

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband