Hreyfingin styður ofbeldi gegn starfsmönnum Alþingis.

Þegar fyrstu pallagestir voru komnir í húsið kom hópur manna í kjölfarið og ruddi sér leið fram hjá þingvörðum, sumir með klúta fyrir andliti, og komst upp í stigagang Alþingishússins.

Sex þingverðir og lögreglumaður, sem var á vakt í þinghúsinu, lentu í átökum við hópinn þegar hann var stöðvaður. Ýmsir þeirra hlutu meiðsl í átökunum sem kunna að vera varanleg.
  Strax í kjölfarið var farið nákvæmlega yfir myndbandsupptöku sem sýndi hvernig hópurinn þröngvaði sér inn í þinghúsið. Þá áttu aðallögfræðingur Alþingis og forstöðumaður rekstrar- og þjónustusviðs samtöl við þingverðina og lögreglumanninn um atvikið.

Myndbandsupptakan sýnir að þingvörður, sem átti að gæta inngangsins, var yfirbugaður til að tryggja að mannsöfnuðurinn kæmist óhindraður inn í húsið.

Svo segir í frétt MBL.is um þetta mál.

 Þingmenn Hreyfingarinnar hafa með umræðu sinni staðfest að þeir telji það eðlilegt og ekki ámælisvert að ráðast gegn Alþingi okkar og starfsmönnum. Það er í sjálfu sér áhugavert viðhorf og maður veltir fyrir sér dómgreind þessara þingmanna. Það hefur komið fram að starfsmenn sem þarna urðu fyrir árás hafa orðið fyrir varanlegum meiðslum og ofbeldi var beitt.

Ég veit sannarlega ekki hvernig lögregla víðast hvar erlendis hefði brugðist við árás á löggjafasamkundu landanna. Sjáum fyrir okkur ef grímuklæddir menn hefðu reynt að ryðjast inn í þýska þingið eða rússnesku Dúmuna.. ég held að flestir geti ímyndað sér hvað þar hefði gerst.

Það sem við sáum við Alþingi Íslendinga þegar þessir atburðir áttu sér stað eru líklega vettlingatök miðað við það sem hefði gerst erlendis við svipaðar aðstæður.


mbl.is Skylda að standa vörð um öryggi starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála. Fólk sem fer fram af slíku offorsi, má bara vel sæta viðurlögum þess vegna. Sama á við fólk sem reyndu að brjóta sér inngöngu í lögreglustöðina með þingmann Hreyfingarinnar í fararbroddi

Samúel (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 15:05

2 Smámynd: Skríll Lýðsson

Viðhorf þitt Jón Ingi er ekki síður "áhugavert".

Skríll Lýðsson, 11.5.2010 kl. 15:08

3 identicon

þið vitið ekkert um þetta mál, heldur dæmið greinilega bara út frá því sem þið lesið hér á mbl....því miður. Þannig vill nú til að ég er ein af nímenningunum sem erum ákærð, en það sorglega er að við erum öll dæmd sem eitt.....þar sem ég og flestir sem inn fórum, fórum inn í þeim tilgagni að fara á þingpalla, sem er réttur hvers borgara við opnar umræður á alþingi. Það að við höfum starfað sem hópur er bull og að við höfum öll farið inn með ofbeldi og látum og með áform um árásir og læti, það er svo algjörlega út í hött! Ég mótmælti já því ekki veitti af að opna augu stjórnvalda og almennings, en ég hef ALDREI ALDREI notað eða beitt ofbeldi og mun aldrei gera! Ég er venjuleg fjölskydmanneskja sem vinn mína vinnu og er heiðarlegur borgari að öllu leyti. Að það skuli vera verið að eyða tíma og pening í þetta algjörlega fáránlega og að miklu leyti upplogna mál, þar sem greinilega allir eru settir undir sama hatt, er svo fáránlegt þegar aðstæður í þjóðfélaginu eru skoðaðar, bæði þá og enn og ekki síður í dag!

Heiða (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 15:27

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Myndbandsupptakan sýnir að þingvörður, sem átti að gæta inngangsins, var yfirbugaður til að tryggja að mannsöfnuðurinn kæmist óhindraður inn í húsið. Því mátti ætla að hann væri ekki kominn í friðsamlegum tilgangi. Af samtölunum við þingverði og lögreglumanninn varð enn fremur ráðið að hópurinn skirrðist ekki við að beita líkamlegu valdi til að komast í tæri við þingmenn sem sátu í þingsalnum á fundi. Það var því mat aðallögfræðings Alþingis að rík ástæða væri til að málið yrði rannsakað af lögreglu með tilliti til þess hvort ákvæði almennra hegningarlaga, einkum 106. gr.

Rauða Ljónið, 11.5.2010 kl. 15:32

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Jón, hefur þú séð téð myndband, veistu eitthvað um hvað er verið að tala eða tekurðu bara "upplýsta" afstöðu eftir því hvað Ásta Ragnheiður segir ?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.5.2010 kl. 15:36

6 identicon

Þetta er bara svo mikið bull að það halfa væri nóg! Ég fór í yfirheyrslur og það var ekki til EIN mynd af mér og hvað þá helmingnum af fólkinu sem þarna var! Er þá öll íslenska þjóðin glæpamenn af því að útrásavíkingarnir sviku undan og stálu almannafé?! Jafn fjarstæðukennt og þar fyrir utan að halda því fram að hópurinn, sem er enginn skipulagður hópur, heldur bara fólk af götunni af öllum stærðum og gerðum, skirrðist ekki við að beita líkamlegu valdi til að komast í tæri við þingmenn osfrv.....hef nú bara aldrei heyrt annað eins kjaftæði! Veit ekki um eina manneskju sem hugðist sýna neitt ofbeldi, enda líklega flestir sem bara sátu fastir í miðjum stiganum og komust hvorki aftur á bak né áfra, lík og undirrituð!!! Það er hægt að segja hvað sem er og reyna að láta þetta allt líta semm verst út en amk veit ég ofl sannleikann í þessu máli, það nægir mér í bili takk!

Heiða (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 15:37

7 identicon

Ég sammála þessu,það hlítur að vera ummhugsunarvert hvert þetta er að leiða fólk ? þá er ég að meina þegar fram-áfólk ( þingmenn og þá ég tala ekki um þá sem eru kanski í dag ráðherra ) hvetur allmenning og finnst eðlilegt að hunsa lög og reglur.

hannes (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 15:38

8 identicon

Æji hvað þið eruð heilaþvegin greyin mín! Hvaða lög og reglur voru í gildi á þessum tíma þegar var búið að stela og sóa fé og ævisparnaði almennra borgara og enginn virtist ætla að gera neitt í málinu?! Hver er glæpurinn að ætla sér í svokölluðu lýðræðisríki, að ætla sér að fara á þingpalla, sem er réttur hvers borgara, þar sem voru opnar umræður í gangi?! Ég bara skil ekki sumt fólk og mun aldrei gera! Virðist alltaf vera hópur af fólki af þrælskyni, sem lætur vaða yfir sig á skítugum skónum og segja takk og amen, því það er það sem er ætlast er til af þeim! Jahér! Eins og áður segir, hef ég aldrei beit eða notað ofbeldi og er alls ekki hlynnt því, en það er ekkert að því að láta í sér heyra þegar óréttlæti ríkir!

Heiða (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 15:47

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er ekki mitt að dæma. Í öllum siðmenntuðum ríkjum sjá dómstólar um slíkt. Ef viðkomandi eru saklausir eru þeir sýknaðir..ef þeir eru sekir eru þeir dæmdir samkvæmt gildandi lögum.

Eina sem er fáránlegt og gengur gegn öllum þeim gildum sem höfð eru til viðmiðunar er að eigi að sleppa þessu bara ... af því bara. Það er fáránleikinn uppmálaður að hafa slíka skoðun. Að sniðganga lög vegna einhverra óskilgreindra tilfinninga er heimskulegt og hættulegt.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.5.2010 kl. 16:09

10 identicon

Ef þetta væri nú svona auðvelt minn kæri!

Heiða (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 16:17

11 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Jón Ingin mér sýnist þú vera búinn að dæma, hefurðu séð myndbandið - afhverju er það ekki gert opinbert ? sennilega af þvi að það er ekki verið að segja satt hér.

Ég lenti nú í þvi að vera beittur ofbeldi af lögreglunni í réttarsal síðast þegar þetta mál var tekið fyrir, er ofbeldi lögreglu réttlætanlegt ?

Steinar Immanúel Sörensson, 11.5.2010 kl. 16:17

12 identicon

Heyr heyr Steinar!

Heiða (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 16:18

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ef að Samfylkingin segir það, þá er það.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.5.2010 kl. 16:57

14 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jón Ingi, þú ert eins og Jakob Frímann, flokksbróðir þinn. Þykist báðir geta dæmt án þess að vita málavöxtu.  Af því sem okkur hefur verið sýnt þá eru það þingverðir og lögregla sem beittu ofbeldi af fyrrabragði en mótmælendur eru að verja sig.
Annars er þessi móðursýki í þingvörðum og forseta þingsins óskiljanleg, var þetta fólk aldrei í menntaskóla? Tók það aldrei þátt í gangnaslag?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.5.2010 kl. 17:18

15 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jóhannes... Jakob Frímann hefur ekki verið í Samfylkingunni síðan 2007 þannig að hann er ekki flokksbróðir minn... hann var í framboði fyrir eitthvað allt annað síðast.. man bara ekki hvað,,, kannski Borgararhreyfinguna ?

Jón Ingi Cæsarsson, 11.5.2010 kl. 17:29

16 Smámynd: Sævar Einarsson

Jón Ingi Cæsarsson styður lögregluofbeldi gegn almenningi landsins.

Sævar Einarsson, 12.5.2010 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818229

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband