Valdníðslusaga Sjálfstæðisflokksins í dómsmálum.

 

"Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, og íslenska ríkið til að greiða lögfræðingi 3,5 milljónir króna í bætur og 1 milljón króna í málskostnað fyrir að skipa annan mann í embætti héraðsdómara á Norðurlandi eystra."

Valdníðslusaga Sjálfstæðisflokksins í dómsmálakerfi landsins er rannsóknarefni. Þar hafa menn verið skipaðir fram og til baka eftir flokkskírteinum en ekki hæfi eða réttlæti. Dómarar, lögreglustjórar og fleiri hafa átt greiðan aðgang að störfum og embættum enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengstum lagt ofuráherslu á að hafa dómsmálaráðherra sem síðan hefur beitt valdi sínu af fullkomnu ábyrgðarleysi með hagsmuni flokksins að leiðarljósi.

Þrjú fræg, nýleg dæmi, hæstaréttardómarinn vinur Davíðs, hæstaréttardómarinn frændi Davíðs,  og héraðsdómarinn sonur Davíðs voru allir skipaðir purkunarlaust þrátt fyrir að margir væru hæfari.

Nú opinberast þessi valdníðsla í dómi yfir dómsmálaráðherra Árna Matthiessen sem vafalaust var að hlýða fyrirmælum flokksins og leiðtogans undir Svörtuloftum.

Og hverjir borga brúsann.... auðvitað þjóðin.. fólkið í landinu. Þeir eru að verða feitir reikningarnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sent okkur síðasta áratug og lengur.


mbl.is Árni og ríkið bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Var þessi "drengur" ekki valin úr hóp umsækjenda ? líklega metin einn af þeim hæfu í þetta starf og valin úr þeim hóp, því ertu Jón minn að blanda pabba hans í þetta ferli...

Jón Snæbjörnsson, 23.4.2010 kl. 14:27

2 identicon

Jón, margir umsækjendanna voru flokkaðir sem hæfari en Þorsteinn Davíðsson. Hví skyldi hann þó vera skipaður? Jú, vegna augljósrar spillingar.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 14:43

3 identicon

Jón Snæbjörnsson: Maður veit ekki lengur hvort um eðlilega kaldhæðni sé að ræða eða óeðlilega þröngsýni(eða hvað heitir það?) ákveðins hóps. :)

Jón Orri (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 15:10

4 Smámynd: Örn Ingólfsson

Mikið er ég sammála þér Jón Ingi þetta hefur því miður viðgengist í gegnum áratugina þó sínu mest hjá þeim flokki sem að hafði dómsmálin á sinni könnu þá, en því miður er það nú svo Jón minn að það er ekki bara þessi eini flokkur heldur eru allir flokkar eins en ekki svo gróflega eins og að kom fram hjá þér! En kveðjur að sunnan og vonandi athuga kjósendur það hverjir það voru undanfarna áratugina sem að stuðluðu að Gjaldþroti Íslands með öllum þessum aumkunarverða vinskap við þessar útrásarrottur já skammast mín ekkert að kalla þetta pakk þessu nafni.

Örn Ingólfsson, 23.4.2010 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband