Skamma fjármálaráðherra og ferðamálayfirvöld í dag ?

 

Nú er að sjá hvort jarðvísindamenn fái sömu skammadembuna og forsetinn fékk í gær. Eins og menn muna fékk forsetinn skammadembu frá fjármálaráðherra og ferðamálayfirvöldum fyrir það eitt að benda á og nefna staðreynd sem allir vita og fjallað hefur verið um víða.

Nú kemur þetta...

"Íslenskir jarðvísindamenn telja að nú geti verið að hefjast ný hrina jarðelda hér á landi sem geti varað í um 60 ár og náð hámarki milli áranna 2030 og 2040. Þetta kemur fram í nýlegri grein í vísindatímaritinu New Scientist."

Nú er að sjá hvort vísindamenn fái sömu skammaholskefluna yfir sig og forsetinn í gær.. það má víst ekki ræða staðreyndir ... heldur skal höfðinu stungið í sandinn eins og ónefndur fugl gerir gjarnan verði hann var við eitthvað óþægilegt. 


mbl.is Nýtt eldgosaskeið að hefjast?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vísindamennirnir koma ekki til með að fá skammir fyrir sín ummæli. af því þauhafa ekki birst í erlendum fjölmiðlum (enn sem komið er) og líka af því að þeir eiga sér ekki svarna persónulega andstæðinga innan valdastéttarinnar.

Hvernig væri að einhver kæmi með hugmynd um hvernig hægt væri að snúa gosinu upp í tekjulind fyrir ferðamannageirinn?

agla (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 12:50

2 identicon

Agla. Er New Scientist allt í einu orðið íslenskt tímrit?

Mér lýst vel á að snúa þessu upp í tekjulind fyrir ferðaiðnaðinn.

Kristinn (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 15:32

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Jón Ingi,

Það verður náttúrulega að stöðva útgáfu þessa tímarits eins og skot og banna vefsvæðið svo fólk erlendis sjái þetta ekki. 

Kötlugos hefur verið í umræðunni hér í Bandaríkjunum í réttan mánuð frá því Fox News sagði frá því að hætta á Kötlugosi hefði stóraukist.  Það eru nokkur önnur eldfjöll sem eru komin á tíma svo þetta ætti svosem ekki að undra neinn.  Þetta upphlaup af því sem Óli sagði á BBC er sérlega skemmtilegt dæmi um fólk sem aldrei kíkir útfyrir baðkarsbrúnina.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 21.4.2010 kl. 16:25

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Banna tímaritið næstu 60-80 árin

banna vísindamenn og forseta sem hugsa -

Banna Arnór sem er að benda á augljósar staðreyndir -

svona sjálfstæð hugsun gengur ekki lengur

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.4.2010 kl. 03:02

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við megum ekki stinga hausnum í sandinn lengur nú verður að bretta upp ermar og æfa viðbragðsáætlanir, það sem undan er gengið er bara smá púst miðað við það sem við eigum í vændum!

Sigurður Haraldsson, 28.4.2010 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 818041

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband