Fjöldaflótti stjórnmálamanna frá veruleikanum.

 

"Flestir sem mbl sjónvarp ræddi við í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í dag voru ánægðir með skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þeir sem rætt var við fannst kyndugt hvernig stjórnmálamenn reyndu að koma sér undan ábyrgð."

Það hafa verið frekar grátleg viðbrögð stjórnmálamanna við skýrsluna á þeim sólarhring sem liðinn er. Frá fyrstu mínútu hafa þeir verið trúir þeirri stefnu sinni að þeir beri ekki ábyrgð á því hvernig fór og enginn þeirra hefur tekið til sín nokkuð af því sem rannsóknarnefndin hefur sett fram.

Ég er orðinn nokkuð úrkula vonar um að nokkur þeirra sjái að eitthvað sé athugavert í athöfnum og gjörningum síðustu ára. Mjög margt af því sem við höfum séð og heyrt um einstaka þingmenn og ráðherra dygði mörgum sinnum til afsagnar í siðmenntuðum ríkjum Evrópu þar sem engar yfirsjónir líðast kjörnum þingmönnum. Þar segja þeir af sér undanbragðalaust leiki einhver minnsti vafi á athöfnum þeirra og persónulegum gjörningum.

En ekki á Íslandi.

Í fljótu bragði séð væri ekki óeðlilegt að allt að 10 þingmenn segðu sig frá störfum á hinu háa Alþingi nú þegar og snéru aftur ef gjörningar þeirra og persónulegar athafnir verða taldar innan marka. Ég þarf ekki að telja upp nöfn þeirra sem ég hef í huga en ég reikna með að allir sem hafa fylgst með stjórnmálum í Evrópu vita við hverja er átt.

Skýrslan er frábært innlegg fyrir framtíðina og framtíðarmótun þjóðfélagins. Það er jafn sorglegt að heyra og sjá þingmenn leggjast í sömu gömlu vinnubrögðin og hugsunarháttinn... " ekki benda á mig " þetta er einhverjum allt öðrum að kenna.

Getum við átt von um nútímalegt og heiðarlegt samfélag meðan menn skilja ekki jafn einfalda hluti og þá sem við blasa.


 


mbl.is Treysta ekki stjórnmálamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Sammála ...

hilmar jónsson, 13.4.2010 kl. 15:42

2 identicon

Var það ekki einhver skandínavískur ráðherra sem var að verða seinn á fund í Sameinuðu þjóðunum sem fékk sér farmiða með Concorde þotu og var látinn fjúka" med det samme" hér um árið.

Ingi Valgeirs (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 15:52

3 identicon

"Þetta var ekki mér að kenna."  Ég var þvingaður af hinum.   Óneitanlega minnir þetta á Nurnbergréttarhöldin.

j.a. (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 16:10

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Ingi - allt að 10 þingmenn segi af sér - þá ert þú væntanlega m.a að tala um Jóhannu, Össur, Kristján og Björgvin - þú hefur nefnt Tryggva Þór - hverjir eru hinir 5 sem þú telur að eigi að víkja -

Óðinn Þórisson, 13.4.2010 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband