Eldfjall í aðdraganda eldgoss.

1004864

 

Það er mjög fróðlegt og áhugavert að fylgjast með þróun í Eyjafjallajökli síðustu vikur.

Stöðug skjálftavirkni hefur verið á miklu dýpi undir fjallinu. Þetta er að mig minnir fjórða hrinan sem þarna gengur yfir en þessi atburðarás hófst á síðasta áratug og innskot hafa þrengt sér inni sprungukerfin undir fjallinu. Í sumum hrinum hefur mælst gas frá kvikunni á yfirborði.

 

En hrinan núna er bæði ákafari og lengri en nokkur önnur og nú hefur verið öryggisviðbúnaður á svæðinu í hálfan mánuð.  Það gengur á með öflugum kviðum en dúrar á milli og nú hefur verið dúrtímabil en samt er alltaf stöðug virkni.

Fjallið hefur þanist út og ótrúlega mikið á síðustu þremur til fjórum vikum. Það má segja að í jarðfræðilegum skilningi sé fjallið á fleygiferð... til suðurs og vesturs.

Á myndinni sem ég skaut hér með sést vel fjallabálkurinn sem undir er í þessari atburðarás því í þau fáu skipti sem Eyjafjallajökull hefur gosið frá landnámi hefur Katla fylgt í kjölfarið og á þá ógnareldstöð er komin tími núna... svo sannarlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Nú hafa skjálftarnir grynnkað verulega á sér, margir eru á 500- 1500 m dýpi.    Hvað skyldi það þýða - er kvikan komin upp í rætur fjallsins og fer þá ekki að styttast í gos?

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 20.3.2010 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband