Torfkofasocialismi.

 

Ég hef ekki getað skilið að verið sé að stofna her á Suðurnesjum... heldur halda úti vopnalausum fyrrum hervélum til útleigu fyrir æfingaflug.

Það verður einhver að leiðrétta það fyrir mér ef það er rangt skilið hjá mér.

En þessu málflutningur og nálgun VG kemur svo sem ekki á óvart... torfkofasócialisminn lætur ekki að sér hæða og tekur ekkert tillit til aðstæða fólks á viðkomandi svæði þar sem atvinnuleysi er það mesta á landinu.

En VG telur mikilvægara að halda á lofti því sem ÞEIM finnst og ég held að hugsjónir VG vikti lítið í vasa og maga fátækra atvinnulausra fjölskyldna á Suðurnesjum.

 


mbl.is Hafna algerlega her í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvernig er það með ykkur kratarassana, þið væruð áreiðanlega til í að selja ömmu ykkar og afa eins og afsláttarhross til að efla atvinnu á Suðurnesjum, eða hvað?

Jóhannes Ragnarsson, 20.3.2010 kl. 13:17

2 identicon

Þetta eru málaliðar. Sem drepa fyrir hæstbjóðandi. Viltu styðja svoleiðis lið?

Óli (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 14:16

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Eitthvað er dregin upp mismunandi mynd af þessu fyrirbæri. Ýmist eru þetta samviskulausir ribbaldar sem drepa fyrir peninga eða sárasaklausir amatörar sem eru bara að æfa sig á voplausum vopnum og gera ekki flugu mein.

Víðir Benediktsson, 20.3.2010 kl. 15:45

4 identicon

Bíddu, er þetta ekki flokkurinn sem þið eruð í samstarfi við í ríkisstjórn? VG hefur verið á móti hvers konar atvinnuuppbyggingu frá upphafi kreppunnar - einhverra hluta vegna vill VG halda þjóðinni í heljargreipum kreppu og skorts.

Samfylkingin hefur það í hendi sér að koma hjólum atvinnulífsins af stað aftur, með einni lítilli og stuttri yfirlýsingu þess efnis að stjórnarsamstarfinu sé lokið.

VG hefur þjóðina í bóndabeygju, hér verður engin atvinnuuppbygging, hér verða áfram háir vextir, hér verður aukið atvinnuleysi, hér verða hærri skattar, hér dýpkar kreppan með hverjum deginum sem líður.

Og ástæðan er sáraeinföld.... hún kallast VG. Lausnin á vandanum er að svipta VG öllu svigrúmi til að auka enn meira á vanda þjóðarinnar.

Haukur Skúlason (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 15:56

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Má ekki bjóða ykkur að fá nammið norður í Eyafjörðinn Jón?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.3.2010 kl. 16:22

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er enginn búin að segja mér hvað þetta er... samkvæmt þeim fréttum sem hafa borist af þessu fyrirbæri er þetta fyrtæki sem leigir vopnalausar þotur til æfinga fyrir þá sem vilja greiða fyrir það...

Suðurnesjamenn vilja fá þetta til sín og síðast tjáði fulltrúi í sveitarstjórn á svæðinu félagi í VG að þetta vildi hann sjást gerast...þannig að Axel..vandinn er ekki að heimamenn vilji ekki fá þetta atvinnutækifæri og því veit ég ekki af hverju ég ætti að ágirnast það hingað..

Jóhannes... atvinna byggist alltaf á því að einhver kaupir vinnuframlag og annar selur vinnuframlag sitt... er það kannski ekki þannig hjá þér ??

Jón Ingi Cæsarsson, 20.3.2010 kl. 16:46

7 identicon

Hefurðu skoðað heimasíðu þessa fyrirbæri http://www.eca-program.com/html/company.php ?

Ekki beinlínis traustvekjandi enda mjög litlar raunverulegar upplýsingar um fyrirbærið sem segir reyndar sjálft í kynningu um sig að það sé "sprotafyrirtæki" Heimilisfangið er pósthólf í Hollandi og það er ekkert á síðunni um nein verkefni sem fyrirtækið hefur unnið en þeim mun meira af hernaðardýrkun og kjaftæði auk mynda frá Keflavíkurflugvelli eins og fyrirtækið sé þegar komið með aðstöðu þar sem það er EKKI. Þetta er fyrirtæki sem samkvæmt eigin heimasíðu virðist til í að selja sig hæstbjóðandi í hvers kyns hernarðarverkefni og þjálfun, engar siðfræðispurningar að þvælast fyrir þeim þar. Atvinnulehysi er slæmt en má það kosta mannslíf að vinna gegn því?

Gleymdu því ekki heldur Jón að þetta gengur þvert gegn stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem stefnan er að vinna að friðarmálum, ekki styðja hernað. Og Jón, ég er ekki VG-kona heldur sit ég í stjórn Samfylkingarinnar í Reykjavík og er annt um stjórnarsamstarfið.

Ingibjörg Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 18:31

8 identicon

Sæll Jón. Þessi pistill þinn sýnir að þið hægri kratar eruð gjörsamlega hugsjónalaust lið, nokkurs konar uppfærð framsókn, opin í báða enda. Notið "frelsi, jafnrétti og bræðralag" í kosningum til að höfða til fólks með hjarta og samvisku, en eruð svo til sölu hverjum þeim sem best býður. VG hefur alltaf stutt atvinnuuppbyggingu sem höfðar til lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem vinna í sátt við náttúru landsins og sjálfbærni. Mellustarfsemi sem reglulega dúkkar upp á suðurnesjum er ekki okkar tebolli. Þú ert strax til í að hnýta í VG fyrir að slá varnagla við þessu fyrirbæri sem þú sjálfur veist ekki hvert er. Hrunið og atvinnuleysið sem af því hlaust er afleiðing af svona hugsunarhætti sem þú og Haukur Skúlason standa fyrir.

Gunni Gunn (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 19:04

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ingibjörg.... það er eimitt það sem ég er að biðja um og fátt um svör.. Það er ábyrgðarhluti að hafna hlutum með órökstuddum upphrópunum... legg til að stjórnvöld kynni sér málin og á meðan haldi flokksstjórnir flokkanna sér saman og taki svo upplýsta ákvörðun í samræmi við alvöru niðurstöðu

Jón Ingi Cæsarsson, 20.3.2010 kl. 19:14

10 Smámynd: Víðir Benediktsson

Er það svona sem þú biður um svör frá samstarfsflokknum, með upphrópunum og uppnefningum eins og "torfkofasócialismi" Ég er ekki hissa þó samstarfið ekki betra en raun ber vitni.

Víðir Benediktsson, 20.3.2010 kl. 20:09

11 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Ég vona að þú sért ekki að grínast kæri samflokksmaður eða finnst þér í alvöru að við eigum að alvöru að halda kjafti á meðan unnið er að því að fá aftur hermang í landið? Og reyndar miklu verra fyrirbæri en það því þarna er um málaliðafyrirtæki að ræða. Bandaríski herinn þóttist þó standa fyrir einhverjar hugsjónir, það gerir þessi einkaher ekki, heldur selur sig bara hæstbjóðenda. Og athugaðu það líka Jón Ingi að það er ekkert í hendi varðandi þetta fyrirtæki sem hefur hvergi fengið leyfi fyrir sína starfsemi, var m.a. neitað um starfsleyfi í Kanada og snýr sér þá til gjaldþrota þjóðar.

Muna það alltaf: á svona tímum flykkjast hrægammarnir og afæturnar til landsins, aðilar sem vilja nota sér vonda stöðu þess. Það er aldrei mikilvægara að hafa fulla aðgát varðandi það hverju er hleypt inn í landið. Hvað þá þegar um er að ræða fyrirtæki sem gefur sig út fyrir að þjóna hvaða herveldi eða öfgastjórn eða glæponum sem er.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 20.3.2010 kl. 21:17

12 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Víðir...ég er að tileinka mér þína tækni 

Ingibjörg... ef á að hafna milljörðum og atvinnutækifærum fyrir hundruð manna á svæði þar sem mikill vandi er þurfa að liggja fyrir meiri og betri upplýsingar en það sem sést hefur fram að þessu..

Það er bara það sem ég er að biðja um... vönduð vinnubrögð og nákvæmar upplýsingar áður en menn byrja að æpa og kalla úlfur úlfur.. það er nóg komið af slíku í samfélaginu síðustu misseri. Ég reikna ekki með að td þú tilheyrir atvinnulausri barnafjölskyldu á suðurnesum...eða hvað ?

Jón Ingi Cæsarsson, 21.3.2010 kl. 07:56

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hjá sumum virðist stjórnarsamstarfið vera mikilvægra en að fólk fái vinnu.

Óðinn Þórisson, 21.3.2010 kl. 10:18

14 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þú kannski bendir mér á Jón hvar ég tala svona við mitt samstarfsfólk úr því þú tileinkar mér þessa tækni.

Víðir Benediktsson, 21.3.2010 kl. 12:09

15 Smámynd: Sævar Helgason

Það eina sem ég hef athugasemdir við þetta mál er :

Hvert verður flugálagi sem þessar æfingaþotur leiða afsér. Mér skilst að þessar æfingaþotur geti orðið allt að 60 stk. Eiga þær að fljúga æfingaflug yfir Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu, hálendinu eða yfir okkar fiskveiðilandhelgi.  Þegar amerísku herþoturnar voru hér og það miklu færri en nú er áætlað- fylgdi þeim ærin hávaðamengun ... Það má búast við miklu æfingaflugi- til er þess jú leikurinn gerður... Þetta verðum við að vita um áður en gengið er frá málinu.

Sævar Helgason, 24.3.2010 kl. 10:13

16 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nokkuð ánægður með þig Jón - sjálfsagt að skoða hlutina - ekki mála skrattann á vegg strax

Jón Snæbjörnsson, 24.3.2010 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband