Flokksbrotsvandi VG.

 

"Helsta hættan í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar er sú að hún muni leiða til stjórnarkreppu á Íslandi og að trúverðugleiki okkar bíði frekari hnekki en orðið er, skrifar Björn Valur Gíslason, þingmaður VG á vef sinn í gær."

Vandi ríkistjórnarinnar er að hún hefur ekki þingmeirihluta. Þingmeirihlutann skortir af því hluti af þingflokki Björns Vals stendur ekki í lappirnar og er þessi í stað í linnulausu egóflippi út um víðan völl.

Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn mæra síðan Lilju Mósesdóttur og Ögmund linnulaust og þau gangast upp í skjallinu og athygli fjölmiðla.

Nú væri ráð að VG týndi saman þingflokkinn og fari að taka þátt í ríkistjórnarsamstarfinu af heilindum.

Samt verður að segja Birni Val til hróss að hann hefur staðið í lappirnar allan tímann eins og flokksformaðurinn hans...vandinn liggur í egóflippi þingmanna sem geta ekki horfst í augu við erfiðar ákvarðanir og þora að standa og falla með þeim.


mbl.is Björn Valur: Gæti leitt til stjórnarkreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Merkilegt hvernig hjörðin í Samfylkingunni ofnotar orðalepp Þorgerðar Katrínar, um að: "standa í lappirnar" um gagnrýnilausa fylgispekt við flokkslínunni.  Sem betur fer þá eru nú á þingi alþingismenn sem þora að hafa aðrar og sjálfstæðari skoðanir en steingeld forystan.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.3.2010 kl. 15:31

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Að "standa í lappirnar" er miklu eldra en Þorgerður Katrín og er notað á þá sem endalaust kikna undan verkefnum eða ábyrgð.

Það næst enginn árangur ef á þingi sitja 63 kverúlantar hver með sína stefnu og sinn þrönga heim.. þá getum við bara sent þetta lið heim.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.3.2010 kl. 16:08

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Höfnun þjóðarinnar á Icesave máli ríkisstjórnarinnar hefur veikt ríkisstjórnina talsvert. Orð formanns framsóknarflokksins í silfri egils þá er alveg klárt mál að Icesave stjórnin fær enga aðstoð þaðan og ljóst er að  málið er á leið aftur til umræðu í þinginu. Lilja Mósesdóttur þingkona vg gagnrýni vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í Icesave málinu í dag og er vægt orðað ekki sátt við orð JS um að þétta raðiirnar ef það merkti skoðanaofbeldi þá eru dagar ríkisstjórnarinnar taldir - og gagnrýndi vinnubrögð Steingríms - menn ættu að fara að huga að kosningum enda ríkisstjórnin einfaldlega búin að vera -

Óðinn Þórisson, 8.3.2010 kl. 17:50

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvað áhrærir kosningar til Alþingis og breytingar þeim samfara sé ég nú ekki fyrir mér í dag að þær muni leiða til breytinga í þá átt að núverandi ríkisstjórn falli.

Til þess að svo verði þarf að stofna nýja og trúverðuga stjórnmálaflokka.

Varla ber að skilja þig svo að þjóðin eigi að afhenda Sjálfstæðisflokknum lyklana að nýju flippi fyrir víkingana sína?

Árni Gunnarsson, 8.3.2010 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband