Að sjálfsögðu.

 

Það gefur auga leið að þetta heita deilumál fari til þjóðarinnar. Það mun aldrei nást nein sátt í pólítikinni um þetta mál, því heill stjórnmálaflokkur og aðstoðarmenn hans hafa það að markmiði að verja þetta kerfi hvað sem það kostar.

Bárátta kvótagreifanna fer ekki framhjá nokkrum manni og hræðsluáróður þeirra á fundum um allt land fer ekki framhjá manni.

Því er það sjálfsagt og eðlilegt að þjóðin fái að segja skoðun sína á hvernig þjóðarauðlindir eru nýttar og að mínu mati er þetta eina færa leiðin til að höggva á þennan hnút sem klofið hefur þjóðina árum og bráðum áratugum saman.

Fiskveiðistjórnunarmálin í þjóðaratkvæði á árinu ætti að verða næsta markmið stjórnvalda.


mbl.is Næst fiskveiðistjórnunarkerfið í þjóðaratkvæði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sjálfsagt að skoða þetta Johnny - en án þess þó að fólk sé sett í "dilka" pólitíska "dilka"

Jón Snæbjörnsson, 8.3.2010 kl. 08:05

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er bara verst að það hefur enga þýðingu fyrir "ríkisstjórn fólksins" að setja sér nein markmið því þeim er aldrei náð!!!!

Jóhann Elíasson, 8.3.2010 kl. 08:15

3 identicon

Eg er 100% sammála, auðvitað á þjóðin að kjósa um þetta mál. Og síðan vantar lagagrein sem bindur allar okkar auðlyndir sem eign þjóðarinnar í stjórnarskrá.

En einhvernveginn efast ég um vilja Jóhönnu og stjórnarinnar til þess.

Jóhanna hefur átt 10 frumvörp um þjóðaratkvæðagreiðslur á Alþingi, og svo núna sem forsætisráðherra sá hún ekki lengur fært að nota þau fyrir þessa. Hún tróð í gegn einnota lagabastarð fyrir hana. Svo þjóðin er jú engu nær þjóðaratkvæðagreiðslu.

Alþingi þarf að fara aftur í lagagerðina. Því hún og 4flokkurinn höfnuðu frumvarpi Hreyfingarinnar, Sigmundar Ernis og Þráinns B:
http://www.althingi.is/altext/138/s/0005.html
Fyrsta alvöru frumvarpinu sem fjallar um þjóðaratkvæði og færir valdið til fólksins. Með því að hluti þjóðarinnar geti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu sem og 1/3 Alþingis.

Ég get með engu móti séð eftir það, að hún eða fjórflokknum sé nein alvara í því að gefa frá sér valdið sem þau halda um með járngreypum til þjóðarinnar.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 818128

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband