Þjóðaratkvæðagreiðsla um ekki neitt.

 

Á morgun gengur þjóðin til atkvæðagreiðslu. Maður ætti að vera kátur með að lýðræðið verði virkt með þessum hætti og maður ætti að gleðjast yfir nýjum áherslum í  umbótum og viðbót af þessu tagi.

En sú sorglega staðreynd að þarna er að fara af stað atkvæðagreiðsla á fyrirheita og án niðurstöðu. Tilefnið og málið sem lagt er fyrir er útelt efnislega og niðurstaða þjóðaratvæðagreiðslunnar breytir nákvæmlega engu um framhald málsins.

En sannarlega fá þeir sem eru haldnir ungmennafélagandanum og keppnisskapinu eitthvað fyrir sinn snúð. Umfjöllunin er að það verði að segja nei af því það sé svo flott fyrir þjóðina er eins og umræður um að það sé flott og gott að MU vinni Liverpool eða íslenska landsliðið í handbolta rassskelli Dani.

Ég veit ekki hvort ég mæti á kjörstað og skili auðu eða geri bara eitthvað annað er ekki endanlega ákveðið hjá mér. Þó finnst mér fúlt að nota ekki atkvæðisréttinn sem slíkan en mér þykir líka fúlt að fara og nota hann í tilgangsleysi eins og er í þessu máli.

En hvað sem gerist á morgun... þá verður þar enginn sigurvegari... þar verður bara 150 milljónum kastað út um gluggann og hver vildi ekki frekar sjá þá fjármuni hjá þeim sem sárlega þurfa á þeim að halda nú um stundir.


mbl.is Ekki hægt annað en segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Hvílíkur málflutningur !!  Af hverju er "málið" "úrelt"??  Jú vegna þess að það á að kjósa um ruglsamning ríkisstjórnarinnar. Sem betur fer!

Og til hvers þarf að kjósa um það ? Jú vegna þess að rugllögin/samningurinn frá því í desember (sem þið eruð svo ánægð með) hlaut ekki lögformlega afgreiðslu. Forsetinn samþykkti ekki vitleysuna í ykkur. Þú vilt að lögin frá því í desember haldi. Því þau gera það ef þessi leið hefði ekki verið farin. Verði þér að góðu. Við ætlum að kjósa, nýta okkar rétt. Það er öllum slétt sama hvað þú , SJS og JS gera,  - verið þið bara í fýlu!

Allir á kjörstað.

Sigurjón Benediktsson, 5.3.2010 kl. 08:47

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er alltaf gaman að fylgjast með flokksauðum fjórflokkana. Nú er forystusauðurinn búinn að jarma og þá er alveg ljóst hverjir jarma hér á blogginu. Það er svo mjög áhugavert hverjir það eru sem gera lítið úr því þegar þjóðin fær að tjá sig. Hverjir gera lítið úr lýðræðinu. Næst eigum við að taka kosningu um hvort halda eigi þessu fáránlega ESB ferð áfram, þar sparast 1500 milljónir. 

Jóhanna ætlar að sitja heima, það munu margir flokksnúðar hennar gera. Tryggjum að þau fái að vera heima til frambúðar. 

Sigurður Þorsteinsson, 5.3.2010 kl. 09:03

3 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Þannig að ef auða atkvæðið þitt yrði til þess að þessi lög yrðu samþykkt, værirðu jafn borubrattur og þú ert nú? Alveg er það nú merkilegt hvernig þessir blessuðu stjórnarflokkar hafa notað hvert einasta tækifæri til þess að tala niður þessa kosningu, sérstaklega þegar það er akkúrat ekkert annað í hendi, ekkert upp á borðinu, enginn annar samningur en það sem verið er að kjósa um nú.

Taktu frekar flokksbróður þinn, Guðbjart Hannesson, til fyrirmyndar, hann ætlar að kjósa nei við þessum lögum og þessum samningi!

Magnús V. Skúlason, 5.3.2010 kl. 10:45

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þetta er nákvæmleg rétt hjá Jóni:

"Þjóðaratkvæðagreiðsla um ekki neitt."

Það er bara verið að kjósa um líf núverandi ríkisstjórnar, - sem er enskis virði.
 
Ríkisstjórn sem stendur ekki við neitt kosningaloforð á að fara frá. 
Ríkisstjórn sem er með eitt ráðuneyti að bjástra við Icesave-bullið á  meðan öll hin ráðuneytin fylgjast spennt með, er ekki á vetur setjandi. 
Ríkistjórn sem ítrekað er uppvís að ósannindum er rúin trausti.  
Ríkisstjórn sem horfir á fyrirtæki og heimi blæða út, er sjúk.
Riksisstjórn sem hefur í hótunum við íbúa sína er aumkunarverð.

Hvernig stendur á því og þvert á allar yfirlýsingar ríkistjórnarinnar að krónan er að styrkjast og það þrátt fyrir að AGS veiti okkur ekki frekari lán og Icesave málið sé lóleyst?

Spái því að það taki sig upp löngu gleymd og lítið notuð skynsemi hjá fórsætisráðherra þannig að hún gangi til Bessastaða og biðjist lausnar fyrir sig og sín vonlausu ráðuneyti á sunnudagsmorgunn og segi af sér þingmennsku á mánudaginn.   

Benedikt V. Warén, 5.3.2010 kl. 10:53

5 identicon

Þetta er í raun gamla góða þjóðaratkvæðagreiðslan um kúk eða skít. Lýðræðið gefur þér tækifæri til að velja hvort þú viljir pulsu með öllu, með öllu nema hráum eða bara með sinnepi, en engin spyr hvort þú viljir pulsu yfir höfuð. Sama þó þú sért múslimi og borðar ekki svínakjöt þá er pulsunni samt troðið upp í þig.

Á morgun fáum við að velja hvort við borgum einkaþyrlurnar og fótboltafélögin hans Björgólfs samkvæmt slæmum samningi eða samkvæmt verri samningi (sumsé eru valmöguleikarnir kúkur og skítur). Það sem flestir vilja skrifa á seðillinn sinn er eflaust það að skatgreiðendur eiga ekki að borga skuldir skrúðkrimma. En sá valmöguleiki er ekki í boði er það nokkuð? Við fáum bara að velja á milli kúks og skíts og eigum að vera ánægð með að forsetinn var svo góður að gefa okkur þessu frábæru lýðræðislegu forréttindi.

Það sem Jón Ingi er að segja er ekkert bull. Þetta er ekki sú þjóðaratkvæðagreiðsla sem fólk heldur að þetta sé. Ef þetta væri þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort það ætti að skattvæða þessar skuldir yfir höfuð þá væri kannski eitthvað vit í henni, en svo er ekki raunin. Þetta er þjóðaratkvæðagreiðsla um kúk eða skít.

Nema að Jón Ingi hefur á röngu að standa um eitt. Það sakar ekki að mæta á morgun og segja „nei“. Bara svo lengi sem við vitum að við vorum að kjósa skít en ekki kúk og látum það þar með ekki stöðva okkur í að láta öllum illum látum þar til skíturinn hverfur líka. Að þessar skuldir fari til sinna réttmætra eigenda (ekki breta og hollendinga, heldur íslenskra bankakalla).

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 11:00

6 identicon

Íslendingar geta staðið uppi sem sigurvegarar í þessum kosningum með því að segja afdráttarlaust NEI og sýna að þeir mæti til að kjósa sem er lýðræðisleg tjáning sem allir ættu að nýta sér.  Hér er á ferðinni einstakt tækifæri og risa skref í lýðræðisátt, ekki bara fyrir íslendinga heldur munu aðrar þjóðir feta sama veg.

Margrét (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 11:16

7 identicon

Eins og ég reyndi að segja áðan. Það er enginn sigur í því að segja Nei. Það er einungis minna skref í ranga átt heldur en að segja Já, en skref í ranga átt engu að síður. Og með því að kjósa ekki, er kannski verið að gefa einhver skilaboð. En það er samt sem áður undirgefni við stjórnvöld að leyfa stjórnvöldum að taka ákvörðunirnar fyrir mann. Þannig að ég mun sennilega fara á morgun og annaðhvort ógilda atkvæðið mitt eða kjósa Nei. En kjósi ég nei verður það gert þannig að ég verði meðvitaður um ósigurinn sem fylgir því. Að ég vara að kjósa eitthvað sem færir málin minna í ranga átt en elli, en í ranga átt engu að síður.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 11:39

8 identicon

Jón og fleiri stjórnarsinnaðir sauðir geta ekki viðurkennt að forystusauðirnir hafi villst af leið og leitt þjóðina í ógöngur!

Því reyna þeir af öllum mætti að tala niður til meirihlutans sem er kominn með uppí kok af ruglinu í þessari ömurlegustu ríkistjórn sem litið hefur dagsins ljós á lýðveldistíma.

Tími Jóhönnu kom, en hún og þið sem kusuð hana þurfið að fara að átta ykkur á því að sá tími er búinn!

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 12:44

9 Smámynd: Víðir Benediktsson

Forystusauðirnir hafa viðurkennt að þeir hafi villst af leið eða hvernig má annars túlka það að þeir ætli ekki að mæta á kjörstað og standa með sínum gjörningi?

Víðir Benediktsson, 5.3.2010 kl. 17:53

10 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ef öll þjóðin myndi hegða sér sem forysta Samfylkingar og VG, hvar værum við þá stödd?

Ef enginn mætti til dæmis á kjördag í sveitarstjórnakosningum, hvað þá?

Erum við virkilega með ráðherra í ríkisstjórn sem finnst lýðræði og kosningarréttur almennings vera til trafala?

Hver réði þetta fólk til starfa, er ekki hægt að segja því upp líka?

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.3.2010 kl. 17:54

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

NEI eru skýr skilaboð til bretanna.. og ríkisstjórnarinnar. 

Óskar Þorkelsson, 5.3.2010 kl. 21:31

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Talsmenn Icesave II segja að þjóðaratkvæðagreiðslan sé tilgangslaus því Icesave II sé úreltur.

Svar:

Það er þjóðaratkvæðagreiðslunni að þakka að Icesave II sé úreltur.

Theódór Norðkvist, 6.3.2010 kl. 00:08

13 identicon

Jón er ekki soldið erfitt að verja þennan vonlausa málstað. Það er ekki langt síðan að þú varðir samninginn með kjafti og klóm, núna viltu ekki taka þátt í fella hann úr gildi þó þið haldið því fram að hann sé gagnlaus og betri samningur liggi í loftinu. Undarlegt að vera í stjórnarliðinu þessa dagana

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband