Forpokað afturhald.

 

Eins og hann Ögmundur vinur minn er ágætur maður..hef ég fáum kynnst sem eru eins þröngsýnir og einsýnir og lítið tilbúnir að skoða önnur sjónarmið en sín eigin..

En sem betur fer fækka óðum þeim íslendingum sem ekki eru tilbúnir að ræða mál frá öllum hliðum og jafn einsýnum mönnum og Ögmundur er fer fækkandi...

En það tekur tíma að koma inn nútíma og víðsýnni hugsun í þjóðfélag sem hefur verið á klafa þröngsýni og einsýni öldum saman... tekur nokkar kynslóðir en Ögmundarkynslóðin er ein þeirra síðustu sem eru á klafa vistbandanna gömlu og vilja ekki frá þeim kvika.

 


mbl.is Aldrei andvígari ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég hef ekki enn rekist á samfylkingarmann eða konu, sem hefur verið tilbúin að skoða hugsanlega aðild að ESB nema frá einni hlið, þ.a.s. þeirri að við ættum að ganga í sambandið strax. Það er erfitt að sjá eitthvað nútímalegt og víðsýnt við þessháttar hugsunarhátt.

Jóhannes Ragnarsson, 17.2.2010 kl. 14:13

2 identicon

Ég tek í sama streng og Jóhannes - því miður.

Eva Sól (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 14:23

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Jóhannes og um leið Ögmundur er samkvæmur sjálfum sér.

Sigurður Haraldsson, 17.2.2010 kl. 14:24

4 identicon

http://www.visir.is/article/20100217/FRETTIR02/289534075

 Einstaklega freistandi ekki satt?

Hrafna (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 14:24

5 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Samþykkti ekki Ögmundur að það yrði sótt um aðild að þessum skrípaklúbbi, svo ÞJÓÐIN gæti tekið afstöðu?

Er þá ekki verið að skoða önnur sjónarmið en hans???

En eins og Jóhannes segir, þá eru ekki til þröngsýnni menn í þessu ESB máli en samfylkingarfólk, þeirra sjónarmið að ganga í skrípaklúbbinn eru þau einu réttu.Er það ekki ÞRÖNGSÝNI?

Sveinn Elías Hansson, 17.2.2010 kl. 14:26

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sorry Jón Ingi aldrei þessu vant þá er ég ekki sammála þér  - líst illa á þennan voðalega hraða hjá þér - eflaust sjálfsagt að skoða málið frá öllum hliðum en þá meira yfirvegað Johnny boj

Jón Snæbjörnsson, 17.2.2010 kl. 14:37

7 identicon

Það má svo ekki láta einhvern skammtíma gróða blinda sig þegar þetta mál er skoðað. Það er ekki víst að Evran verði svo glæsilegur gjaldmiðill eftir 50 ár – þá gæti hún vel verið í svipuðum málum og breska pundið var á sjöunda áratugnum.

Þegar verðmæti hagkerfis og gengi gjaldmiðils þess er skoðað skiptir miklu máli að horfa á náttúruauðlindir og framleiðni. Meðal þess sem við höfum, góður ferðamannamarkaður, gjöful fiskimið, mikið af endurnýjanlegri orku og hreint vatn. Þetta eru allt hlutir sem koma til með að verða stöðugt verðmætari þegar fram líða stundir og munu því styrkja okkur. (Og á meðan við fáum að stjórna þeim sjálf þá munu þessir hlutir endurnýjast og ekki eyðast)

Á meðan Evrópusambandið er að horfa fram á það að það er óhugnalega háð kolefnaorku og með sáralitlar koleefnaauðlindir. Þegar olía, gas og kol munu hækka stöðugt í verði næstu 50 árin og hagkerfi eins og Kína, Indland og Rússland eflast og vaxa þá mun það bitna hrikalega á iðnaði í Evrópu. Kjarnorka er aftur að verða mál málanna og virðist vera helsta úrræðið þegar kemur að því að fullnægja orkuþörf þegar olía og gas þverra. En til þess að byggja kjarnorkuver þarf maður úran - Hvar ætlar Evrópa að fá sitt úran - það er talsvert erfiðara í dag heldur en þegar Bretar og Frakkar voru að byggja sín kjarnorkuver. ESB framleiðir minna en 3% af núverandi úranþörf sinni og það er fyrirséð að úranverð muni rjúka upp á komandi árum, orkuverð mun hækka meira og meira og iðnaðurinn mun gjalda fyrir það.

gummih (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 15:06

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jóhannes... þú hittir ekki marga greinilega. Þjóðin tekur afstöðu í þjóðaratkvæði eftir vandaða kynningu og eftir viðræður.

Að taka afstöðu með eða á móti fyrirfram er ófaglegt og óskynsamlegt.. en andstæðingar ESB aðildar eru aldrei tilbúnir að nálgast mál frá þeim sjónarhóli.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.2.2010 kl. 15:13

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jón Ingi, hvenær hefur þú nokkurn tímann verið tilbúinn að ræða Evrópumálin út frá sjónarhóli þeirra sem ekki vilja í Evrópusambandið? Einmitt, aldrei. En þér fer kannski fækkandi?

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.2.2010 kl. 15:20

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hjörtur... ekki bulla um það sem þú ekki þekkir. Ég er fylgjandi aðild að ESB svo framarlega að það henti okkur og sé þjóðinni hagstætt.. og það veit ég örugglega ekki með því að hlusta á þig.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.2.2010 kl. 15:22

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef ekki verið talsmaður þess að ganga í ESB. En það er auðvitað vonlaust að taka vitræna afstöðu til inngöngu eða ekki, fyrr en við vitum fyrir víst hvað er í pottinum.

Það er mér því hulin ráðgáta hvernig menn sem vilja láta taka sig alvarlega nenna að andskotast þetta og fara hamförum ýmist með eða á móti og fullyrða út í eitt einhverja vitleysu aðeins byggða á hreinum getgátum og þá ekki hvað síst tilfinningum.

Sjáum hverju viðræðurnar skila okkur, höldum ró okkar á meðan. Verði niðurstaðan óhagstæð okkar hagsmunum, verður umsóknin auðvitað felld.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.2.2010 kl. 15:23

12 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess utan, kynntu þér málin. Viðræður við Evrópusambandið eru ekki viðræður þar sem hægt er að semja um hvað eina. Samningssvigrúmið er einmitt mjög þröngt ef eitthvað þar enda er sambandið ekki að fara að aðlagast Íslandi. T.d. verður ekkert samið um vægi Íslands innan þess, það fer eftir íbúafjöldanum hér fyrst og síðast. Í langflestum tilfellum er einfaldlega vitað hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér en sumir nenna bara ekki að kynna sér málið og skammast síðan í þeim sem hafa gert það og myndað sér skoðun í kjölfarið - þ.e. ef sú skoðun er þeim ekki að skapi. Kynntu þér málið Jón!

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.2.2010 kl. 15:23

13 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hjörtur... ég ætla að hlusta á faglega úttekt og faglega nálgun..en ekki forpokaðar umræður manna sem eru fyrirfram á móti eða með...

Mér sama hvað þú gerir...ég nálgast þetta eins og mér finnst skynsamlegast.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.2.2010 kl. 15:31

14 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Hvaðan kemur sú faglega úttekt og nálgun sem þér hentar að hlýða á, Jón Ingi?

mbkv HH

Halldóra Hjaltadóttir, 17.2.2010 kl. 15:41

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Frönsk kona og Ítalskur maður hennar sem ég hef haft talsverð samskipti við nú undanfarið ár segja að innganga í ESB sé feigðarflan og við eigum ekkert erindi inn í það skrifstofubákn sem er stýrt af valdhroka og græðgi.

Sigurður Haraldsson, 17.2.2010 kl. 16:08

16 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Blogghöfundur skrifar:"En það tekur tíma að koma inn nútíma og víðsýnni hugsun í þjóðfélag sem hefur verið á klafa þröngsýni og einsýni öldum saman"

Það sem fyrst og fremst tekur tíma er að losna við fjórflokkstrúarbrögðin. Meðan fjöldinn allur af fólki lætur hjarðeðlið ráða för og kýs sinn rótgróna spillingar- og eiginhagsmunaflokk, er ekki von á að framsýni, víðsýni og skynsemi nái yfirhöndinni við stjórn landsins.

Haraldur Rafn Ingvason, 17.2.2010 kl. 16:29

17 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hvað er það við Evrópusambandið sem við vitum ekki nú þegar? Þessi áróður Samfylkingar að hugsanlega eitthvað sé til sem við vitum ekki lengur er að mistakast algerlega. Íslendingar vita fullvel hvað ESB er og láta ekki þröngsýnt ofsatrúarfólk hlaupa með sig í gönur.

Víðir Benediktsson, 17.2.2010 kl. 18:33

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þegar kemur að eina máli Samfylkingarinnar ESB - mætti helst líkja þessum flokk við sértrúarsöfnuð - þetta ESB - rugl verður ALDREI SAMÞYKKT - tíma&peningaeyðsla -

Óðinn Þórisson, 17.2.2010 kl. 20:53

19 identicon

Mig óar við því hve oft ég er farin að vera á sömu skoðun og Ögmundur!  Fyrst Icesave og nú ESB.  Hef lengi vel verið á báðum áttum um aðild okkar að ESB en er nú alveg orðin sannfærð um að við eigum ekki einu sinni að eyða peningum í að sækja um og sjá til hvað við fáum! Líst ekkert á þetta apparat! Held að við týnumst í skrifræðinu og töpum því litla sem við eigum. Látum þetta bara eiga sig.

Soffía (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 21:07

20 Smámynd: Óskar Þorkelsson

vá.. frönsk kona sagði það...  Sigurður Haraldsson, þetta var ferlega fyndið :)

Óskar Þorkelsson, 18.2.2010 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband