Of gott til að vera satt ?

 

Sigmundur Davíð formaður Framsóknarflokksins hefur verið rólegur, samvinnufús og tiltölulega jákvæður síðustu daga. Það hefur gefið ýmsum vonir um að hann sé að átta sig á tilgangsleysi upphrópana og æðisviðbragða við öllum málum.

Margir voru farnir að vona að formaðurinn væri byrjaður að átta sig á mikilvægi samstöðu og samvinnu á þinginu.

En óneitanlega hrekkur maður við þegar maður sér að formaðurinn ætlar enn að taka annan pól í hæðina en hinir þegar kemur að Icesave. Icesave er eins og kunnugt er á heilanum á formanni þessa annars ágæta flokks.

Ef á að ná einhverjum öðrum samningum en þeim sem þegar liggur fyrir er skilyrðið að allir gangi í takt og viðsemjendur okkar geti treyst því að það sé pólítísk sátt sé um málið og ekki von á frekari uppákomum ... enda hver vill hafa svona mál hangandi árum saman.

Því setur að manni hroll þegar formaður Framsóknarflokksins, þessi sem hefur verið í fríi að undanförnu, formaðurinn sem ekki vill og getur unnið í takt birtist á ný... þá heldur þetta mál áfram að vera þjóðinni til stórtjóns og milljarðakostnaður hleðst upp á viku hverri sem það er óleyst..

En vonum það besta og gerum ráð fyrir að þetta séu fráhvarfseinkenni sem hverfa á ný .. Smile


mbl.is Vill kjósa um Icesave þótt nýr samningur verði gerður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

"þessi sem hefur verið í fríi að undanförnu, formaðurinn sem ekki vill og getur unnið í takt birtist á ný... þá heldur þetta mál áfram að vera þjóðinni til stórtjóns og milljarðakostnaður hleðst upp á viku hverri sem það er óleyst.."

Alveg lýsandi setning á formanni þínum henni Jóhönnu Sigurðar.

Carl Jóhann Granz, 10.2.2010 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband