Eigum við að borga lýðskrum Indefence og Sigmundar Davíðs ?

 

Maður velti fyrir sér hverjir það væru sem greiddu fyrir áróður Indefence-hópins... innherjanna úr Framsóknarflokknum.

Þeir hafa eytt milljónum og aftur milljónum í áróðri sínum gegn Icesave og sannleikurinn hefur ekki vafist fyrir þeim löngum stundum.

En nú fáum við aðeins sýnishorn af því hvert reikningarnir eru að berast. Alþingi segir að upphæðin sé 10x hærri en vænst var...

Hverjir voru það sem pöntuðu þjónustuna og það var látið eftir þeim að taka mark á þessari stofu... vill einhver rifja það upp fyrir mér hverjir það voru sem fengu þessa stofu með í málið sem enn einn vinkilinn á þessu bullmáli.

Og hver var svo innheimtustjórinn..annar en sérlegur ráðgjafi formanns Framsóknarflokksins Jón Daníelsson...titlaður hagfræðingur.


mbl.is Tífalt hærri reikningur en vænst var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við eigum að senda málið fyrir dóm. 90% líkur að íslenska ríkið vinni málið fyrir dómi. Þá  verður allur kostnaður dæmdur á Breta og Hollendinga. Af hverju skilur ríkisstjórnin þetta ekki? Er þeim svona mikið í mun að eyða skattfé almennings í ekki neitt þessa dagana, að ekkert annað kemst að?

joi (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 16:29

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

joi... milliríkjadeilur fara ekki fyrir dómstóla nema báðir aðilar máls vilji það.. og þar ráðum við engu ef Bretar og/eða Hollendingar vilja það ekki.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.2.2010 kl. 16:33

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ótrúlegt þetta  Jón Ingi (við hljótum að vera sammála hér ?)

Jón Snæbjörnsson, 8.2.2010 kl. 16:36

4 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Jón Ingi við  getum fengið úrskurð einhliða ef Brétar og Hollendingar þora ekki. Per Sanderud forstjóri  hjá ESA sem fer með það eftirlit að  EFTA ríkin standi við skuldbindingar sínar samkvæmt EES samningnum sagði að það sem þarf að gerast er að Íslensk stjórnvöld þurfa bara að sækja um það.

Elís Már Kjartansson, 8.2.2010 kl. 16:52

5 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

ef við gerum ekkert þurfa bretar og hollendingar að stefna okkur. ef þeir ætla að sækja rétt sinn, svokallaða.

Jóhann Hallgrímsson, 8.2.2010 kl. 16:54

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég botna ekkert í þessum geðvonskupistli. Hvernig tengist Indefence og þeirra barátta því að bresk lögfræðistofa er að vinna fyrir Alþingi í erfiðri milliríkjadeilu?

Hvernig geturðu röflað yfir 25 millj. kr. reikningi þegar þú ert sjálfur að berjast fyrir því að 500.000 millj. kr. reikningi verði skellt á herðar komandi kynslóða fyrir skuld sem þær stofnuðu ekki til?

Theódór Norðkvist, 8.2.2010 kl. 16:54

7 identicon

Hvað finnst þér um nýjasta útspil Kristrúnar Heimisdóttur í Icesave málinu Jón Ingi?

Ert þú sammála því að lengra hafi ekki verið komist en samningur nr 2 sagði til um?  Eða hefðir þú viljað sjá samning nr 1 samþykktan blindandi eins og til stóð af þínum flokki?

Þar sem þú hefur barist ötullega fyrir því að samningurinn yrði samþykktur þegjandi og hljóðalaust frá upphafi, þá langar mig að spyrja þig hvernig þú lítur á stöðuna eins og hún er í dag.   Viltu enn að samningur nr 2 verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu eða telur þú að hægt sé að gera betur?

Hvað finnst þér um orð Kristrúnar þess efnis að Brussel viðmiðin hafi ekki verið höfð að leiðarljósi við samningagerðina og hvað með þær athugasemdir Jóhönnu Sig um að ef til vill hefði verið betra að fá reyndari samningamenn en Svavar og Indriða til að semja við Breta og Hollendinga?   

Finnst þér ekkert að því að samfylkingin (sem upphaflega vildi samþykkja samninginn blindandi) sé núna, EFTIR AÐ FORSETINN SYNJAÐI LÖGUNUM UNDIRSKRIFTAR sé að poppa upp með efasemdir um að samningurinn sé sá besti sem hægt var að ná?   Hvað segir þetta manni um flokkinn og hans vinnubrögð.  Eða er þetta kannski allt Vinstri Grænum að kenna?

Hrafna (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 17:00

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Theódór..ættir að kynna þér það... .. Aðrir...

þessi pistill fjallar ekki um Icesave heldur hvernig þeir sem hæst hafa farið í því máli hafa staðið að verki..þó svo allir virðist forðast að ræða það ...en byrja enn einu sinni að drepa á dreif.

Ég er hættur að ræða Icesave.. það mál er vonandi í farvegi og úr höndum skemmdaverkamanna .

Jón Ingi Cæsarsson, 8.2.2010 kl. 17:12

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hrafna... ég hef ekki barist fyrir neinu sérstöku efnislega heldur að menn komi sér saman um að leysa þetta mál af skynsemi... og án þess að öll orkan fari í rugl og bull eins og fram að þessu.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.2.2010 kl. 17:14

10 identicon

Jón það er allveg með ólíkindum, hve lágt þú leggst til að fela aumingjaskapinn ykkar

Indefence hefur staðið með þjóðinni frá fyrsta degi

Sigmundur Davíð hefur barst í þessu máli með Íslendingum

en Þú?

Jóhanna?

Steingrímur?

fjármálaráðherra hollands

fjármálaráherra Bretlands

enda segir Kristrún núna, þvílíkur afleikur , þvílík samninganefnd , þvílíkur samningur

samkvæmt Brussel viðmiðunum, þá er þessi samningur fallinn, það viðurkenna flestir, nema Þú , Jóhanna og Steingrímur og nokkrir aðrið ESB elskendur

siguróli Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 17:18

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Siguróli: Halelúlja !!! Þökkum drottni.

Finnur Bárðarson, 8.2.2010 kl. 17:43

12 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er sama hvað hver segir þessi reikningur er fásinna við þurfum að borga. Ég rek fyrirtæki og fæ oft einhverja til að gera eitthvað fyrir mig þá spyr ég um verð og út frá því geng ég ef ég fengi tíu sinnum hærri reikning myndi ég ekki borga hann þeyandi og hljóðalaust enda veit ég að eingin ykkar myndi gera það ef um ykkur væri að ræða!

Það er nefnilega málið það er ætlast til að við borgum allt á endanum.

Sigurður Haraldsson, 8.2.2010 kl. 17:46

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er að reyna að kynna mér málin og er að spyrja þig, Jón: Hvernig tengist Indefence og þeirra barátta reikningi breskrar lögmannsstofu til Alþingis?

Þú tengir þetta tvennt saman á einhvern óskiljanlegan máta og spyrð hverjir pöntuðu þjónustuna. Var það Indefence? Geta þau ágætu samtök kallað til rándýra lögmannsstofu og látið senda Alþingi reikninginn? Mikil eru völd þeirra.

Theódór Norðkvist, 8.2.2010 kl. 17:52

14 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Siguróli.... sterk er Framsóknartrú þín... Sigmundur Davíð hefur bara orðið sér til skammar í þessu máli og það sjá allir nema innmúraðir Framsóknarmenn eins og þú..

Theódór... það er gaman að bloggi Jóhanns Haukssonar... smá brot úr því

" Það er hins vegar nánast hámark ósvífninnar að miðlungi hátt skrifuð  lögmannsstofa í Bretlandi sé gerð að moldviðrisumræðu fyrir kjósendur í boði Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um og fyrir jól og áramót.

Ég er að tala um lögmannsstofuna Mishcon de Reya.

Bjarni og Sigmundur Davíð lögðu allt kapp á að fá álit í bak og fyrir um Icesave fyrir jól og áramót. Heimtuðu Mishcon de Reya. Þyrluðu upp miklu fárviðri sem endaði með blysför til Bessastaða á vegum kampavínsklúbbs miðaldra karla úr Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum.
Eins og DV greinir frá í dag hefur þessi lögfræðistofa sent fátækri þjóð 25 milljóna króna reikning í boði Sigmundar Davíðs og Bjarna Ben. Þar af á góðvinur Sigurðar Kára Kristjánssonar,  aðstoðarmanns Bjarna, að fá 10 milljónir króna. "

Jón Ingi Cæsarsson, 8.2.2010 kl. 18:11

15 identicon

þetta er bara venjulegt froðusnakk! það tekur enginn mark á svona bulli.

Þórarinn Baldursson (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 18:19

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Kemur mjög á óvart.  NOT.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.2.2010 kl. 18:44

17 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvað ætli álit lögmannsstofunnar sem ríkisstjórnin fékk fyrir sig hafi kostað? Sú stofa er miklu stærri en þessi og vafalaust með taxta í samræmi við það. Þess utan, hver sá um að semja við þessa stofu um kaup og kjör? Stjórnarandstaðan?

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.2.2010 kl. 18:44

18 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Svo ég svari eigin spurningu mun það hafa verið Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar Alþingis og samflokksmaður þinn Jón Ingi, sem samdi við brezku lögmannsstofuna um kaup og kjör.

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.2.2010 kl. 18:53

19 identicon

 Barist fyrir því að menn komi sér saman um að leysa þetta mál af skynsemi segir þú!  Þú hefur ekkert skafið af því hver sú skynsamlega niðurstaðan ætti að vera hingað til.  Þess vegna langaði mig að spyrja þig hvað þér þætti um nýjasta útspil Kristrúnar og Jóhönnu.  Að standa upp löngu eftir að þingið er búið troða samningnum gegnum þingið og viðurkenna að kannski var þetta ekki svo góður samningur eftir allt saman.   Hefuru ekkert um það að segja?  Stendur þú ennþá fast á því að betri samningar fáist ekki og að þjóðin eigi að samþykkja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Og hvernig þú fléttar kostnað lögmannsstofunnar við Indefence, Bjarna Ben og Sigmund Davíð er með ólíkindum.  

Hrafna (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 18:57

20 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Kostnaður við erlenda lögfræðiaðstoð er óneitanlega hár, en á alls ekki að koma neinum á óvart.  Það kemur ekki fram í Morgunblaðsgreininni hve mikið Mishcon de Reya rukkar, en gera má ráð fyrir að það sé eitthvað nálægt 500 pund á tímann, miðað við það sem tíðkast hjá sérhæfðum lögfræðistofum í Bretlandi.  Þetta eru því eitthvað nálægt 240 tímar til að ganga frá 86 blaðsíðna skýrslu sem fer lögfræðilega yfir mörg atriði í samningunum sem eru óneitanlega mjög mikilvæg fyrir Ísland.

Spurningin á ekki að vera hvort 25 milljónir séu of mikið, heldur hvort skýrslan sem Mishcon de Reya skrifaði sé gagnleg og geti mögulega hjálpað okkur að lækka Icesave greiðslurnar.

Mikilvægasti kaflinn í skýrslunni er líklega 1. UK Settlement Agreement (bls. 10-26), sem fjallar mjög ýtarlega um ákvæði 4.2(b), það sem hefur stundum verið kallað Ragnar Hall ákvæðið á Íslandi. Eitt og sér eykur þetta eina ákvæði, algjörlega að óþörfu, fjárhagslegar skuldbindingar Íslands líklega yfir 200 milljarða.

Ef við getum nýtt skýrslu Mishcon de Reya til að lækka okkar skuldbindingar um 200 milljarða eða jafnvel meira, þá eru þessar 25 milljónir króna vel þess virði! 

Bjarni Kristjánsson, 8.2.2010 kl. 19:14

21 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já ef núna er tækifærið að stjórnarsinnar fari að lesa það er forsetanum að þakka annars hefði þessi gjörningur verið til einskins.

Sigurður Haraldsson, 8.2.2010 kl. 23:20

22 identicon

!vill einhver rifja það upp fyrir mér hverjir það voru sem fengu þessa stofu með í málið "?

Ef mig misminnir ekki þá var það Svavar Gestsson og samninganefnd Íslands sem fyrst leituðu til Mischon de Reya um álit á samningagerð í Icesave málinu. Það áli mátti nú reyndar ekki sýna utanríkisráðherra óbreytt, og týndist svo reyndar og fannst síðar undir stól í fjármálaráðuneytinu. En til að svara spurningunni þá var það sem sagt samninganefnd Íslands sem"fékk þessa stofu inn í málið".

Jóhannes Þ. Skúlason (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 23:58

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þeir eiga eftir að verða landinu dýrir indefens-skaðamenn ásamt sjöllum og frömurum.

Upphafleg átti miskon að vinna að verkefni varðandi eignir landsbankans í UK - en þá létu þeir fylgja eitthvert "álit" þar sem þeir rugluðu eitthvað varðandi evrópski innstæðutrygginguna - sem var ekkert relevant varðandi verkefni það er þeir áttu að sinna.

Hátternið þá þegar dáldið undarlegt og ekki yrði maður hissa þó oft væri í holti heyrandi nær.

En það tilefni sem nú er til umræðu var beinlínis að frumkvæði indefensstrumpa og sjall-framara.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.2.2010 kl. 02:07

24 identicon

sæll Jón, ég segi þegar ekki kannski Sigmundur og co ná að klára mun betri samning í Iceasave, þá skalttu blogga um það hver eigi að skammast sín

siguróli kristjánsson (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 08:51

25 identicon

Það er fátt um svör.

Hrafna (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 09:24

26 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hrafna... þú skilur væntalega islensku. ?? þetta blogg fjallar ekki um Icesave.. það fjallar um Indefence.. Framsóknarflokkinn og peningaplokk skjólstæðinga þeirra.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.2.2010 kl. 13:53

27 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þegar verið er að verja aðgang að peningaveitum út um allt samfélag, er sko í lagi að spandera nokkrum millum, nóg til.

Áróðurherferðir, málþóf og forsetaneitun hefur örugglega kostað háar fjárhæðir og þær verður erfitt að fá reiknaðar og viðurkenndar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.2.2010 kl. 17:02

28 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Aumingja Hólmfríður þú ert stór sködduð af flokksræði samfylkingarinnar sérðu ekki að það er sami grautur í sömu skál þessir fjórflokkar allir sem einn með smá undantekningum þó. Hólmfríður ef þú átt afkomendur þá myndir þú ekki láta svona nema þú sért siðblind getur þú svarað hverjir hafa þurft að svara til saka vegna þjófnaðar úr kerfinu og hvar eru þeir peningar sem stolið var?

Sigurður Haraldsson, 10.2.2010 kl. 12:20

29 identicon

Ég spurði þig heldur ekki bara um Icesave.  Var að spyrja þig um hvað þér þætti um grein Kristrúnar Heimis og orð Jóhönnu Sigurðar um samninganefndina í ljósi þess að flokkur þinn var tilbúinn að samþykkja skuldaklafann óséðan og marg ítrekaði að lengra yrði ekki komist.

Ertu bara hlaupinn í felur um leið og Icesave umræðan verður vandræðaleg fyrir þig? 

Og hvernig færðu það út að þetta sé peningaplokk Indefence, Framsóknar og Sjálfstæðisflokk? 

Segðu mér,  hver samdi við lögmannsstofuna um greiðslur?  (eða ertu allt í einu hættur að tala um þetta málefni líka?)

Hrafna (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 22:38

30 Smámynd: Kristinn Pétursson

Nú er tækifæri fyrir alla að hætta þessu pexi um þetta mál - taka frekar höndum saman  - allir flokkar - og láta svo erlenda fagaðila  leiða nýjar viðræður frá grunni.....

Setja allt gamla draslið  í  Sorpu...... nema nokkur afrit fyrir þjóðskjalasafnið. Það má svo hafa þar sérherbergi fyrir; ....

"hörmungarsögu Icesave málsins þar til þverpólitísk sátt náðist"...

Kristinn Pétursson, 11.2.2010 kl. 03:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband