Oddeyrin – uppbygging og endurnýjun.

 Oddeyri er næst elsta hverfi Akureyrar. Þegar byggð var orðin þétt og lóðarskortur farin að herja á kaupmenn og íbúa í Fjörunni og Innbænum horfðu kaupmenn til Oddeyrar til uppbyggingar og framtíðar. Uppbygging þar hófst að marki á 7 ártug 19. aldar og enn standa þau hús sem hvað fyrst risu á svæðinu. Það eru svokölluð Gránufélagshús sem í daglegu tali bæjarbúa ganga undir nafninu Vélsmiðjan eða Pollurinn.

Gránufélagið var frumherji í uppbyggingu á þessu svæði og beinar göturnar á sunnanverðri Eyrinni eru afrakstur fyrsta formlega skipulags á Akureyri.  Heldur hefur sigið á ógæfuhliðina á þessu svæði undanfarna áratugi og er nú svo komið að stór svæði á Tanganum eru illa nýtt eða ekki. Þar er mikið af skúrum og illa förnum húsum sem þarfnast endurnýjunar.

 Því hafði ég frumkvæði að því að stofnaður yrði rýnihópur til að kanna stöðuna og gera tillögur í framhaldi af því. Valið var í hópinn af kostgæfni og þar áttu sæti fulltrúar hverfisnefndar Oddeyrar, fulltrúi atvinnulífs á svæðinu, frá hafnarstjórn, fulltrúi íbúa auk kjörinna manna úr skipulagsnefnd.Hópurinn tók sér eitt ár að vinna þessa samantekt og tillögur og skilaði þeim á dögunum til skipulagsnefndar. Nú hafa skipulagsnefnd og bæjarráð afgreitt þessa skýrslu jákvætt og falið skipulagsnefnd að hefjast handa á svæðinu með uppbyggingu í huga.

Þar var bókað. Meirihluti bæjarráðs er sammála greinargerð vinnuhópsins í meginatriðum og felur skipulagsnefnd að  hefja undirbúning að endurskoðun á aðal- og deiliskipulagi Oddeyrar.  Aðrar tillögur hópsins þarf að skoða nánar í samráði við íbúa, hafnaryfirvöld og hagsmunaðila.
Oddur Helgi Halldórsson og Baldvin H. Sigurðsson sátu hjá við afgreiðslu.

Það eru góð tíðindi að bæjarráð taki þessa afstöðu og nú er okkur ekkert að vanbúnaði að hefja endurreisn Oddeyrarinnar þar sem mikið svæði hefur verið vannýtt og ekkert nýtt í áratugi. Jafnframt þessu gefst tækifæri að hefja endurreisn gömlu íbúahverfanna á efri hlutanum, þar þarf að endurnýja götur og gangstéttar og fylla upp í auðar, vanhirtar lóðir með fallegum húsum í stíl við gömlu byggðina.

Vonandi bíður þessa svæðis björt framtíð endurnýjunar og endurreisnar næstu árin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818160

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband