Vanhæfur umhverfisráðherra ?

Aðdragandinn að því að Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar varð umhverfisráðherra var býsna skammur. Hann lýsti honum í viðtali við Síðdegisútvarp Rásar tvö í dag, sem hann var í ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra og Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra.

VG leysti innnanhúsvandamál sín með að kalla til ráðherra utan þings.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson mikill baráttumaður fyrir náttúru Íslands verður umhverfisráðherra.

Það er í sjálfu sér mikið ánægjuefni fyrir þá sem vilja berjast fyrir góðum málum á því sviði.

Katrín Jakobsdóttir virðist hafa kallað hann til leiks í miklu hraði, kannski án þess að hugsa mál til enda.

Það kom fram í Kastljósi að þáttarstjórnandi nefndi þann möguleika að nýr umhverfisráðherra gæti verið vanhæfur þegar kæmi að því að fjalla um mörg og stór mál sem bíða þess að verða leidd til lykta.

Guðmundur Ingi var auðvitað starfandi hjá samtökum sem hafa verið mjög árásargjörn og höfðað fjölda mála gegn ríkinu, því sama ríki og hann nú að að verja og starfa fyrir.

Það verður fróðlegt að sjá hvar vanhæfilínan verður dregin þegar kemur að því að árekstrar verða.

Kannski voru það mistök í tímaþröng að stökkva á kost sem virtist góður en gæti verið laskaður vegna  fyrri starfa.

Þá hefði verið betra að taka þingmenn sem voru tiltækir í þetta verkefni frekar en reyna að sleppa af króknum.

Ari Trausti og Lilja Rafney voru klár í slaginn.

Katrín bara vildi þau ekki.


Katrínarsstjórnin hefur ákveðna sýn í sjávarútvegs og auðlindamálum.

2017 kjúlSkipan sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra tekur af allan vafa hver stefna Katrínar Jakobsdóttur og félaga er í sjávarútvegsmálum og auðlindamálum.

Það þarf ekki að lesa stjórnarsáttmálann til að átta sig á hver sú stefna er.

Nýr ráðherra segir allt sem segja þarf þegar horft er til stefnunnar í þeim málaflokki.


Veikburða ríkisstjórn leggur af stað í leiðangur.

Jón Gunn­ars­son, sam­gönguráðherra sein­ustu rík­is­stjórn­ar, yf­ir­gaf Val­höll áður en þing­flokks­fundi flokks­ins, þar sem ráðherra­skip­an­in var til­kynnt, var lokið.

Það er veikburða ríkisstjórn sem er að leggja af stað í leiðangur.

Mjög margir veikleikar opinberast í upphafi, sem er ekki undarlegt í ljósi þess hvaða flokkar eiga í hlut.

Hjá Sjálfstæðisflokknum eru í það minnsta tveir sem eru í fýlu.

Jón Gunnarsson sem þykir hafa verið duglegur fær ekki ráðherra, þess í stað setur Bjarni hinn verklausa Kristján Þór enn einu sinni í forgang.

Páll Magnússon er í framhaldsfýlu, styður ekki ráðherralista formannsins.

Hjá VG eru þegar tveir af ellefu þingmönnum dottnir af skaftinu, styðja ekki þessa ríkisstjórn.

VG ögrar síðan íhaldsflokkunum með að gera einn erfiðasta andstæðing stefnu þeirrra í virkjana og raforkumálum að umhverfisráðherra.

Það mun örugglega fara í taugar margra Sjálfstæðis og Framsóknarmanna.

Það eru því aðeins 31 þingmaður sem styður þessa ríkisstjórn þó svo Jón hafi lýst öðru yfir, fýlan leynir sér ekki.

Eins og það hefur verið orðað, haltrandi ríkisstjórn sem er að leggja af stað í leiðangur.

Sagan segir að engin þriggja flokka ríkisstjórn hefur lifað heilt kjörtímabil.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur  mun örugglega ekki breyta því.


mbl.is Jón yfirgaf Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. nóvember 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband