Færsluflokkur: Bloggar
25.7.2020 | 21:45
Lundargata 17 b. Hvað er til ráða ?
Á Eyrinni nánar tiltekið við Lundargötu er húsarúst í óviðunandi ástandi. Aðalhúsið á lóðinn var rifið eftir að þar kviknaði í en eftir stendur skúr sem byggður var 1943.
Þessi skúr var byggður sem rafmagnsverkstæði en var síðan lengi notaður sem íbúðarhúsnæði.
Árum saman hefur þessi skúr verið að grotna niður. Fyrir nokkuð mörgum árum fór nágrannar og lokuðu gluggum og úthurð til að hindra aðgengi barna og annarra inn í skúrinn. Snemma í vetur var búið að rífa frá þessa gömlu hlera og skúrinn stendur opinn og er vafalaust mikil slysagildra og auðvitað eldhætta í meira lagi fari þarna inn óvitar og fara að fikta.
Nágrannar hafa haft samband við bæjaryfirvöld og lögreglu og leitað eftir úrbótum.
Enginn hér veit hver eigandi þessa kofaræsknis er og kannski veit hann það ekki sjálfur.
Eins og málin standa núna virðist úrræðaleysi og tómlæti bæjaryfirvalda algjört og eigandinn gengst ekki við ábyrgð sinni.
Þessu ástandi verður að linna því þessi staða er óboðleg fyrir nágranna og ímynd Oddeyrar. Þetta tómlæti ber bæjaryfirvöldum dapurt vitni.
Ég kalla eftir aðgerðum bæjaryfirvalda og skora á þau að girða sig í brók og koma málum þarna í lag.
Þau skulda nágrönnum og öðrum Eyrarpúkum að gera eitthvað í málum.
Bloggar | Breytt 30.7.2020 kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2020 | 19:59
Skógarferð Icelandair.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Flugfreyjufélags Íslands til félagsmanna sem fréttastofa hefur undir höndum. Stjórn og trúnaðarráð FFÍ fundaði í dag og komst að þeirri niðurstöðu að boða allsherjarvinnustöðvun sem verður ótímabundin og hefst klukkan 00:01 þriðjudaginn 4. ágúst 2020. Vinnustöðvunin tekur til allra starfa flugfreyja og flugþjóna um borð í flugvélum Icelandair.
Icelandair er ekki í rekstrarhæfu ástandi.
Félagið hefur sagt upp öllum flugfreyjum og flugþjónum og ætla að láta flugmenn ganga í störf þeirra.
Félagið hefur slitið viðræðum og segist ætla að semja við aðra. Fordæmalaus ósvífni og brot á öllum lögum og viðmiðunum vinnumarkaðarins.
En félagið rekur sig á vegg.
Verkföll flugfreyja framundan, varla ríkir mikil gleði hjá flugmönnum að vera neyddir til að ganga í störf brottrekinna félaga sinna.
Lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar munu varla taka þátt í hlutafjáraukningu, hver vill leggja milljarða í svona maðkaveitu ?
Stjórnvöld eiga aðeins einn leik í stöðunni. Yfirtaka rekstur félagins til einhverrar framtíðar, skipta út forstjóra og stjórn og leita leiða til að endurheimta traust verkalýðshreyfingar, fjárfesta og annarra þeirra sem þurfa að halda fyrirtækinu gangandi.
Sennilega betri kostur en láta það fara á hausinn sem blasir við í stöðunni núna.
Vonandi áttar ríkisstjórnin sig á því að það er ekkert svigrúm til að hugsa sig um til haustins eða taka um þetta samtal.
Það þarf að grípa inn í NÚNA.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2020 | 19:38
Blaut tuska dómsmálaráðherra.
Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn á Akureyri, segist svekkt eftir fund sinn með dómsmálaráðherra, fangelsismálastjóra, nýjum lögreglustjóra Norðurlands eystra, bæjarstjóra og bæjarstjórn Akureyrarbæjar vegna fyrirhugaðrar lokunar fangelsisins á Akureyri. Hún telur að ekki muni nást sátt um málið.
Nýr lögreglustjóri á Norðurlandi eystra tók til starfa fyrir nokkrum dögum. Í vöggugjöf fékk hún blauta tusku í andlitið frá dómsmálaráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að leggja niður fangelsið á Akureyri og taka fjármagnið til brúks á Suðurlandi og Reykjavík.
Eftir stendur að lögregluembættið á Norðurlandi eystra þarf að auka mannskap og ráða til starfa fólk til að sinna fangagæslu á Akureyri því auðvitað þarf að reka fangelsi áfram þó Fangelsismálasstofnun hlaupi á brott með aðstoð Sjálfstæðismanna.
Nýr lögreglustjóri var ekki sátt við þessa gjöf dómsmálaráðherra frekar en aðrir sem til málsins þekkja. Blaut tuska í andlit hennar á fyrstu dögum í embætti.
Dómsmálaráðherra er því að ganga erinda Fangelsismálastofnunar en kostnaðurinn hverfur ekki, hann færist bara á herðar lögregluembættis á Norðurlandi. Afar dómgreinarlaus gerningur og óþolandi samráðsleysi.
Fyrst og fremst er þetta mikill skortur á yfirsýn og fullkomið dómgreindarleysi, sem er fyrst og fremst á ábyrgð dómsmálaráðherra og Sjálfstæðisflokksins.
Þingmenn stjórnarflokkanna í kjördæminu hafa ekki haft um þetta mörg orð, þó hafa þingmenn Framsóknar og VG lýst óánægju sinni og svo auðvitað þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna.
Ef væri eitthvert bein í þingmönnum stjórnarflokkanna hér þá auðvitað mundu þeir stöðva þetta gönuhlaup ráðherrans.
En þögnin segir okkur að þeir eru bara sáttir við þetta þingmenn Sjálfstæðisflokkins og þó VG og Framsókn nöldri formsins vegna þá auðvitað ráða þau engu.
Kærar þakkir þingmenn Sjálfstæðisflokksins á NA kjördæmi, þið standið ykkur vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2020 | 11:41
Hvannavallareitur - loksins ?
Nú er í auglýsingu tillaga að fyrirkomulagi á Hvannavallareit. Það er reiturinn á hornum Glerárgötu, Tryggvabrautar og Hvannavalla.
Þessi reitur er búinn að vera lengi í vinnslu og þegar fyrir hrun voru komnar fram tillögur um uppbyggingu þar. Það er orðið löngu tímabært að byggja upp þennan reit og loka þar með ljótu sári á lykilstað í bænum. Gamlar byggingar að grotna niður og víðáttumikil malarplön eiga ekki að vera á stað sem er lykilstaður í bænum.Tillaga sem nú hefur er í auglýsingu hefur marga kosti.
- Lokið er við húsalínuna við Glerárgötu norður að Tryggvabraut.
- Unnið er með horn Glerárgötu og Tryggvabrautar með það í huga að þar er innkoman í bæinn.
- Tryggvabrautin endurhönnuð.
- Byggingarreitur meðfram Tryggvabraut og gert ráð fyrir 60 íbúðum á svæðinu.
- Hringtorg á horni Hvannavalla og Tryggvabrautar.
- Gert ráð fyrir að úr sér gengin hús austast á reitnum hverfi.
- Þar verði gert ráð fyrir einnar hæðar verslunarrými. ( sem hefur fram að þessu verið eitt helsta deiluefni varðandi þennan reit.)
Hvað ber að varast að mínu mati.
- Tryggja þarf að umferð út af bílastæðum eigi ekki leið til suðurs eftir Hvannavöllum inn á Eyrarveg. Það má leysa með banni við hægri breygju suður Hvannavelli við útkeyrsluna.
- Að tryggja að ekki verði reist þarna einnar hæðar verslunarbygging í fyrsta fasa og síðan gerist ekkert á norður og vesturhluta reitsins.
- Byggja þarf upp á reitunum í samfellu en ekki með áratuga bútasaumi eins og við þekkjum of vel hér í bæ.
Allir sem hafa skoðun á svona málum þurfa endilega að senda inn athugsemdir og láta í sér heyra. Skipulagsyfirvöld þurfa aðhald og eftirlit og það er best tryggt með að bæjarbúar séu vel vakandi þegar kemur að framtíðarskipulagi Akureyrar.
Jón Ingi Cæsarsson f.v. formaður Skipulagsnefndar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2020 | 20:20
Afætukerfi í boði stjórnvalda.
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur tekið bráðabirgðaákvörðun þar sem Íslandspósti er gert að fresta gildistöku niðurfellingar á viðbótarafsláttum fyrir magnpóst. Félag atvinnurekenda (FA) gaf út tilkynningu fyrr í dag þar sem sagt er að með þessu sé PFS að stöðva ríkisfyrirtæki í að drepa samkeppni.
FA fer hér með staðlausa stafi. Söfnunarfyrirtækin eru ekki í samkeppni við Póstinn. Þau eru ekki að dreifa, þau eru ekki að reka póstfyrirtæki.
Það sem þau eru að gera er að safna saman pósti hjá fyrirtækjum, póstleggja hann, og fá hámarksafslátt sem Íslandspóstur er skyldugur að veita samkvæmt reglum um afslætti.
En þessi fyrirtæki bera engan kostað af póstþjónustu við landsmenn.
Það er ekki nóg með að Póstinum sé gert að veita hámarksafslátt heldur að dreifa öllum þessum pósti samkvæmt rekstarleyfi á alla staði án nokkurrar aðkomu ríkisvaldsins vegna póstdreifingar á óarðbærum svæðum.
Samandregið, söfunarfyrirtækin fitna á kostnað póstþjónustunnar í landinu en Íslandspóstur sem rekinn hefur verið með tapi síðustu tvö árin er gert að dreifa á undirverði.
Það kostar að leita verður sársaukafullra sparnaðaraðgerða og fyrst og fremst eru það póstmenn sem gjalda fyrir það með atvinnumissi.
Afætukerfi í boði stjórnvalda varið af Póst og fjar.
Hætt við ef viðhalda á svona kerfi verður póstþjónusta á Íslandi seint sjálfbær.
En söfnunarfyrirtækin fitna en gera ekki neitt annað en viðhalda sjálfum sér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.6.2020 | 16:10
Að nöldra af sér fylgið.
Lítið að gerast í könnunum nema hvað Samfylkingin rýkur upp en Miðflokkur Sigmundar dalar hraustlega.
Kjósendur eru ekki að heillast af fíflagangi þessa undarlega flokks og almennum leiðindum.
Þingmenn tala tugi klukkustunda og rífa af flokknum fylgi um prósent á hverjum 10 tímum. Vel gert.
Framsóknarflokkarnir tveir eru nú samtals með 14% og á niðurleið. Stutt í útrýmingu Framsóknar samkvæmt því.
Eins og stundum áður kemur fylgistap Miðflokksins fram í lítilsháttar aukningu hjá Sjálfstæðisflokknum.
Frjálslyndu flokkarnir eru nærri 40% fylgi eða meira en stjórnarflokkarnir samtals.
Það er erfiður vetur framundan hjá ríkisstjórn íhaldsflokkanna og það má mikið vera ef VG lætur Sjálfstæðisflokkinn stjórna sér áfram.
Ríkisstjórnarflokkarnir eru samtals með undir kjörfylgi og stjórnin fallin væri kosið nú.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2020 | 12:31
Nátttröllin tala. Miðflokkurinn er fyrirbæri.
Þingmenn Miðflokksins hafa gagnrýnt mjög áform um uppbyggingu borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, í umræðum um samgönguáætlanir fyrir næstu fjórtán árin. Þeir hafa sagt að verkefnið sé dýrt, ólíklegt til að skila árangri og þrengi að annarri umferð en almenningssamgangna.
Miðflokkurinn er skrítin skrúfa.
Móti flestu sem horfir til framtíðar.
Á sama stað og þegar símanum var mótmælt af forverum þeirra.
Svo ætla líka 48% kjósenda þeirra að kjósa 8% frambjóðandann.
Útvarp Saga er svo vettvangur þeirra til skoðanaskipta enda hefur sú útvarpsstöð skilað skemmtilegum og stórfróðlegum skoðanakönnunum.
Fyrirbæri eins og Miðflokkurinn með sitt 10% fylgi er nauðsynlegt viðmið fyrir alla hina. Þar er botninum náð.
Nú eru Miðflokksmenn enn og aftur komnir í gagnslaust málþóf enn og aftur, sér til skemmtunar en flestum öðrum til leiðinda.
Náttröll fortíðar talar þarna í gegn við okkur 21. aldarfólk til fróðleiks en ekki eftirbreytni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2020 | 10:14
Tillaga að breytingu aðalskipulags Oddeyrar er dauð.
Alls bárust 68 athugasemdabréf frá almenningi og fimm umsagnir, frá hverfisnefnd Oddeyrar, Isavia, Minjastofnun, Norðurorku og Vegagerðinni.
Nú liggja fyrir að athugsemdir og umsagnir við tillögu að nýju aðaskipulagi fyrir afmarkaðan reit á Oddeyri. Tillaga um allt að 11 hæðir var dregin til baka í fyrra og lögð fram ný þar sem hæð húsa mátti vera 6 - 8 hæðir.
Í stuttu máli hafði þessi lækkun húsanna um þrjár til fimm hæðir ekkert að segja. Hverfisnefnd Oddeyrar taldi það engu breyta, Isavia bendir á að þetta gæti haft áhrif á nýtingu flugvallar til framtíðar og Minjastofnun legst alfarið á móti þessum hugmyndum vegna nábýlis við Gránufélagshúsin m.a. Vegagerðin bendir á fjölda neikvæðra hluta og Norðurorka hefur sitt að segja.
Auk þess bárust Athugsemdir frá yfir 60 einstaklingum og nánast allar voru neikvæðar út í hæð húsa og ásýndar Oddeyrar og Akureyrar allrar.
Ég skrifaði opið bréf til bæjarfulltrúa og skoraði á þá að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Vona að sem flestir hafi séð það þó engin viðbrögð hafi komið hvorki í ræðu né riti.
Það hefur enginn mælt gegn uppbyggingu og endurnýjun á Tanganum. Flestir sem hafa tjáð sig vilja að það verði gert af hófsemd og í sátt við íbúa bæjarins. Bæjarfulltrúar ættu ekki að vera í vandræðum með að ákveða sig í þessu mál ef lýðræði og samvinna verða höfð að leiðarljósi.
Farsælast væri að tillagan verið dregin til baka og leitað lausna við það risastóra verkefni að gæða Oddeyri nýju lífi. Það verður ekki gert með að valta yfir íbúa og skoðanir þeirra. Það gerist með að hafist verði handa við að rýna framtíðina og hefja uppbyggingu og endurnýjun af alvöru.
Það skilar engu að tala bara og leggja fram stórkallalegar skipulagstillögur á viðkvæmum reitum. Það gengur ef unnið er markvisst að framtíðaráformum Oddeyrar þar sem andi gömlu byggðarinnar verði hafður að leiðarljósi.
Tillaga um háhýsareit á Tanganum er dauð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2020 | 16:28
Sorglegur afleikur menntamálaráðherra.
Ég hélt í einfeldni minni að Lilja Alfreðsdóttir væri öðruvísi og nútímalegri Framsóknarmaður.
En það var sannarlega ekki, það sem hún gerði var afleikur af verra taginu og nokkuð víst að álitshnekkir hennar verður mikill.
Nú hefur umboðsmaður Alþingis fengið málið til skoðunar og ekki ólíklegt að þetta eigi eftir að kosta ríkissjóð töluverðar upphæðir.
En niðurstaðan er, Lilja Alfreðsdóttir féll á prófinu og tók flokkshagsmuni ofar þjóðarhag, og það fullkomlega meðvitað.
Vonbrigði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2020 | 23:15
Opið bréf til bæjarfulltrúa á Akureyri.
Ágætu bæjarfulltrúar, allir ellefu.
Eins og þið hafi líklega tekið eftir hefur Skipulagsráð Akureyrar lagt töluverða vinnu í að fá breytt aðalskipulagi Akureyrar - rammaskipulagi Oddeyrar.
Þetta skipulag er glænýtt eða frá 2018 og var unnið mjög faglega og í góðri sátt við íbúa og aðra hagsmunaaðila. Lykilatriði í þessu skipulagi var að vinna í takt við það sem fyrir er á hinni lágreistu og flatlendu Oddeyri. Meginlínan er að byggja ekki hærra en hefð er fyrir á Eyrinni, þriggja til fjögurra hæða hús. Allir eru sammála þeirri nauðsyn að byggja upp á Tanganum neðan Hjalteyrargötu og þar er ástand mála alls ekki nægilega gott.
En nóg um það.
Þegar Skipulagsráð ákvað að leggja upp í ferðalag með 8-11 hæða hús í farteskinu varð allt vitlaust svo vægt sér til orða tekið. Á þeim dundu mótmæli frá íbúum, flugmálayfirvöldum, hafnaryfirvöldum, auk þess hafði Skipulagsstofnun harða afstöðu gegn þessum áformum.
Tillagan var dregin til baka með það veganesti frá Skipulagsstofnun að eiga samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila við smíði annarar tillögu.
Nú liggur sú tillaga frammi og bíður þess að fá sömu útreið og sú fyrri. Hverfisnefnd og aðrir sem hafa látið í sér heyra hafa ekkert róast og andstaðan er mikil enda nýja tillagan unnin í reykfylltum bakherbergum án nokkurs samráðs sem Skipulagsstofnun kallaði eftir eftir fyrri umferð.
Það væri mikill ábyrgðarhluti bæjarfulltrúa að samþykkja þessa tillögu, sem er illa unnin, án samráðs og rannsókna og í mikilli andstöðu við íbúa á Eyrinni og ekki síður í andstöðu við mikinn fjölda Akureyringa í öðrum hverfum.
Það er líka ábyrgðarhluti að búa til kennileiti á þessum stað sem breytir heildarásýnd bæjarins. Slíkt gera menn ekki nema með víðtækri sátt.
Átta hæða hús á þessum stað er falskur tónn í ásýnd Oddeyrar, ásýnd Akureyrar og er ekki unnin að frumkvæði íbúa og bæjaryfirvalda heldur pöntuð utan úr bæ af verktaka sem hefur hagsmuni af því að byggja fyrir sig en ekki þau sjónarmið sem Oddeyringar og aðrir Akureyringar ( í miklum meirihluta ) hafa tjáð sig um.
Það er því eindregin ósk mín að allir ellefu bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Akureyrar og horfi til hagmuna samfélagsins okkar og varðveiti þá ásýnd sem svo góð sátt varð um í nýja aðalskipulaginu frá 2018.
Við þurfum ekki á því að halda að stofna til deilna og erfiðleika þegar við eigum skipulag til uppbyggingar á þessu svæði sem allir voru sáttir við. Auk þess geta þessi áform sett alvarlegt strik í uppbyggingu Miðbæjarins sem við megum alls ekki láta dragast lengur.
með vinsemd og virðingu
Jón Ingi Cæsarsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 818828
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar