Færsluflokkur: Bloggar
22.9.2020 | 09:26
Dómsmálaráðuneytið - Þjálfunarbúðir Sjálfstæðisflokksins ?
Það hefur gengið á ýmsu í Dómsmálaráðuneytinu undanfarin ár. Frá því gamli jaxlinn Björn Bjarnason hvarf þaðan hefur röð reynslulítilla stjórnmálamanna verið settir þar inn, til þjálfunar segja sumir.
Þeir ráðherrar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett þarna inn hafa ekki enst lengi og ferill þeirra áhugaverður.
Hanna Birna var borin þar út þrátt fyrir að formaðurinn lýsti ótvíræðu trausti í hennar garð. En ráðherrannn fyrrverandi hvarf úr stjórnmálum og fór í annað. Falleinkunn.
Næst kom Sigríður Andersen og enn á ný hófust vandræði. Eins og með þá sem áður var þarna lýsti formaður fyllsta trausti til ráðherrans. En allt fór á sama veg, ráðherrann var settur út úr ráðuneytinu með skömm og á líklega ekki endurkomu í ráðherraembætti.
Þá kom afleysari, millileikur meðan BB leitað að nýjum kandidat í þjálfunarbúðirnar. Sá ráðherra lýsti því yfir að hún ætlaði ekkert að gera enda var þetta bara til bráðabirgða með öðru ráðherraembætti.
Formaðurinn fann sér nýtt ráðherraefni, enn á ný reynslulítill stjórnmálamaður settur til að uppfylla kvótann í Sjálfstæðisflokknum.
Þeir sem hafa fylgst með nýjustu tilraun Sjálfstæðisflokksins í Dómsmálaráðuneytinu horfa enn á ný á að þessi tilraunastarfssemi flokksins er ekki að skila hagstæðri niðurstöðu.
Nýji ráðherrann er kominn í skotlínuna hjá stórum hópum kjósenda og hefur ekki þótt sýna frumkvæði eða dug í erfiðum málum. Líklega styttist í veru nýjasta kandidatsins þarna, Sjálfstæðisflokkurinn má ekki við enn einu floppinu í Dómsmálaráðuneytinu.
Hvort flokkurinn lætur af þeirri stefnu að nota ráðuneytið sem þjálfunarbúðir fyrir óreynda stjórnmálamenn á eftir að koma í ljós en líklega ætti Bjarni formaður að vera brenndur eftir margar misheppnaðar tilraunir á stuttum tíma.
Kemur í ljós væntalega nema flokkurinn verði ekki í næstu ríkisstjórn sem er afar líklegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2020 | 13:59
Akureyri - eru bæjaryfirvöld pirrruð ?
Umræðan um háhýsin tekur á sig ýmsar myndir. Sjaldan hefur maður orðið var við önnur eins viðbrögð gegn fyrirhuguðum framkvæmdum í skipulagsmálum.
Mikil umræða hefur verið að undanförnu og 2.200 er skráðir á fésbókarsíðu um málið.
Andstaðan er ekki bara á meðal íbúa heldur líka hjá fyrirtækjum og stofnunum.
Viðbrögð bæjaryfirvalda og bæjarfulltrúa ( sumra ) eru líka sérkennileg.
Þeir sem hafa þessu skoðun virðst fara óendanlega mikið í taugarnar á sumum bæjarfulltrúum og einstaka hafa orðið sér til minnkunar í málflutningi.
En auðvitað halda bæjarbúar og velunnarar bæjarins áfram að hafa sínar skoðanir og gera sitt besta til að leiða bæjarfulltrúum fyrir sjónir á hvaða villigötum þeir eru.
Trúi varla að samþykkt verði verktakaskipulag þvert á vilja þúsunda.
Mér finnst hugmynd Sjálfstæðismanna um íbúakosningu góð og legg til að sú leið verði farin og gefin um það yfirlýsing fyrirfram að hún sé bindandi.
Það var leitt að sjá bæjarfulltrúa í öðrum flokkum gefa íbúalýðræði enga möguleika í umræðum.
Það er ekki nóg að tala fallega um íbúalýðræði en gleyma því þegar á reynir og mögulegt er að nota það með formlegum hætti.
Kannski eiga þeir eftir að bæta sig þar.
Nú er Skipulagsstofnun að fá málið í hendur og kveður uppúr með að málið sé hæft í auglýsingu, sem er alls ekki víst því skipulagsráð hunsaði að mestu tilmæli þeirra um alvöru samráð sem þeir gáfu út eftir síðustu tilraun.
En bæjarbúar eru á tánum og fylgjast með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2020 | 11:54
Meirihluti bæjarstjórnar á alvarlegum villigötum.
úr bókun bæjarstjórnar.
Nú eru skráðir yfir 2.200 á síðuna
Tveir bæjarfulltrúar samþykktu ekki tillögu skipulagsráðs og stóðu í lappirnar.
Hinir 9 er klárir í slag við þúsundir bæjarbúa, sorgleg niðurstaða.
Sjálfstæðismenn segjast hugsanlega tilbúnir að samþykkja íbúakosningu um málið á seinni stigum.
Fugl í skógi en ekki hendi.
Bæjarbúar verða því að grípa til vopna og senda inn andmæli við þessu á auglýsingatíma.
Jafnframt verða menn að muna að Skipulagsstofnun ávítaði Akureyrarbæ síðast fyrir samráðleysi í fyrsta sinn og gáfu fyrirmæli að gera betur.
Það var ekki gert og því líklegt að þetta ferli verði kært til Skipulagsstofnunar.
Ekki ósennilegt að þetta verði myllusteinn um háls bæjarfulltrúa sem láta leiða sig á alvarlegar villigötur.
Að ganga erinda annarra en bæjarbúa almennt er vond pólitík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2020 | 10:06
Miðbærinn - uppbyggingu stefnt í tvísýnu ?
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni um skipulagsmál á Akureyri síðustu vikur og mánuði.
Kynnt er til leiks hver skipulagstillagan af annarri og framundan virðist vera gríðarleg aukning á íbúðarhúsnæði miðað við þau áform.
Nú stendur yfir uppbygging í Hagahverfi þar sem hvert stórhýsið af öðru rís og framboð mikið á íbúðum og mikið auglýst. Gott mál.
Nú hefur skipulagssviðið kynnt til leiks nýtt og endurbætt skipulag austan Krossanesbrautar þar sem áformað er að byggja hátt í 300 íbúðir. Gamalt vín á nýjum belgjum en þarna var áformað að byggja 32 íbúðir á nyrsta reitnum fyrir rúmlega 10 árum en það datt niður í hruninu. Hvort þetta byggingarmagn á þessu svæði er raunhæft á eftir að koma í ljós.
Svo eru það háhýsin á Oddeyri, þar má reikna með að bæjaryfirvöld ætli sér að koma fyrir fjölda íbúða. Talan liggur ekki fyrir eftir að húsin voru lækkuð í 6-8 hæðir. En fjöldin er umtalsverður.
Á Hvannavallareit er síðan gert ráð fyrir að rísi 60 íbúðir í tengslum við uppbyggingu verslunarsvæðis.
Það eru takmörk fyrir því hversu mikið og hratt byggist upp á Akureyri. Þegar eru nokkur hundruð íbúðir í smíðum, á undirbúningsstigi og í áformum um einhver hundruð í pípunum.
Í tengslum við þetta verður því að horfa til uppbyggingar í Miðbænum, þar sem vandræðagangurinn virðist halda áfram.
Bæjaryfirvöld virðast vera að hrökkva frá öllum þeim grundvallaratriðum sem sem rædd hafa verið í áranna rás. Eftir gætið setið bastarður sem engum þætti vænlegur kostur til framkvæmda. Ef fallið verður frá breytingu Gleráragötu, byggingarreitir mjókkaðir og húsin hækkuð þá erum við á allt öðrum stað en stóð til í upphafi. Hvort þetta verður niðurstaðan skal ósagt látið.
Miðbærinn, hugsanlega útþynntur bastarður verðlaunatillögu, er hætt við að áhugi til uppbyggingar verði minni en enginn.
Ég vil sjá bæjaryfirvöld standa í lappirnar varðandi Miðbæinn en láta ekki hrekja sig af leið.
Uppbygging Miðbæjarins er komin í mikla samkeppni við önnur svæði og hætt við að útþynntur bastarður þar tapi í samkeppninni við önnur svæði í langa framtíð.
Það tókst ekki að ljúka uppbyggingu á Drottningarbrautarreit, hætt var við eitt hús af þremur næstu árin eða lengur.
Ég hræddur um að ef veita á enn einn afsláttinn af skipulagi Miðbæjarins þá gerist ekkert þar næstu árin eða áratugina.
( Í skipulagsnefnd 2002 - 2010 þar af formaður 2006 - 2010 )
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2020 | 17:48
Þykkir veggir Ráðhúss Akureyrar.
Verktakafyrirtækið SS Byggir á Akureyri kynnti á síðasta ári hugmyndir um að byggja allt að ellefu hæða hús á Oddeyrinni, sem urðu strax umdeildar. Þannig mótmælti hverfisnefnd Oddeyrar svo háum byggingum. Meirihluti skipulagsráðs bæjarins hefur nú samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting verði auglýst. Tryggvi Már Ingvarsson formaður ráðsins segir að gert sé ráð fyrir að hæsta byggingin á umræddu svæði verði takmörkuð við 25 metra yfir sjávarmáli.
Það eru þykkir veggir á bæjarskrifstofunum.
Bæjarstjóri talar um víðtæka pólitíska sátt í málefnum Oddeyrar. Væntanlega er bæjarstjóri að tala um þá sátt sem ríkir innan veggja á Geislagötunni þar sem meirihluti skipulagsráðs hunsar skilaboð frá bæjarbúum og halda sínu striki. Hún virðist ekki hafa heyrt af skilaboðum bæjarbúa, ekki einu sinni heldur tvisvar. Nú þriðja sinn er bæjarbúum nóg boðið.
Enga háhýsabyggð á Oddeyrinni á Akureyri
Fésbókarsíða sem stofnuð var fyrir 20 tímum hefur nú yfir 1.300 fylgendur og fjölgar hratt. Það er kannski þessi sátt sem bæjarstjóri er að tala um.
Ætti kannski að opna gluggann á skrifstofunni og hlusta á bæjarbúa.
Þrátt fyrir víðtæk mótmæli og augljósa andstöðu ætla bæjaryfirvöld að troða hugmyndum verktakans ofan í kokið á bæjarbúum. Sumir kalla það verktakalýðræði og hafa nokkuð til síns máls.
Auðvitað byggjum við upp á Oddeyri og gerum það í sátt og í samræmi við það skipulag sem samþykkt var fyrir ekki svo löngu.
Það á ekki að afhenda verktökum aðgengi að hlutum Oddeyrar til að gera bara eitthvað sem þeim líkar, við byggjum upp í sama takti allsstaðar á Eyrinni, svona rugl er ófaglegt og lýsir skammsýni og skipulagsleysi.
Að hefja hús til himins á einum smá reit syðst eyðileggur taktinn í uppbyggingu allt um kring. Mundi næstum örugglega hafa það í för með sér að reitir norðan og austan við SS reitinn mundu ekki byggjast á næstu árum, ef til vill áratugum. Hverjir vilja byggja í skuggavarpi verktakans sem snéri bæjaryfirvöldum árið 2020.
Vona að bæjarfulltrúar og bæjarstjóri horfi til heildarhagsmuna en gangi ekki erinda þröngra sérhagsmuna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2020 | 16:20
Sjálfstæðisflokkurinn Akureyri, innleggið sem hvarf.
Miklar umræður eru um endurbyggingu Lundarskóla og sýnist sitt hverjum.
Einn af þeim sem hefur tjáð sig er bæjarfulltrúi Gunnar Gíslason oddviti flokksins á
Akureyri.
Gunnar telur að endurbygging sé vitleysa, frekar hefði átt að rífa skólann til grunna og byggja nýjan.
Hans skoðun og ekkert við það að athuga.
Í athugsemdakerfi flokksins birtist síðan andstæð skoðun nokkuð ítarleg og rökstudd.
Ekki fékk þessi athugasemd að standa lengi hjá flokknum og hún fjarlægð.
Í þessum flokki er ekki til siðs að andmæla á flokksíðum og þar af leiðandi hvarf hún fljótt og örugglega. En nútíma tækni er skemmtileg og allar athugsemdir eiga sér framhaldslíf á veraldarvefnum. Ritskoðunarnefndinni hefur líklega ekki líkað innihaldið. En vefurinn passar sitt.
Til fróðleiks og skemmtunar er hér athugsemdin sem hvarf af síðu Sjálfstæðisflokksins og dæmi hver fyrir sig hversu hættuleg hún var.
Kannski lýsir vel lýðræðisást flokksins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2020 | 19:45
Huglaus og duglaus dómsmálaráðherra.
Við gerum ekki reglugerðarbreytingar til að bjarga einstaka fjölskyldum sem fara í fjölmiðla.
Segir dómsmálaráðherra í máli barnafjölskyldu sem vísa á úr landi á miðuvikudaginn.
Þarna talar möppudýrið um framtíð og líf barna sem fest hafa rætur á Íslandi eftir tveggja ára dvöl.
Það fer um mann hrollur að heyra svona miskunarleysi og skort á mannúð.
Það hefur komið fram að dómsmálaráðherra ætlar ekki að beita sér í þessu máli og maður spyr sig, hvað veldur ?
Líklega er það hugleysi og skortur á mannúð sem rekur dómsmálaráðherra í þennan farveg miskunarleysis.
Hún getur breytt reglugerðum ef hún vill en vill það ekki.
Það er ljóst að þjóðarsálin er á mót svona mannvonsku og ég trúi ekki að dómsmálaráðherra haldi sig á þessari línu eftir nokkrar svefnlausar nætur og samviskubit.
Ef þau orð eru til í orðabók ráðherrans.
Álitshnekkir ráðherrans blasir við, margir voru tilbúnir að gefa henni séns í erfiðu embætti í upphafi, ung og óreynd.
En því miður hefur hún ekki staðið undir væntingum og er sorgleg í sinni afstöðu gagnvart erlendum börnum á flótta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.9.2020 | 11:34
Deilur í 100 ár.
Miðbæjarmálin á Akureyri eru enn í hnút.
Sagan hófst á þriðja áratug síðustu aldar þegar fyllt var upp í víkina sem náði inn svæðinu þar sem nú er Ráðhústorg. Seinna var svo bætt við þessar uppfyllingar, á fimmta áratugnum var fyllt upp í Sóðavíkina og síðar austan við það svæði, inn að Kaupvangsstræti.
Í aðalskipulagi 1970 - 1993 var miðbæjaskipulagið mótað. Um 1980 stóðu miklar deilur um svæðið og uppbyggingu þar sem auðvitað leiddi til þess að ekkert var gert nema Glerárgatan var framlengd til suðurs á ská yfir Torfunefssvæðið. Svo stóð enn um hríð og ekkert meira gerðist. Þá var að vísu búið að rífa húsin við Hafnarbakkann til að koma fyrir Glerárgötu - Drottningarbraut.
Svo var blásið til íbúaþings og fram komu margar áhugaverðar hugmyndir. Efnt var til hugmyndasamkeppni og G. Massey sigraði og sannarlega mátti kalla það skipulag framsækið og djarft.
En það var auðvitað eins og við manninn mælt, deilur hófust að nýju um einstaka atriði í þessari tillögu, helst var það hugmyndin um síkið sem fór fyrir brjóstið á bæjarbúum.
Meirhluti Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar á árunum 2006-2010 reyndi að stilla af hugmyndir tillögunnar og umræðu bæjarbúa.
Það gekk þokkalega, síkið datt út en haldið í tillögu um að breyta Glerárgötu, gera Torfunefsbryggjum hátt undir höfði og halda austur - vesturáherslum í uppbyggingunni sem átti að ná frá Hafnarstræti að hluta og ná að Torfunefi.
Sjálfstæðisflokkurinn átti tvo fulltrúa í Skipulagsnefnd og Sjálfstæðisflokkurinn stóð heilshugar að þessari hugmyndafræði.
En svo duttu þeir úr meirihluta og skiptu um skoðun og gera sitt besta til að drepa umræðunni á dreif.
Nú er í gildi skipulag fyrir svæðið sem búið var að samþykkja í bæjarstjórn, skipulag þar sem Kollgáta reyndi að draga saman umræðuna og koma á sátt sem gæti leitt til þess að uppbygging gæti hafist.
Ég ætla ekki að rekja þá umræðu hér en mér virðist sem enn á ný sé verið að sætta öll sjónarmið og þynna hugmyndir um uppbyggingu á miðbæjarsvæðinu enn frekar.
Það er auðvitað bæjarstjórn og bæjarfulltrúum til skammar að nú, 50 árum eftir samþykkt aðalskipulags fyrir svæðið skuli enn verið að rífast og pexa um einstök mál. Bæjarstjórn hefur skort hugrekki til að taka slaginn og vinna eftir þeim leiðbeiningum sem hún sjálf hefur samþykkt.
Uppfyllingar á þessu svæði hófust 1927 má því segja að vandræðagangur og rifrildi hafi staði með hléum í tæplega 100 ár.
Nú er spurningin, ætlum við að taka önnur 100 ár í að koma miðbæ Akureyrar í endanlegt horf eða ætlum við að spýta í lófana, komast að samkomulagi og hefjast handa ?
Bæjarfulltrúar skulda Akureyri að klára þessi mál fyrir 100 ára afmælið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2020 | 10:14
Vinstri grænir - á hálsól Sjálfstæðisflokksins.
Alltaf finnst mér það jafn nöturlegt þegar Sjálfstæðismenn byrja að fabúlera um að ekki skuli hækka atvinnuleysisbætur vegna þess að þá minnki svo nauðsynlegur hvati fólks til þess að rísa sem fyrst upp úr atvinnuleysi, leita sér að nýrri vinnu af alefli og koma undir sig fótunum á ný. ( Stundin Illugi Jökulsson )
Það er margoft búið að ræða þjónkun VG við Sjálfstæðisflokkinn. Sú staðreynd kristallast með enn skýrari hætti í afstöðu stjórnarflokkanna gangvart hækkun atvinnuleysisbóta.
Kemur alls ekki á óvart með Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Það var nánast eðlilegt að þeir hafi fellt tillögu á þingi í vor um hækkun bótanna. Það er bara þeirra eðli gagnvart bótakerfum, þar skal öllu haldið eins neðarlega og hægt er.
En að VG skuli kvitta undir þessa stefnu hægri flokkanna er nánast óhugnarlegt.
Að þessu fyrrum vinstri flokkur skuli leggjast á árar með auðvaldsflokkunum og níðast á þeim sem verst hafa það í þjóðfélaginu er grátlegt. Það skilur líklega enginn á hvaða ferðalagi Vinstri grænir eru í hálsól Bjarna og Sjálfstæðisflokksins.
Það er augjóst að flokknum verður refsað harðlega í næstu kosningum og þegar sést á könnunum að flótti hefur brostið á frá síðustu kosningum.
Það mun bara versna og nokkuð ljóst að fyrrum vinstri flokkur mun ekki ríða feitum hesti frá kosningum, sem betur fer fyrir land og þjóð.
Þeir harðorðustu kalla þetta svik við félagshyggju og jafnaðar-vinstri stefnu.
Þá má líklega taka undir það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2020 | 12:10
Vandinn við að búa í þéttbýli.
Umræðan um vandamálin í þéttbýli verður oft hávær. Ekki laust við að gæti öfga og dómhörku.
Það sem bíður okkar við að vera á nábýli við annað fólk og dýr er stundum pirrandi og fólk bregst mismunandi við.
Að búa í þéttbýli kallar á að sýna umburðarlyndi. Við veljum okkur ekki aðstæður eða nágranna, þeir eru bara þarna og allt sem þeim fylgir.
Kettir gera sig heimakomna á annarra manna lóðum, hundurinn í næsta húsi geltir á svölunum frá morgni til kvölds, aspirnar hjá nágrannanum skyggja á sólina, hávaði í slátturvélum í nágreninu truflar. Svo er þetta með húsin sem skyggja á útsýnið, bílana sem spóla á götum í nágreninu og svona mætti lengi telja. Skógarþrestir skíta í þvottinn og mávar stela af grillmatnum og starar dreifa flóm í mannskapinn með að gera sér hreiður í húsum.
Kattaumræðan hefur verið áberandi að undanförnu og ekki laust við að þar gæti öfgafullra viðhorfa. Kettir drepa fugla í stórum stíl, kettir fara inn í hús og skíta í húsgögn og svo framvegis. Talað er um að banna lausagöngu katta.
Líklega þurfa þá útsvarsgreiðendur að stofna embætti kattalöggu en það er annað mál.
Persónulega hef ég oftar séð máva taka unga fugla en ketti. Kannski verðum við líka að banna lausagöngu-flug vargfugla ?
Við útrýmum engu með slíku tali og enn síður með að leggja atlögu við allt sem fer í taugarnar á okkur.
Það fylgir vandi við að búa í þéttbýli.
Til að takast á við það eru aðeins tvö ráð. Temja sér umburðarlyndi og virða aðra, eða kaupa sér eyðijörð fjarri nágrönnum og pirrvöldum.
Ég ætla að velja það fyrrnefnda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818826
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar