Færsluflokkur: Bloggar
23.1.2008 | 17:45
Mjallhvít og dvergarnir sjö.. samtals 26%
Spurt var: Ef gengið yrði til kosninga í Reykjavík nú, hvaða flokk myndirðu kjósa? 2500 manns tóku þátt.
23% sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 12% Vinstri græna, 6% Framsóknarflokkinn og 3% Frjálslynda og 44% Samfylkinguna
9% þeirra sögðust myndu skila auðu og 3% voru óákveðin.
Þetta sýnir glögglega þann hug sem borgarbúar hafa til þessa gönuhlaups þessa hóps og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokksins. Það kemur æ betur í ljós hversu auðvirðilega framkomu Vilhjálmur og Kjartan hafa sýnt í þessu máli. Þeir ráðast að manni sem er veikur fyrir og beita hann blekkingum og hann bugast og gefur eftir. Hann fellur líklega í ósannindagildru þessarra manna. Þetta er ótrúlega ljótt og siðlaust og þeir vafalaust vitað að Ólafur F var auðunninn með réttum aðferðum.
Þessar niðurstöður úr könnun Bylgjunnar er í fullu samræmi við þá tilfinningu sem ég hef haft fyrir þessu og skoðunum fólks. Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist Reykvíkingum og beitt ósiðlegum og ljótum aðferðum sem koma óorði á stjórnmál og stjórnmálamenn.... og þess vegna eru þeir að mælast með 23 % í stað þessara venjulegu 40-45% í Reykjavík.
![]() |
Sjálfstæðismenn gagnrýndir á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.1.2008 | 08:29
Gönuhlaup og flumbrugangur
Enn tekur þetta borgarstjórnarmál á sig nýja myndir. Það ljóst að gamli góði Villi vissi lítið út í hvað hann var að fara. Hann var eins og barinn rakki í Kastljósinu í gær og Sigmar rúllaði honum upp. Tafsandi og vandræðalegur viðurkenndi hann að hann hafði ekki hugmynd um að Ólafur var einn í þessari skógarferð og samstarfsmenn hans og varamenn létu ekki leiða sig í þessa skógarferð til Sjálfstæðisflokksins.
Þarna kemur ástæða þess að borgarfulltrúar Sjalla voru eins og fýlupokahjörð á blaðamannafundinum í fyrradag. Það var eins og stundum áður....þeir vissu ekkert og skildu ekkert. Í þessari frétt kemur fram að þeir vissu ekki fyrr en rétt fyrir blaðamannafund að Ólafur F var einn á ferð og hafði blekkt Sjálfstæðisflokkinn allan tímann.... en þá varð ekki aftur snúið.
Og nú bíður Reykvíkinga að verða stjórnað af Ólafi F .... manni sem hefur verið í vinnunni 3 mánuði af 20 á þessu kjörtímabili og gamla góða Villa sem öllu gleymir og ekkert skilur....er það undarlegt þó fólk hafi áhyggjur ??
![]() |
Töldu Margréti með |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.1.2008 | 19:33
Kjáni ??
Vonbrigði segir verðandi borgarstjóri vegna þess að varaborgarfulltrúi og þriðji maður á lista vilja ekki starfa með honum. Fleiri á listanum hafa lýst því sama.
Datt manninum í hug að fólk vildi starfa með honum eftir moldvörpuhátt og óheiðarleika sem hann sýndi í aðdraganda málsins. Ég er eigninlega hugsi og velti fyrir mér hvort maðurinn sé kjáni eða svona steinblindur á gjörðir sínar.... ?? Ég er eiginlega steinhissa.
Og nú stendur hann einn og óstuddur...gert grín að honum um allt land og virðingu fær hann aldrei í þessu sæti. Ég hélt satt að segja að ekki væri hægt að vera svona blindur á stöðu og afleiðingar þess sem hann gerir. Spaugstofan kemst heldur betur í feitt núna því ef Villi var grínatriði í október hvað er Ólafur F núna ?
Að svíkja og fara á bak við félaga sína er ekki ávísun á traust og samvinnu.
![]() |
Mikil vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2008 | 16:59
Einangraður og valdalaus borgarstjóri.
Þá er það orðið ljóst. Ólafur F er einn í þessari skógarferð sinni inn í myrkviði svika og blekkinga. Það er leiðinlegt fyrir nýjan borgarstjóra og Sjálfstæðisflokkinn að hafa í forsvari mann sem misst hefur alla tiltrú kjósenda og eigin félaga. Margrét og Guðrún sýna heiðarleika og stefnufestu sem fyrrum oddvita þeirra skortir sárlega.
Nú er svo komið að enginn getur tekið formennsku í nefndum eða ráðum frá Frjálslynda flokknum nema Ólafur sjálfur því varaborgarfulltrúinn hans er ekki með og það er skílyrt að formennska taka bara aðal og vara borgarfulltrúar að mér skilst.
Ólafur mun örugglega ekki ráða við meira en borgarstjóraembættið og því er ljóst að hann er dæmdur til áhrifaleysis í þesssum meirihluta og verður mest puntudúkka sem notuð verður til að halda ræður á tyllidögum. Formennska í öllum nefndum og ráðum verður hjá Sjöllum og þeir munu ráða því sem þeir vilja ráða.
Og svo er að sjá hvað Ólafur endist lengi.....því handan hornsins bíður varaborgarfulltrúinn þess að Ólafur forfallist sem flestir reikna með....fyrr eða síðar.
![]() |
Margrét og Guðrún með gamla meirihlutanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2008 | 12:19
Geir og sýndarveruleikinn.
Hvað getur formaður Sjálfstæðisflokksins sagt annað en það sem hann segir í þessari frétt. Bjartsýnn á að Ólafur og Vilhjálmur haldi út kjörtímabilið. Hann vísar líka á bug að meirihlutinn byggi á veikum grunni. Geir getur alveg sagt þetta...það er ekki málið.
En gerir sig hlægilegan í augum þjóðarinnar því allir vita betur og Geir örugglega líka....en hvernig er hægt að treysta manni sem talar svona þvert um hug sinn. Kannski er hann að leika sér í sýndarveruleika þar sem fáir eru með honum í liði
Pólitíkin er skítug þessa dagana.
![]() |
Ósammála um nýtt samstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2008 | 09:24
Dvergarnir sjö leiddir til valda.
Nú hafa sjömenningarnir úr Reimálinu verið leiddir til valda á ný. Þáverandi borgarstjóri Vilhjálmur Vilhjálmsson hrökklaðist frá völdum rúinn trausti enda hefur komið í ljós að full ástæða var til. Borgarbúar sáu á þeim skamma tíma sem borgarstjórnarmeirihlutinn gamli þar sem Sjallar voru í lykilstöðu var hópur ósamstæðra lítt hæfra stjórnmálamanna.
Hvernig þeir sviku oddvita sinn borgarstjórann verður lengi í minnum haft og ég átta mig ekki á hvernig Vilhjálmi dettur í hug að það standi að hann fái að taka við að ári. Það mun flokkurinn ekki samþykkja þegar þar að kemur enda stórhættulegt fyrir hann að setja Vilhjálm þarna að nýju. Á þeim tíma sem hann sat sem borgarstjóri opinberaði hann vanhæfní sína aftur og aftur. Hætt er við að starfsmanna í ráðhúsinu bíði erfiðir dagar.
Það er svo umhugsunarefni að borgarstjórnarmeirihlutinn eigi að hanga á Ólafi F Magnússyni, vingulsstjórnmálamanni með slæma sögu. Mér finnst sem virðing borgartjórnarembættisins hafi sett niður og aldrei hefur það verið selt með jafn miklum afslætti og nú. Það eru engar líkur á að aðdragandi og saga þessa máls sé til þess fallið að borgarstjórinn væntanlegi njóti virðingar. Fólk ber ekki virðingu fyrir stjórnmálamönnum sem svíkja, skrökva og fara á bak við samstarfsmenn sína.
![]() |
Flugvöllur og miðborgin meðal ágreiningsefna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2008 | 23:07
Vikivaki stjórnmálanna.
Dæmi um þekkta vikivaka eru t.d. Ásukvæði, Hani, krummi, hundur, svín, Ormurinn langi, Ólafur liljurós, Stjúpmóðurkvæði, Tófukvæði og Tunnan valt.
Ég sá eimitt svona vikivaka í dag.... í sjónvarpinu.
Ólafur reið með björgum fram,
villir hann, stillir hann,
hitti fyrir sér álfa rann,
þar rauður loginn brann,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.
Þar kom út ein álfamær,
villir hann, stillir hann,
gulli snúið var hennar hár,
þar rauður loginn brann,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.
"Velkominn, Ólafur liljurós!
Gakk í björg og bú með oss"
"Ekki vil ég með álfum búa.
Heldur vil ég á Krist minn trúa."
"Bíddu mín um litla stund,
meðan ég geng í grænan lund."
Gekk hún sig til arkar,
greip upp saxið snarpa.
"Ekki muntu svo héðan fara,
að þú gerir oss kossinn spara."
Ólafur laut um söðulboga,
kyssti hann frú með hálfum huga.
Og nú tók kvæðið á sig nýja mynd og læt ég því hér staðar numið...því Ólafur fór frekar illa út úr þessum viðskiptum ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2008 | 18:45
Útsala - útsala. Lítið notaðir stjórnmálamenn til sölu.
Eins og ég sagði í bloggi hér á undan gekk það eftir sem ég spáði fyrir nokkru. Ólafur F Magnússon brotthlaupinn Sjálfstæðismaður kominn heim og er búinn að gleyma því af hverju hann yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn þar sem hann var stöðugt til vandræða.
Og nú hefur hann selt hugsjónir sínar fyrir feitt embætti og legst lítið fyrir kappann. Sjálstæðisflokkurinn hefur keypt hann til baka á útsölu og kemur mér alls ekki á óvart. Þessi meirihluti gat haldið ef Margrét hefði verið áfram en Ólafur er veikgeðja stjórnmálamaður og alls ekki treystandi til erfiðra verka. Það hefur nú komið í ljós...því miður en ekki óvænt.
![]() |
Nýr meirihluti kynntur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2008 | 18:20
Senn bryddir á Barða... spáði nákvæmlega þessu þann 7. janúar.
http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/408358/
Þá er komið að því sem ég spáði þann 7. janúar í bloggi hér á Moggasíðunni. Ég treysti Ólafi ekki fyrir horn í þessu samstarfi og þess vegna skrifaði ég blogg fyrir hálfum mánuði þar sem ég kallaði "Vafasamur meirihluti" Það hófst á þessum orðum.
"Þá bryddir á Barða eins og sagði í þjóðsögunni. Ég hafði alltaf léttar áhyggjur af meirihluta sem styddist við Frjálslyndaflokkinn og Ólaf Magnússon. Ef einhverjir hafa gleymt því þá átti hann ýmsa leiki þegar hann var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Kannski svolítill hentistefnumaður sem skorti stefnufestu.
Nú er sem þetta sé að ganga eftir og Sjálfstæðisflokkurinn hefur keypt þennan fyrrverandi liðsmann sinn heim með feitu embætti. Ég hef svolitlar áhyggjur af þessu fyrir hönd Reykvíkinga ef af verður því ég held að Ólafur sé enginn maður í þetta starf reynist þær fréttir réttar að hann sé næsti borgarstjóri Reykjavíkur.
Svo endaði ég þetta blogg á þessum orðum.
" Að mínu mati verður lykilaðstaða Ólafs hinum nýja meirihluta erfið, jafnvel að fótakefli þegar upp verður staðið og hvert halda menn þá að hann fari ?? ef menn treysta sér í það ef málin þróast þannig."
Nú er að sjá hvað setur.
![]() |
Nýr meirihluti í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2008 | 18:05
Slakt lið ? Hvað er að ?
Jæja...9 marka munur í hálfleik og ekkert sem kemur mér á óvart. Þegar menn byrjuðu að tala um besta lið Íslands frá upphafi og þeir kæmu heim með verðlaun leist mér ekki á blikuna. Hversu oft hefur þetta ekki farið í tómt tjón þegar menn hafa farið í þennan gírinn.
Ég spáði 5-10 marka tapi fyrir svíum á vinnustaðnum mínum við lítinn fögnuð viðstaddra en ég vonaði sannarlega að þeir næðu að vinna leik tvö sem tókst. Frakkaleikurinn er formsatriði og ég vona að þetta fari ekki í 15 marka mun þó svo ég óttist það.
Ég skil ekki hvað íþróttafréttamenn sem lifa og hrærast í þessu horfðu framhjá veikleikum sem mér fundust augljósir. Margir af leikmönnunum okkar eru verulega slakari en þeir hafa stundum verið, td leikstjórnandinn Snorri Steinn, Guðjón Valur, Alexander, Sigfús...allir mun slakari en undanfarin mót. Meiðsli og annað hafa sett strik í reikninginn og skyttuleysið vinstra megin er tilfinnanlegt þó svo Logi sé að spila á getu. Garcia, Óli Stefáns og Arnór ekki með. Að vísu er ég ekki að skilja dýrkun Alfreðs á Garcia sem ekkert getur með landsliði.
Meira að segja eftir arfaslaka útkomu úr mótinu um daginn þegar við töpuðum fyrir dönum og pólverjum og náðum jafntefli við Noreg vorum við enn að verða meistarar hjá sumum blaðamönnum.
Það er langt síðan ég hef horft á jafn óöruggt og slakt íslenskt lið í handbolta og þetta fannst mér fyrir nokkrum vikum síðan. En menn voru staddir í einhverri væntingaþoku.
Ég held að við förum ekki lengra og við vinnum varla fleiri leiki í þessu móti þannig að það er bara að taka á því og klára með reisn þó ekki vinnist sigrar.
![]() |
EM: Níu marka tap gegn Frökkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.1.2008 kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar