17.9.2015 | 09:56
78 % Framsóknarmanna vilja ekki flóttamenn.
________________
Kjósendur Framsóknarflokksins hafa algjöra sérstöðu á Íslandi hvað varðar afstöðu til flóttamanna.
Kjósendur flokksins eru þar með í takti við kjósendur Framfaraflokkanna í Evrópu, flokka sem gera út á kynþáttahatur og öfgafullar afstöðu til flóttamanna.
Ég veit ekki hvort gömlu Framsóknarmennirnir eru hrifnir að því að samsetning kjósenda flokksins sé farin að líkast illræmdustu öfgaflokkanna í Evrópu.
Framsóknarflokkurinn er í eðli sínu þrögsýnn og hefur sérkennilega afstöðu til útlendinga og útlanda.
Það hefur sannarlega heyrst í málflutningi ráðamanna flokksins þegar fjallað eru um utanríkismál og ESB.
Samkvæmt þessari könnun er sé hópur sem mest hefur á móti aðstoð við flóttamenn, lítið menntaður Framsóknarmaður úti á landi.
Kemur kannski ekki á óvart.
![]() |
Vilja taka á móti Sýrlendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2015 | 14:43
Ruglið í Ásmundi.
________________
Gamla fólkið er hrætt við Sýrlendinga segir Ásmundur Friðriksson þingmaður.
Hvað hann kallar gamla fólkið er óljóst, ef til vill er hann dálítið gamall sjálfur ef horft er þannig á það.
Þessi þingmaður hefur áður gert sig sekan um rakalausan þvætting og kemur því ekki á óvart að hann sé á þeim buxum ennþá.
Ótti er ekki bundinn við aldur, gamalt fólk er ekki hræddara en ungt fólk.
Sennilega eru það bara miðaldra og gamlir Sjálfstæðismenn sem eru hræddir, jafnvel þeir yngri eins og dæmin sýna þegar kemur að því að sýna manngæsku og aðstoða flóttamenn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2015 | 11:30
Stefnuleysi stjórnarflokkanna er framtíðarvandamál.
__________________
Margrét Kristmannsdóttir kaupmaður spyr á Hringbraut.is hvort ekki sé nóg að fórna einni kynslóð á altari verðtryggingar og hárra vaxta.
Sanngjörn spurning í sjálfu sér en nú þegar hefur mörgum kynslóðum ungs fólks verið fórnað á þessu umrædda altari.
Í áratugi hefur ungt fólk á Íslandi engst í stöðu verðbóta og hárra vaxta, það er ekkert nýtt og alls ekki ein kynslóð eingöngu.
En núverandi stjórnvöld hafa enga framtíðarsýn eða framtíðarstefnu í þessum málum.
Það eina sem liggur ljóst fyrir að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ætla framtíðaríslendingum það sama hlutskipti og þeim sem á undan hafa komið, það er að vera fastir í verðbóta og vaxtagildrunni.
Íslendingar búa við allt önnur og verri kjör en nágrannar okkar, sem við viljum bera okkur saman við.
Þar vilja íhaldsflokkarnir hafa okkur því það hentar ekki þeirra hagsmunum að almenningur á Íslandi njóti réttlætis.
Ónýt króna, óstöðugt efnahagslíf og verðbætur er þeirra stefna. engin framtíðarsýn.
Stefnuleysi þessara flokka er vandamál komandi kynslóða, nema við vöknum til lífsins, áttum okkur á því og kjósum þá út í ystu myrkur.
Þá kannski gerist eitthvað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2015 | 17:51
Hallalaus fjárlög fást með undirmálsþjónustu.
Ríkisstjórnin og fjármálaráðherra grobba sig af hallalausum fjárlögum.
En hvernig eru búin til hallalaus fjárlög hjá þessari ríkisstjórn ?
Það er með að veita undirmálsþjónustu og sleppa nauðsynlegu viðhaldi og endurbótum á ýmsum sviðum.
Slíkt getur gengið í ákveðinn tíma en að baki þeim varnargörðum hleðst um hengja af óleysum málum og þjónustan við landsmenn er léleg.
Þar má nefna mörg mál.
Í þessari frétt segir frá að lögreglan er vanmáttug og ekki fær um að veita þá þjónstu sem þarf vegna fjársveltis.
Í vegamálum er viðhaldi afar ábótavant og ekki er ráðist í nýframkvæmdir.
Öldruðum og öryrkjum er skammtaðar smánarlegar upphæðir.
Opinberir starfsmenn eiga í endalausri launabaráttu við stjórnvöld.
Landhelgisgæslan er rekin á lágmarksafli og vafasamt að hún réði við að sinna stóráföllum.
Svona mætti halda áfram fram á kvöld.
Hallalausu fjárlögin hans Bjarna byggja á undirmálsþjónstu og ófullnægjandi rekstri í allt of mörgum málaflokkum.
Þetta fjárlagafrumvarp hefur fengið falleinkun hjá flestum, af ýmsum ástæðum.
Það er spurning hvort Ísland sé sjálfbært samfélag, því forgangsverkefni þessarar ríkisstjórnar hefur verið að tryggja fjármagnseigendum, eigendum kvóta og forgangshópum risafjárhæðir úr ríkissjóði.
Eftir stendur að þjónusta við hinn almenna landsmann er í molum.
Hvað getur svona gengið lengi ?
![]() |
Lögreglan undirmönnuð og fjársvelt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2015 | 13:23
Fjármálaráðherra gefur Framsókn einkunn. Úrelt hugmyndafræði.
____________
Áhugaverð einkunn sem fjármálaráðherra gefur samstarfsflokknum sem talar ákaft fyrir samfélagsbanka.
Einkunn fjármálaráðherra er afdráttarlaus.
Úrelt.Fróðlegt væri að vita hvernig fjármálaráðherra gengur að vinna með flokki sem hefur úreltar hugmyndir í lykilmálum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2015 | 14:29
Er fjármálaráðherra illa innrættur eða skilningslaus ?
_________
Maður eiginlega hrekkur við þegar maður sér og heyrir hvað ráðmenn í þjóðfélaginu eru skilninsvana á aðstæður fjölda landsmanna.
Ég vil trúa því að Bjarni fjármálráðherra sé frekar skilningsvana en illa innrættur.
Þegar fyrrum fjármálaráðherra Samfylkingarinnar bendir honum á að þeir sem minna mega sín í þjóðfélginu sé útundan í fína fína fjárlagafrumvarpinu þá fyrtist fjármálaráðherra og segir Samfylkinguna vilja bótavæða þjóðfélagið.
Þetta er ákaflega hrokafullt og til lítils sóma fyrir fjármálaráðherra.
Auðvitað vill jafnaðarmannaflokkurinn Samfylking gæta að okkar minnstu bræðrum og aðstoða þá sem hafa lítið handa á milli, þó það nú væri.
En fjármálaráðherra hefur aldrei þurft að hafa neinar áhyggjur enda fæddur með silfurskeið í munni.
Kannski er til of miklis mælst að hann átti sig á þessu en það er óþarfi að móðgast og tala niður þá mannvænu stefnu að vilja aðstoða þá sem það þurfa.
Jafnaðarstefnan gengur út á að jafna kjör og tryggja að þeir ríkari séu látnir greiða hærri skatta til að nýta til jöfnunar lífsgæðanna.
En það er ekki stefna Sjálfstæðisflokksins, það er stefna Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2015 | 17:02
Galin forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi.
Nýtt fjárlagafrumvarp er algjörlega í anda hægri íhaldsflokka.
Minni framlög til velferðarmála, skattalækkanir á þá sem mestar hafa tekjurnar, framlög til kristinna söfnuða hækkar og framlög til fangelsismála lækkar um meira en hálfan milljarð.
Þetta var heldur verra en maður bjóst við.
En staðreyndir munu væntalega birtast landmönnum næstu daga.
![]() |
Minna til fangelsismála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2015 | 13:57
Forsetinn. Síseta og forneskjuleg viðhorf.
Að vera eða ekki vera, það er spurningin.
Forsetinn hefur enn á ný sett í loftið spekúrleringar þjóðarinnar um hvort hann ætli að sitja áfram næstu fjögur árin.
77 ár eru kannski ekkert sérlega hár aldur hafi maður náð að þróast í takt við tímann.
ÓRG er fastur í gömlum gildum, þröngsýnn og afturhaldssamur.
Þegar svo er komið er ágætt að hætta og lofta út.
Þjóðir þurfa að lifa í takt við nútíð og framtíð og setja fortíðina á safn.
Þess vegna er nóg komið herra forseti.
Framtíðin er annarra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.9.2015 | 16:25
4 X til London - 1 X til Reykjavíkur.
________________
Það er frábært að komast til London fyrir 5.000 kall.
Gallinn við þetta tilboð að ef þú ætlar að fara frá Akureyri og fljúga með Flugfélagi Íslands á venjulegu fargjaldi þá fer þessi upphæð í 35.000 með ferð til Keflavíkur.
Það er náttúrlega ekki í lagi að það kosti 4X meira að fljúga Akureyri - Reykjavík en Keflavík - London.
Það er nefnilega engin samkeppni á þeirri leið sem gerir Flugfélagi Íslands þægilegt að halda uppi verði þar sem engin samkeppni er á þessari flugleið.
Það er frábært að hafa einokunaraðstöðu og nýta sér það.
5.000 króna tilboð BA til London þýðir krónur 35.000 fyrir okkur landsbyggðartúttur.
Ætli sé ekki möguleiki á að fá þá hjá BA til að koma við á Akureyri og Egilsstöðum til að jafna aðstöðuna ?
![]() |
Verðstríð til London hafið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.9.2015 | 11:32
Á leið til andskotans - einu sinni enn ?
___________________
Seðlabankinn hækkar stýrivexti.
Bankar hækka almenna vexti á óverðtryggð lán.
Verðhækkanir í verslun og þjónustu.
Vaxandi verðbólga.
Það er fáránlegt af stjórvöldum og ríkisstjórnarflokkunum að halda því fram að það ríki stöðugleiki á Íslandi.
Hér er ónýt króna og óstöðugt efnahagsástand auk spilltra stjórnvalda.
Nýgerðir kjarasamningar og dómur Kjaradóms eru síðan fóður á gamla bálið, og þá hefst víxlverkun, sem er gamalkunn á Íslandi.
Afrakstur kjarasamninganna er langt kominn með að hverfa og niðurstaðan er verðbólga og dvínandi kaupmáttur.
Við erum enn föst í viðjum vandamálanna eins og undanfarna áratugi.
Niðurstaðan, okurvextir, vísitöluhækkanir, verðbólga og dvínandi kaupmáttur.
Síðan sjá stjórnarflokkarnir um að ákveðnir hópar sleppi betur en sauðsvartur almúginn.
Það hefur ekkert breyst á Íslandi og ekki undarlegt að kjósendur kalli eftir breytingum sem halda.
Ísland er spillt þróunarríki í fjötrum valdastéttanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar