Siðferðisskilningur stjórnmálamanna ?

2016 heyri ekkiJúlíus Vífill Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina, sýndu litla borgaralega ábyrgðakennd og grófu undan tiltrú almennings á kjörnum fulltrúum í Panamamálinu svokallaða. Þetta kemur fram í harðorðri niðurstöðu siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna málsins.

___________________

Það eru tugir íslendinga í sömu sporum, en ábyrgð kjörinna fulltrúa er mest og ábyrgð þeirra gagnvart kjósendum ríkastur.

Erlendis væri allir þessir stjórnmálamenn hættir, en á Íslandi aðeins einn sem axlar þá ábyrgð.

Tveir ráðherrar hættir en sitja áfram á þingi, tveir ráðherrar þykast hvorki heyra né sjá.

Siðleysið á Íslandi á sér djúpar rætur og skilningur stjórmálamanna á stöðu sinni einstakur í Evrópu.

Þeir væru allir hættir í siðmenntuðum löndum en hér á landi eru kjósendur steindauðir og stjórnmálamenn fara sínu fram.

 


Einræðan í fílabeinsturninum.

Ágúst Svansson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafði yfirumsjón með öryggisgæslunni á Austurvelli í dag en í samtali við Vísi segir lögregluna ekki koma nálægt þessari ákvörðun um að stækka svæðið sem er girt af öðruvísi en að tryggja öryggi að beiðni forsætisráðuneytisins og Alþingis.

 

Nú er komin upp sú staða á Íslandi að óvinsælir ráðamenn þjóðarinnar láta reisa girðingar svo almenningur komist ekki nærri þeim.

Einræðan í fílabeinsturninum á Austurvelli í dag var sorgleg og neyðarleg.

Afgirtir ráðamenn héldu innblásnar ræður yfir sjálfum sér og í órafjarlægð hímdu nokkrir kjósendur sem héldu að þeir væru velkomnir.

Það er illa komið þegar ráðamenn þora ekki einu sinni að horfast í augu við landsmenn á þjóðhátíðardaginn.

Eitthvað er að samviskunni á þeim bænum.


Hörku keppni um annað sætið - hverju skilar það ?

Halla Tóm­as­dótt­ir bæt­ir mestu fylgi við sig frá síðustu könn­un, er nú með 12,3% fylgi, var 9,8% síðast. Halla er kom­in upp fyr­ir Andra Snæ Magna­son, sem var með tæp 12% síðast en lækk­ar núna niður í 11%. Aðrir fram­bjóðend­ur eru með sam­an­lagt 5,7% fylgi, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um könn­un þessa í Morg­un­blaðinu í dag.

_____________

Æsispennandi kosningabarátta um annað sætið.

Nett fyndið að fjölmiðlar eru að reyna að gera eitthvað úr þeirri staðreynd.

En hverju skilar annað sætið í forsetakosningum.

Engu.

Þó aldrei eigi að gefa sér úrslit fyrirfram verður að viðurkenna að þessi kosningabarátta er með þeim mest óspennandi sem ég man eftir.

Þó maður eigi að tala varlega hafa úrslit legið fyrir lengi.

Einum frambjóðanda hefur tekist að komast í 20% frá því Guðni mætti til leiks og sá frambjóðandi hríðfellur í fylgi núna, og ekkert undarlegt við það.

Núna er þetta spurning um hver verður í öðru sæti og hvort einhver komst upp fyrir 20% utan þess sem er að sigrar.

Þetta er nú ekkert sérstaklega spennandi, en eitthvað verða fjölmiðlar að hafa til að skemmta sér yfir.


mbl.is Halla bætir við sig mestu fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullkomin falleinkun landbúnaðar-forsætisráðherra.

Þar er farið nokkuð hörðum orðum um frumvarpið - eftirlitið telur að verði það óbreytt að lögum sé stigið enn stærra skref í að undanþiggja mjólkuriðnaðinn frá samkeppnislögum. Það komi í veg fyrir eða takmarki beitingu banns á misnotkun á markaðsráðandi stöðu gagnvart afurðarstöðum í mjólkuriðnaði.

_________________

Núverandi forsætisráðherra,áður landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnin í heild sinni fá fullkomna falleinkunn hjá Samkeppniseftirliti.

Það er áhyggjuefni að ráðamenn þjóðarninnar opinberist sem fullkomlega vanhæfir í því verkefni sem þeim er falið.

Nú gekk Framsóknarflokkurinn of langt í að hygla skjólstæðingum sínum.

Og purkunarlaust ætluð þeir neytendum að borga brúsann.

Þessi niðurstaða er risastór áfellisdómur yfir ónýtum stjórnmálamönnum.


Tíminn vinnur með mér.

2016 tíminn

 

 

 

 

  Tíminn vinnur með mér.

 

  Síðasta tölublað 1996.

 

  Tíminn er endalaus.


Píratar - stjórnleysi eða kommúnismi ?

Segist Erna vera komin með nóg af því hvað stefnumótakerfið hjá Pírötum sé gallað og að einstaklingar vilji misnota það án frekara samráð.

„Legg til að Píratar fari aftur í ræturnar og skoði hin upphaflegu stefnumál Píratahreyfingarinnar á alþjóðavísu. Það eru amk málin sem ég styð áfram, hvorki meira né minna.“

Það er ljóst að vinnuaðferðir og hugmyndir þeirra sem ætla að stjórna stefnumálum Pírata eru farnar að pirra ýmsa.

Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi gagnrýnir kerfi flokksins og segir stefnumótunarferlið vera losaralegt fyrir jafn stóran hóp og Pírata. Það þurfi að laga. Undir það tekur Mörður Ingólfsson annar höfundur tillaganna.

Sumir hallast að því að tillögur sem liggja fyrir sé hreinn kommúnismi og enn aðrir hafa talað um stjórnleysi eða anarkisma.

Hvað sem öðru líður á eftir að ganga mikið á áður en Píratar ná samkomulagi innbyrðis, og hvað þá við aðra.

Það væri nú gott fyrir samneysluna ef það liggja virkilega á laustu 100 milljarðar sem bíða eingöngu eftir því að stjórnmálamenn nái í þá.

Þá verður gott að lifa.

Kannski gæti nú verið að þessar hugmyndir séu ekki eins raunhæfar og gert er ráð fyrir í tillögukerfi Pírata.

En gott ef svo er.


Perónulegar árásir skora ekki hjá kjósendum.

Guðni Th. Jó­hann­es­son er með 60,6% fylgi í nýrri skoðana­könn­un Frétta­blaðsins, Stöðvar 2 og Vís­is þegar að átján dag­ar eru til for­seta­kosn­inga. Davíð Odds­son er með 17,7% fylgi, Andri Snær Magna­son 10,9% og Halla Tóm­as­dótt­ir 7,3%. Aðrir fram­bjóðend­ur mæl­ast með minna fylgi.

______________

Persónlegt skítkast er ekki að skora í þessari kosningabaráttu.

Nokkuð hefur borið á óþverralegum árásum á ákveðna frambjóðendur.

Þeir hinir sömu hafa ekki látið leiða sig út í leðjuslag við fylgismenn þessa frambjóðanda.

Fylgi Guðna er óhaggað um 60% leðjuslagsframbjóðandinn hefur nú dalað frá síðustu könnunum sem sýnir að svona aðferðir hugnast ekki kjósendum.

Flest bendir til að línan sé orðin nokkuð ljós og forseti verði kosinn með meira en 50% atkvæða í þetta sinn.

En það er eitthvað eftir enn af kosningabaráttu en það þarf mikið að gerast til að stóru línurnar breytist úr þessu.


mbl.is Guðni með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrekur forusta Framóknarflokksins Höskuld í burtu ?

2016 nýju fötinHöskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segist aldrei hafa orðið vitni af viðlíka foringjadýrkun og á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina.

_____________

Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknar í NA kjördæmi er hugaður þingmaður.

Meðan allir aðrir í forustuliði Framsóknar falla fram og tilbiðja leiðtogann bendir hann á að foringinn er klæðlaus eins og keisarinn í ævintýrinu.

Stóra spurningin er því, mun forustan leggjast á eitt við að hrekja Höskuld út úr þingmennsku.

Þeir félagar SDG og Höskuldur eru þingmenn NA kjödæmis og það gæti soðið á keipum ef þeir takst á forvali eða prófkjöri í kjördæminu.

Mín tilfinning er að Framsókn muni losa sig við þennan óþægilega þingmann í aðdraganda kosninga.

Svona gerir maður ekki þegar SDG á í hlut, hann á Framsóknarflokkinn.


Framsókn - blind foringjadýrkun eða hræðsla ?

Ekki var bor­in fram til­laga um að flýta haust­fundi miðstjórn­ar Fram­sókn­ar­flokks, á vor­fundi henn­ar sem hald­inn var á laug­ar­dag. Í 9. kafla laga Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ir að haust­fund miðstjórn­ar þurfi til að boða til flokksþings.

___________

Sigmundur Davíð er mættur til leiks, borubrattur og fullur af gorgeir sem aldrei fyrr.

Þjóðins baulaði hann niður og hann hraktist úr embætti forsætisráðherra.

Hann var uppvís að ósannindum trekk í trekk og var að lokum afhjúpaður í viðtali í sjónvarpi.

Það var ekki innlend afhjúpun, það var alheimsafhjúpun sem vakti athygli um víða veröld

En Framsóknarmenn styðja sinn mann, sama hvað.

Hvað veldur veit maður ekki en þetta minnir mjög á ógnarstjórn Davíðs á Sjálfstæðisflokknum, enginn þorði að segja neitt.

Nú skjálfa Framsóknarmenn á beinunum og enginn þorir að benda keisaranum á klæðleysið nema kannski Akureyrar - Framsókn.

Flest bendir því til að leiðtogi og forsætisráðherraefni Framsóknar í næstu kosningum verði SDG, þrátt fyrir að hann hafi verið afhjúpaður sem aflandsmaður og lygari, en hvað með það, svona er þetta bara í flokkum sem búa við foringjaræði.


mbl.is Þyrftu að flýta haustfundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrútalykt í lofti.

2016 hrútalykt

 

  

  Einn fésbókarvinur minn vakti á þessu athygli.

 

 Sérkennileg stefna hjá Stöð 2.

 

 Kannski er þetta "öflugasta " íþróttadeildin að þeirra mati af því nóg er af sætum og vöðvastæltum strákum.

 

 En hvað með það, svona sér maður ekki á hverjum degi árið 2016.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 820355

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband