21.5.2017 | 22:33
Fjármálaniðurskurðarráðherra formaður hollvina MR - er þetta brandari ?
_______________
Fjármálaráðherra niðurskurðar til framhaldskólanna í framboði til formanns Hollvinafélags MR.
Satt að segja hélt ég að verið væri að fíflast í mér þegar ég heyrði þetta.
En þetta er víst staðreynd og nú hefur hneykslaður kandidat boðað mótframboð.
Ekki undarlegt
Að fjármálaráðherra sjái ekki fáránleika málsins er áhyggjuefni.
Auðvitað getur hann ekki verið í hollvinasamtökum stofnunar sem er fjársvelt meðal annars fyrir hans tilstilli.
Skárra væri það nú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2017 | 20:52
Sjálfstæðisflokkurinn er í dauðafæri.
Sjálfstæðisflokkurinn er í dauðafæri.
Aldrei áður hafa þeir náð að vera í samstarfi með jafn skoðana og prisiplausum flokkum í ríkisstjórn og nú.
Þeir eru í dauðafæri með ýmislegt.
Menntamálaráðherrann fær að einkavæða í skólakerfinu, hann er í góðri hugarfarslegri æfingu eftir fjögurra ára dvöl í heilbrigðisráðuneytinu.
Hugmyndir flokksins í einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu verða að veruleika m.a. vegna þessa að flokkurinn sem stýrir því ráðuneyti er viljalaust verkfæri frálshyggjuaflanna.
Það hefur sennilega verið greiðslan fyrir ráðherrastólinn.
Og er Sjálfstæðisflokkurinn farinn að velta fyrir sér í alvöru að selja Keflavíkurflugvöll - Leifsstöð til að fjármagna vegaumbætur í landinu.
Einkavæðingarhugmyndir af sverustu gerð í anda bæjarstjórans sem setti heillt sveitarfélag á hausinn um árið.
Sumir læra aldrei neitt.
Engin hætta er á að samstarfs-meðreiðarflokkarnir æmti eða skræmti, þeir bara beygja sig eins og vanalega.
Á meðan er Sjálfstæðisflokkurinn að slá út af borðinu ýmsar hugmyndir ráðherra samstarfsflokkanna.
Virðisaukaskattshugmyndir fjármálaráherrans eru á leiðinni á ís og launajafnréttisáætlanir félagsmálaráðherrans sömuleiðis.
Munu þeir mótmæla ?
Engin hætta á því.
Sjálfstæðisflokkurinn ræður öllu í þessari aumu ríkisstjórn. Björt framtíð og Viðreisn eru bara grínflokkar sem þeir taka ekkert mark á og fara sínu fram.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei á lýðveldistímanum verið öðru eins dauðafæri.
Þeir eru með hreinan meirihluta á þingi, meirihlutinn sem hefur skoðanir og áherslur er þeirra, hinir tveir eru bara þarna til að uppfylla vonir og væntingar frjálshyggjuafla Sjálfstæðisflokksins.
Og gera það með bros á vör, ráðherrastólarnir eru mjúkir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2017 | 17:04
Kvótagreifar fitna eins og púkinn á fjósbitanum.
Hér kristallast allt það sem er vont við kvótakerfið og afleiðingar þess.
Gróðaöfl sölsa undir sig kvóta byggðanna með því mikla fjármagni sem þau ráða yfir.
Td er Grandi nú að greiða eigendum sínum tvo milljarða í arð.
Þetta höfum við séð áður, stór fyrirtæki kaupa önnur minni í dreifbýlinu og flytja síðan eftir geðþótta hingað og þangað, þar sem þeir geta hámarkað gróðann og glatt eigendur sínar.
Eftir sitja byggðalög, fjölskyldur og einstaklingar í sárum.
Gömul saga og ný og enn fitna þeir stærstu á kostnað hinna.
Kvótakerfið er óréttlátt og óhagkvæmt fyrir fólkið í landinu.
Fáir stórir fitna á kostnað þeirra smærri.
Hversu lengi ætlum við að viðhalda þessu óréttláta og ómanneskjulega kerfi ?
![]() |
Gríðarlegt högg fyrir Akranes |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2017 | 10:12
Mannréttindabrot Íslands.
Erla Hlynsdóttir blaðamaður segir blaðamannastéttina eiga undir högg að sækja og staðan sé alls ekki góð. Hún segir íslenska ríkið vera í raun orðið síbrotamaður á mannréttindabrotum og dómar Mannréttindadómstólsins séu ótrúlega vandræðalegir fyrir íslenska dómstóla.
_______________
Þjóðin er í áfalli.
Íslensk stjórnvöld dæmd fyrir stjórnarskárbrot.
Brot á pyntingalöggjöf og tjáningarfrelsi. Margdæmd fyrir brot á tjáningarfrelsinu, sjötti dómur í húsi.
Í hvernig landi búum við eiginlega ?
Nú bíður þjóðin eftir því að embættismenn, dómarar og lögregla stigi fram og biðji hlutaðeigandi og þjóðina afsökunar.
Mun það gerast ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2017 | 17:54
Þjóðvegur 1. Svínvetningabraut er framtíðin.
Ástand malarvega í Húnavatnshreppi er algjörlega óviðunandi að mati Kvenfélags Svínavatnshrepps. Telur félagið að íbúum stafi hætta af þessu ástandi og hefur miklar áhyggjur af því hvað getur gerst ef fram heldur sem horfir.
Fréttir af ástandi malarvega í Húnavatnssýslum vekja upp hugleiðingar um framtíð vegamála á þessu svæði.
Uppbygging og bundið slitlag á Svínvetningabraut væri auðvitað eins af stóru málunum hvað varðar hagkvæmara vegastæði fyrir Þjóðveg 1 um Húnavatnssýslur.
Alveg dauðafæri fyrir hagkvæmari lausn og þjóðhagslegan sparnað. Sú leið er verulega styttri og losar vegfarendur við slæman veðurkafla austan Blönduóss, sennilega einn af verri köflum hvað varðar vetrarveður á Þjóðvegi 1 fyrir norðan.
Hvað uppbygging og vegagerð á þessu svæði kostar, hef ég ekki hugmynd um, en tilfinningin er sú að þetta sé þjóðhagslega hagkvæmt. Jafnframt mundi það leysa vanda heimamanna sem kvarta undan slæmum vegum á þessum slóðum.
En af hverju er þetta ekki löngu komið á koppinn ?
Því hefur verið haldið fram að hreppapólitík ráði því að vegurinn verði að liggja um Blönduós. Heimamenn myndu missa spón úr aski sínum ef meginumferðin færi um Svínvetningabraut.
Veit ekki hvort þetta er rétt, veit ekki hvort þetta hefur verið rætt og skoðað hjá Vegagerðinni og veit ekki hvort þingmenn NV kjördæmis mundu leggjast gegn því að þessi hagkvæma lausn væri skoðuð.
Í dag fer ég helst ekki aðra leið en malarvegina með Svínavatni.
Þó þetta sé holótt og hlykkjótt finnst mér ég græða á því, fljótari og leiðin falleg.
Það er aðeins um háveturinn sem ég vel að fara um Blönduós. Kannski þarf ég þessi ekki en tilfinningin er að það sé öruggra hvað varðar færð og þjónustu.
En til framtíðar litið finnst mér ekki spurning að þessi leið verði gerð að Þjóðvegi 1 með þeim vegabótum og lagfæringum sem þarf til.
Það er þjóðhagslega hagkvæmt - held ég.
Hvort það er rétt hjá mér að kalla þetta Svínvetningabraut er svo annað mál. Það var nafnið sem notað var um þessa leið þegar ég var að læra á landið fyrir margt löngu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2017 | 15:06
Mývatn - mengun. Ábyrgð Alþingis og ráðuneyta.
Ekki fer á milli mála í mínum huga að ríkisvaldið verður að koma að uppbyggingu fráveitukerfa í Mývatnssveit. Því miður hefur mikill tími tapast vegna hægagangs og áhugaleysis ráðuneytis og Alþingis.
Í framhaldi af lögum sem sett voru um verndun Mývatns hefði verið eðlilegt að Alþingi sem setur slík lög með gríðarlega íþyngjandi álögum á lítið sveitarfélag hefðu haldið málinu áfram og unnið tillögur að úrbótum í framhaldi af því
En það gerðist ekki. Eins og oft áður á Íslandi setur löggjafinn lög og síðan er eftirfylgni ráðuneyta og stofnana ríkisins engin. Þannig var það með lög um verndun Mývatns, ekkert gert í framhaldi af því.
En nú virðist sem eitthvað sé að rofa til. Heilbrigðisnefnd svæðisins hefur margoft bókað og reynt að þoka málum, án árangurs. Núna virðist sem stofnunum ríkisins sé að verða ljós alvarleiki málsins.
Umhverfisráðherra virðist að hluta til skilja málið og fjármálaráðherrann er þingmaður kjödæmisins sem kannski tryggir meiri athygli hans en annars. Hver veit.
Nú eiga þingmenn og ráðherrar að hætta að tala og fara að taka ákvarðanir.
Sveitarfélagið verður að fá fjárhagslegan stuðning við þessa uppbyggingu. Lágmark að sjá 500-700 milljónir til verksins.
Mér er ekki kunnugt að þess sjáist merki í fjármálaáætlun til fimm ára en væntalega eru það mistök ef svo er ekki.
Enn tími til að bæta þar úr.
Dauðyflisháttur er ekki í boði lengur.
Nú verða heilbrigðisyfirvöld að sjá að eitthvað eigi að gera, annars neyðast þau til að grípa til aðgerða í samræmi við lög og reglur um mengunarvarnir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.5.2017 | 18:55
Laumuspil menntamálaráðherra.
_____________
Fráfarandi heilbrigðisráðherra, núverandi menntamálaráðherra heldur áfram þar sem frá var horfið í gamla ráðuneytinu.
Einkavæðing í reykfylltum bakherbergjum, laumuspil og óheiðarleiki.
Skólameisturum FÁ og Tækniskólans þvælt í málið fyrir mánuðum og sagt að þegja.
Gætu setið uppi með trúnaðarbrest gagnvart kennurum og nemendum.
Vond vinnubrögð og hægt að túlka þau sem leyndarhyggju og óheiðarleika ráðherrans.
Ekki erfitt að rökstyðja það álit í ljósi þeirra upplýsinga sem fram hafa komið.
Og viðbrögð ráðherrans þau sömu og í gamla ráðuneytinu, ekkert búið að ákveða og þetta er bara svona í hálfgerðu gríni.
Ríkisstjórnin er að einkavæða í drep, en vilja ekki kannast við það og ætla að gera það í skjóli myrkurs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2017 | 16:10
Forsætisráðherra segir af sér.
______________
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun væntanlega segja af sér næstu daga.
Það gerir hann ef hann er sjálfum sér samkvæmur.
Það er alvarlegt mál að brjóta lög og á úrskurð að svo hafi verið.
BB beindi því til fyrrum forsætisráðherra að íhuga afsögn fyrir sömu sakir.
Það e alvarlegt mál að brjóta lög, stjórnmálmenn verða að vera okkar fyrirmynd þegar kemur að því að axla ábyrgð.
Ráðherrar hjóta að gera sömu siðferðiskröfur til sín og annarra.
Það er því bara tímaspursmál hvenær boðað verður til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2017 | 12:28
Engeyjarfrændur í ruglinu - samdóma álit allra sem málið varðar.
Engeyjarfrændur , BB og BJ eru í ruglinu.
Forsætis og fjármálaráðherrar.
Samdóma álit allra þeirra sem fengnir voru til að segja skoðun sína á fjármálaáætlun næstu fimm ára.
Þar stendur ekki steinn yfir steini og engin von til að hægt sé að standa við þær áætlanir nema með gríðarlegum niðurskurði á samfélaginu.
Það er stórhættulegt að hafa menn í valdastöðum sem ekki hafa meira vit á því sem þeir eru að gera.
Ísland er í djúpum skít með óhæfa ríkisstjórarflokka við stjónvölinn.
Munu þeir endast út kjörtímabilið ?
Það er að bresta á fjöldaflótti úr ríkisstjórnarflokkunum ef að líkum lætur.
![]() |
Vantar 10 milljarða í reksturinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2017 | 13:48
Þjónar íhaldsins - hversu lengi ?
Björt framtíð og Viðreisn skrökvuðu því í kjósendur að þeir væri frjálslyndir miðjuflokkar, fylgjandi ESB umsókn og bæru hag velferðarkerfisins og almennings fyrir brjósti.
Að loknum kosningum fengu þessir flokkar samtals rúmlega 17% fylgi og runnu saman í hjónasæng.
Þaðan boðuðu þeir áfram frjálslyndi og löngun til að mynda frjálslynda miðjustjórn með áherslur sínar að leiðarljósi.
Allir vita hvernig það fór, flokkarnir runnu átakalaust inn í Sjálfstæðisflokkinn, kvittuðu upp á allar hans áherslur og fengu að launum nokkuð þokkaleg ráðherrasæti.
Nú er fylgið horfið að mestu samkvæmt könnunum, kannski eru eftir ca 8-9%. Traust á flokkunum fokið út um gluggann hjá kjósendum. Sérstaklega má Björt framtíð sjá á bak mest öllu því trausti sem kjósendur þeirra báru til hennar.
Gríðarleg óánægja er með hvernig þessir flokkar hafa kokgleypt allar áherslur BB og félaga og fjárlagaáætlunin sem þeir standa að er sú mesta hægri stefna sem dunið hefur á landsmönnum lengi.
Sérstaklega beinast augu kjósenda að heilbrigðisráðherranum sem hefur reynst allt annar en kjósendur sáu og trúðu.
Nú er stóra spurningin.
Hversu lengi komast þessir flokkar upp með að halda Sjálfstæðisflokknum og stefnumálum hans við völd ?
Kannski fara kjósendur þeirra lönd og leið og bara hverfa. Sennilega er kjarninn og baklandið, flokksapparötin fámenn og þrá að halda þessum nýfengnu völdum.
Líklegast er að fámennisklíka þessara flokka komist upp með að halda þeim við " völd " út kjörtímabilið.
Aðhald kjósenda þeirra lítið sem ekkert.
Ekkert sérstaklega þægilegt tilfinning fyrir hönd Íslands að hér verði hreinn og ómengaður Sjálfstæðisflokkur sem ræður öllu, hækjurnar njóta sviðljóssins í volgum ráðherrastólum.
Næst kosið 2020.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 820349
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar