10.2.2018 | 10:57
Umhirðuleysi Akureyrarbæjar.
Akureyrarbær á gamalt hús við Strandgötu. Það hús komst í fréttir í vikunni í tengslum við lögregluaðgerðir.
Strandgata 17 var byggð 1885 að stofni til en hefur verið breytt mikið síðan. Byggt vestan við það og settir á það kvistir.
Lengi var húsið í einkaeign og í æsku minni var íbúð í austurhlutanum og fallegur blómagarður framan við.
Í vesturhelmingi var Tómstundabúðin um hríð og síðan umboð tveggja happdrætta.
Akureyrarbær eignaðist húsið og síðan þá hefur leið þess legið lóðbeint niður á við.
Húsið er á mjög viðkvæmum stað í bæjarmyndinni við Strandgötu þar sem eigendur húsa hafa margir verið að endurbyggja og taka húsum tak. Öll húsin vestan Glerárgötu hafa fengið yfirhalningu og mörg austan götunnar.
En þessi eign Akureyrarbæjar drabbast niður og bærinn lætur sem honum komi þetta ekki við.
Auðvitað er skylda bæjarins að eignir bæjarins séu í góðu lagi og þar sem hér er um að ræða friðað hús er skylda bæjarins að gera það upp, hvort sem það yrði nú í upphaflegri mynd eða í því formi sem komið var á húsið 1930.
Myndin hér að ofan er tekin á árunum eftir 1930.
Ég skora á bæjaryfirvöld að girða sig í brók á láta taka þetta hús í gegn og það verði til sóma í götumynd Strandgötu.
Svona ástand getur ekki gengið.
Ég vona að bæjarfulltrúar vakni til meðvitundar um skyldur sínar gagnvart eignum bæjarins og þeirri bæjarmynd sem við viljum hafa á þessu svæði.
Mörg hús á Oddeyri þurfa á viðgerðum að halda.
Hér er tækifæri fyrir bæjarfulltrúa að taka af skarið og láta taka til hendi í þessu tilfelli.
Fasteignir bæjarins eiga ekki að grotna niður og vera til skammar.
Ræs bæjarstjórn, allir ellefu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2018 | 18:53
Senditík Sjálfstæðisflokksins í embættismannakerfinu.
Þjónkun við stjórnmálamenn og flokka eru sumum dýrmætari en starfsheiður og skynsemi.
Það er alltaf sigur augnabliksins, en tap til lengri tíma.
Sýslumaðurinn í Reykjavík sýndi það svart á hvítu þegar hann setti lögbann á umfjöllun fjölmiðils.
Allir vita af hverju hann gerði þetta og hverjum hann var að þjóna.
Héraðsdómur hefur nú tekið af allan vafa, sýslumaðurinn var að fiska í gruggugu vatni fyrirgreiðslu og spillingar.
Þessi gjörningur mun fylgja sýslumanni alla tíð. Embættismaðurinn sem taldi þjónkun við flokkinn dýrmætari en orðspor og heiðarleiki.
Sumir velja bara svona.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2018 | 18:30
Vinstri græna niðurlægingin.
Sjálfstæðisflokkurinn setur yfirfrakka á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Niðurlæging VG er endanlega staðfest.
Íhhaldsamur fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins ráðin til að drepa umræðu um stjórnarskrárbreytingar.
Það er síðan til að fullkomna skömmina að hún er titluð sem aðstoðarmaður Vinstri grænna.
Afturhaldið gengur í takt og hver man eftir Framsóknarflokknum sem er horfinn.
Vg er endanlega horfin í björg Valhallar eins og Ólafur liljurós forðum þegar hann gekk í álfarann.
Ætli kjósendur flokksins séu ekki að ærast úr gleði ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2018 | 13:55
Tilraun til ritskoðunar og kúgunar hrundið.
Fjármálaveldin reyna að kúga fátæka fjölmiðla í valdi fjármagns.
Bankakerfið reynir að verja sína, í þessu tilfelli stjórnmálamann með fullan poka af misjöfnum fjármálagjörningum.
Það mistókst og réttlætið sigraði.
Nú er að sjá hvort reynt verður að halda áfram, kæmi kannski ekki svo á óvart í bananalýðveldinu Íslandi.
![]() |
Segir niðurstöðuna fullnaðarsigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.2.2018 | 12:06
VG þorir ekki að rugga bátnum.
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, kom fyrstur í pontu og gagnrýndi ráðherra harðlega fyrir að upplýsa þingheim ekki um það að verulegar efasemdir væru á meðal embættismanna stjórnarráðsins um þá leið sem Sigríður fór við skipun dómaranna. Sagði Jón Steindór það forkastanleg vinnubrögð af hálfu ráðherrans. Þá sagði hann jafnframt málatilbúnað hennar varðandi ábyrgð sína og svo Alþingis við skipunina með nokkrum ólíkindum.
Stóra vandamál ríkisstjórnarflokkanna er dómsmálaráðherrann og forkastanleg vinnubrögð hennar.
Ein ríkisstjórn hefur þegar fallið vegna hennar að hluta.
Kannski er önnur í vanda, en heldur vegna dugleysis samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins.
VG þorir ekki að rugga bátnum, fínir ráðherrastólar svo ekki sé talað um grobbstól Steingríms.
Framsókn þegir þunnu hljóði enda vanir að vera i hækjuhlutverki hjá Íhaldinu.
Sjálfstæðisflokkurinn ver sinn mann fram í rauðan dauðann enda vefst siðferði í stjórnmálum lítt fyrir Valhallagreifum.
Þetta er erfitt mál fyrir ríkisstjórnina, sérstaklega VG sem neyðist til að þegja til að halda í stólana.
Svo eiga þeir það við samvisku sína hvort þetta er siðlegt gagnvart kjósendum sem oft hafa sett siðferði í stjórnmálum í öndvegi.
Það er öldugangur og sker framundan þó þingflokkur VG sjái það ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2018 | 17:26
Verkalýðsfélög og innbyrðis deilur.
Saga verkalýðsbaráttu á Íslandi er þyrnum stráð og oft hefur baráttan verið erfið og vinnuveitendur ekki tilbúnir að gefa neitt eftir.
Smátt og smátt unnust réttindi og kjörin bötnuðu.
Auðvitað er langt í frá að þeir sem við lægstu laun búa hafi það gott.
Misskiptingin er allt of mikil og mikilvægt að samstaða og baráttuþrek verkalýðshreyfingarinnar sé sem mest.
Það er því sorglegt að sjá félaga sína eiga í persónulegu stríði innbyrðis meðan púkinn á fjósbitanum fitnar.
Hann nærist á ósamstöðu og innbyrðis deilum.
Við sem erum kjörnir til forustu fyrir félagsmenn okkar í verkalýðsfélögunum ber að hafa hag og kjör okkar umbjóðenda að leiðarljósi.
Það er okkar hlutverk að ná samstöðu og samvinnu við félaga okkar í öðrum stéttarfélögum.
Við erum sannarlega ekki kjörin til að eiga í persónulegum deilum innbyrðis, slíkt veikir félögin okkar og heildarsamtökin.
Ef ágreiningur er eða mismunandi sýn á verkefni á að leysa slíkt innan hreyfingarinnar og alls ekki bera slíkar deilur á torg.
Það veikir verkalýðshreyfinguna og það er ekki það sem forustumenn hennar voru kosnir til að gera.
Hlutverk verkalýðsfélaga er að vinna fyrir félagmsmenn sína og reyna allt sem hægt er til að bæta kaup og kjör.
Það hefst ekki ef blóðugar illdeilur skreyta síður fjölmiðla alla daga.
Stöndum saman og hættum illdeilum, það skapar sigrana en ekki ósamstaðan.
Við þurfum á allri okkar orku að halda í annað.
Þess vegna slíðra menn sverðin og fara að tala saman eins og siðaðra manna er háttur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2018 | 13:03
Í boði Vinstri grænna - og fleiri.
Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. Að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum starfa þau nú eftir 100 milljóna króna niðurskurðaráætlun og er lokun göngudeildarinnar liður í þeirri áætlun. Engin framlög hafa komið frá ríkinu til göngudeilda SÁÁ síðastliðin þrjú ár, að því er segir í tilkynningunni.
Það á að loka göngudeild SÁÁ á Akureyri.
Ástæðan, niðurskurður fjárframlaga.
Niðurstaða stjórnar er að loka úti á landi og freista þess að halda opnu í Reykjavík.
Vont en skiljalegt þegar fjárveitingavaldið hefur sett SÁÁ í úlfakreppu.
Niðurskurður til SÁÁ er í boði ríkisstjórnarflokkanna og þar eiga Vinstri grænir mikinn þátt.
Uppbygging innviða, kjörorð þeirra verður hálfgerður brandari þegar þeir beita sér fyrir tugmilljóna niðurskurði til samtaka sem hafa mörgum bjargað.
Það væri gaman að sjá að þingmenn NA taki til vopna og komi í veg fyrir svona ósvinnu.
Á ekkert sérstaklega von á því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafi neinn sérstakan áhuga á að beita sér.
En ég brýni hina sem ekki eru bundnir á fjármálaklafa Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2018 | 10:22
Alþingismenn stela milljörðum af bíleigendum.
Landsmenn hrópa á endurbætur á vegakerfinu en ríkið eykur stöðugt skattlagningu á bíleigendur sem notuð er í annað. Samt er talað um að ekki séu til peningar til uppbyggingar og viðhalds vega sem eru þó einhverjar arðbærustu framkvæmdir sem hægt er að ráðast í. Á meðan stóreykst nýting og slit á vegakerfinu, slysum fjölgar, eigna- og manntjón eykst samfara auknum kostnaði heilbrigðis- og öryggiskerfi landsins.
Alþingi rænir milljörðum af bifreiðaeigendum á hverju ári.
Á meðan grotnar vegakerfið niður vegna ónógs viðhalds.
Bráðnauðsynlegar vegabætur eru á ís vegna þessa þjófnaðar.
73 milljarðar er innheimtir af bifreiðaeigendum.
Alþingi skilar 21 milljarði til vegamála.
Hreinn þjófnaður er þetta á mannamáli.
Nýji samgönguráðherrann er farinn að gæla við vegaskatta þó hann hafi staðfastlega neitað slíku í kosningabaráttunni og fyrst eftir ráðherrastólinn.
Endilega að slíta meira úr vösum bíleiganda til viðbótar við þjófnaðinn.
Er einhver von til að heiðarlega verði gefið á Alþingi í framtíðinni ?
Held ekki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2018 | 11:34
Borgarfulltrúum fórnað. 1.245 færri tóku þátt.
Talin hafa verið öll atkvæði í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, samtals 3.826. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 59 talsins, því voru samtals 3.885 greidd atkvæði.
Þá er leiðtogakjör í Reykjavík lokið og úrslit afgerandi.
Núverandi borgarfulltrúum hafnað með afgerandi hætti og varla séð hvernig þeir geta tekið sæti eftir svona útreið.
Árið 2013 tóku 5.075 þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en núna mættu 3.826 sem er 1.245 færri en fyrir fjórum árum.
Það endurspeglar áhugleysi kjósenda á þeim frambjóðendum sem í boði voru.
Að fjórðungi færri mæti nú er athyglisvert og vafalaust eigum við eftir að fá lærðar úrskýringar á því.
Nú er að sjá hvernig Sjálfstæðisflokknum gengur með stóreignamann með vafasama fortíð í fyrsta sæti.
Hvort að hann höfði til hins almenna Reykvíkings er vandséð.
![]() |
Eyþór langefstur með 2.320 atkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.1.2018 | 12:00
Kamelljónið vinstri - hægri grænir.
Hægri grænir eru orðnir glaðir og ganga nú glaðbeittir með íhaldsflokkunum og verja kerfið í drep.
Dæmdur dómsmálaráðherra, lækkun veiðigjalda, hunsun öryrkja og aldraðra, sveltistefna innviðanna, allt er þetta nú orðið þóknanlegt fyrrum sósialistum og mannvinum í Vinstri grænum.
Hægri grænir falla að innviðum Valhallar eins og flís við rass á nokkrum vikum.
Kamelljónin í forustunni eru kát með stólana og völdin.
Stefnan og áherslur þessa fyrrum vinstri flokks voru til sölu fyrir nokkra stóla og sviðsljósið.
Og meira að segja varaformaðurinn er orðinn glaður sem hann var sannarlega ekki í upphafi.
Það tekur ekki nema fáeinar mínútur fyrir kamelljón að skipta um lit, það tólk VG ekki nema andartak að verða að HG.
Til lukku með það.
![]() |
Vinda lægt innan VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar