Verið að vinda ofan af óréttlæti Sjálfstæðisflokksins.

 

Skattbyrði lægri og millitekjuhópa jókst mikið á árunum frá 1995 fram á þessa öld. Það var meðvituð stefna Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að lækka skatta á háar tekur og fjármagnstekjur.

Þetta gerði það að verkum að hin " ríka stétt " á Íslandi var markvisst hyglað af þeirri kolbláu íhaldsstjórn sem sat í 12 ár. Á meðan jókst skattbyrði fólks með lágar og millitekjur stórlega. Þetta var hægri skattastjórn eins og hún er svæsnust og svæsnari en allstaðar í kringum okkur.

Nú hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur snúið dæminu við og skattkerfi og skattbyrði létt á lágum og lægri millitekjum, stendur í stað hjá millitekjufólkinu en hækkar á hátekjufólki og fjármagnseigendum.

Þarna sjást þess skýr merki að hér situr stjórn jafnaðarmanna og félagshyggjufólks og skattastefnu hægri íhaldsafla kastað fyrir róða.

Við stefnum inn í umhverfi norræns velferðarmódels og skattakerfis... undir stjórn Samfylkingar og VG.

Það vel og allir sem vilja og sjá að þessar skattabreytingar eru eins réttlátar og hægt er að búast við í því ástandi sem við nú búum við.

Óréttlæti áranna undir stjórn Sjálfstæðisflokksins er lokið.


mbl.is Lægri lágtekjuskatt og meiri stóreignaskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Íhaldsstjórnin sat í tæp 18 ár. Ýmist með Jafnaðarmönnum eða Framsókn. Hafa skal það sem sannara reynist.

Víðir Benediktsson, 19.11.2009 kl. 19:30

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Einkavæðingin og breytingar á skattkerfinu til hagsbóta fyrir hina ríkari hófst með tilkomu Framsóknarhækjunnar 1995. Stærstu skrefin voru stigin á árunum 1998 - 2003. Þá lögðuðst þeir á árarnar Finnur Ingólfsson, Ólafur Ólafsson og Gunnlaugur faðir framsóknarformannsins, með Sjálfstæðisflokknum við að tryggja sér eigur ríkisins og hagstætt skattaumhverfi.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.11.2009 kl. 21:00

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Rétt hjá þér Jón. Allt hófst þetta með því að Jafnaðarmenn komu Sjálfstæðisflokknum til valda 1991 og síðan tók Framsókn við. Þegar því ævintýri lauk komu jafnaðarmenn aftur til sögunnar og tryggðu sjálfsstæðisflokknum áframhaldandi völd. Reyndar engir jafn duglegir og jafnaðarmenn að vera í hlutverki íhaldshækjunnar s.l. 50 ár.

Víðir Benediktsson, 19.11.2009 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818222

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband