Fyrst Morgunblaðið með 4 milljarða og svo?

Það verða örugglega ljótar tölur sem birtast þegar bankar hafa afskrifað allar þær skuldir sem fyrirtækin ekki ráða við. Mörg munu vafalaust fara á hausinn, önnur fara í aðra eigu og sum, að því er virðist, fá afskrifaðar kröfur í milljarðavís og halda síðan áfram eins og ekkert hefur í skorist. Dæmi um það nú þegar er eignarhaldsfélag Morgunblaðsins sem fékk tæpa fjóra milljarða afskrifaða og kemur afram út eins og ekkert hafi gerst.

Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, vildi í samtali við Morgunblaðið ekki svara því hvort fordæmi væru fyrir því að eigendur fyrirtækja fengju tugi milljarða afskrifaða samfara því að halda yfirráðum í fyrirtækjunum.

Veit ekki alveg hvað Finnur á við með þessu. Eins og fréttir hafa birst virðist sem þetta hafi þegar átt sér stað og eigi eftir að gerast margoft meðan á þessu uppgjöri stendur. Það sem skiptir máli í því er að viðhafa gegnsæi og vera ekki að pukrast með slíkt í bakherbergjum. Ef menn telja að fyrirtæki eigi að lifa og eigi möguleika sem slík á að hjálpa þeim yfir hjallann, en í mínum huga orkar það stórlega tvímælis að sömu einstaklingar sem hafa sýnt sig vanhæfa og ábyrgðarlausa eigi áfram að hafa meirihlutayfirráð.


mbl.is Svarar engu um traust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Byrja þarf á því að henda flugfreyjuliðinu, lesist Samfylkingin út úr Stjórnarráðinu.Ingibjörg Sólrún reis alltaf upp þegar Davíð Oddson varaði við þeim manni sem nú hefur sett landið á hausinn.Hann stjórnaði útrásinni meira og minna með aðkomu að því sem næst öllum bönkum landsins.Vegna tengsla hans við Samfylkinguna skulu afskrifaðar tugir milljarðar og hann skal fá að halda áfram.Morgunblaðið var selt ótengdum aðilum og þar að auki þeim sem hæst buðu.Það var Samfylkingunni líkt að reyna að bera þetta saman.Og hvaða tengsl Hefur Finnur Sveibjörnsson við Ingibjörgu Sólrúnu.Samfylkingin reynir að sjálfsögðu að þegja yfir því.Og hvað er hann að gera sem bankstjóri Kaupþings maður sem keyrði Sparisjóðabankann til helvítis og almenningur borgar.Burt með Samspillinguna sem er Samfylkingin. 

Sigurgeir Jónsson, 3.11.2009 kl. 09:13

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

mikið er ég sammála þér Sigurgeir. Það er nefnilega samfylkingin sem er að ala á  þessari spillingu hjá þessum auðmönnum ef auðmenn er hægt að kalla í dag, sem allmenningur er búinn að horfa á núna í heillt ár að allt er gert fyrir..en ekkert fyrir heimilin og fjölskyldurnar. Út með þessa spillingu strax. Það verður að fara að fara að snúa sér að heimilunum núna , og ekki seinna en núna.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.11.2009 kl. 09:51

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurgeir... þetta er bull og þú veist það... Framsóknarflokkurinn er að reyna að breyta Íslandssögunni sér í hag enda verða þeir að búa sig undir áfallið í febrúar þegar rannsóknarnefndin flettir ofan af Framsóknar - Sjálfstæðisórhroða síðustu 20 ára.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.11.2009 kl. 10:56

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Samfylkingin hefur verið við völd í 30 mánuði á lífsleið sinni ... komst til valda með Sjálfstæðisflokknum í maí 2007 í fyrsta sinn í sögu flokksins.

Framsóknarflokkurinn var við völd samfleytt frá 1995 - 2007 eða í 12 ár og á þeim 12 árum var það búið til sem þú lýsir svo yndislega vel en vilt að kjósendur gleymi hverjir áttu í hlut...

Mér finnst þetta ótrúlega hallærilegt og ódýrt hjá þér ... en þannig er það bara

Jón Ingi Cæsarsson, 3.11.2009 kl. 11:01

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurgeir.... þú ert svo vel að þér... þú getur kannski frætt mig um þetta í leiðinni ??

 http://www.pistlar.com/2009/11/huldufelagi%C3%B0-lifsval-ehf/

Jón Ingi Cæsarsson, 3.11.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818221

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband