Afhuga ESB vegna prívatsamtals.

Það kom mér mjög á óvart. Ég spurði hvort þeir væru að tengja saman Icesave og ESB-umsókn okkar? Já, svöruðu þeir. Þið verðið að átta ykkur á því að ef þið verðið ekki búin að ganga frá Icesave, þá eruð þið bara vandamál fyrir framkvæmdastjórnina,“ segir Lilja.

Hún segist sjálf hafa verið hlynnt því að skoða aðildarsamning að ESB, „en eftir þessa hótun breska þingmanns Verkamannaflokksins varð ég afhuga aðild að Evrópusambandinu“.

Lilja Mósesdóttir hefur greinilega rörsýn á mál. Hún var hlynnt aðild að ESB en af því einhver breskur þingmaður böggaði hana í prívatsamtali skipti hún um skoðun...

Er þetta nú ekki einum og mikil viðkvæmni og ofmat á orðum óbreytts þingmanns í prívatsamtali. Ég hefðí nú  viljað að þingmenn okkar hefðu aðeins meiri sýn á framtíð þjóðarinnar og þau verkefni sem framundan eru en lýsir sér í þessum orðum Lilju Mósesdóttur. Mér finnst þetta pínulítið hallærislegt og lýsir þröngri sýn á framtíðina...

Svona fólk sem sér ekki upp úr eigin nafla er hættulegt og það þurfum við ekki á göngu okkar til framtíðar.


mbl.is „Þá eruð þið bara vandamál fyrir framkvæmdastjórnina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var ekki prívatsamtal,þetta var formlegur fundur.

Einar (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 09:13

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Framkoma Breta og Hollendinga er þannig, að það eitt ætti að duga þjóðhollum mönnum, til  að leggja af allar hugmyndir um nánara og innilegra samband við þetta þjóðabandalag, sem auðsjáanlega er stjórnað af þröngum hagsmunaklíkum stærri þjóða sambandsins, líkt og komið hefur ítrekað fram og AGS ESB og allir sem koma að handrukkun Nýlenduveldanna hér á landi.

Þeir hinir sem enn vilja inn í ESB er vinsamlega bent á, að þeir geta gert það með að flytjast einfaldlega til ESB landa, minni og minni eftirsjá er í þeim sem tímar líða fram og innræti þeirra berast meir og meir, svo sem ljóst má vera í afstöðu Samfylkingar til Icesave krafna Breta og annarra vogunarsjóða sem hér eru með fulltrúa og liðónýtt stjórnmálalið gefur allt eftir, sem logandi hræddar liðleskjur og viti firrt þý.

Ótrúlegt er að sjá, hvernig menn lyppast niður við minnsta mótbyr.

Brjóstumkennanlegt.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 1.10.2009 kl. 09:27

3 identicon

Mér sýnist þú Jón Ingi, vera að sökkva æ dýpra í eigin nafla með þínum hrokafullu athugasemdum um fólk.

Samfylking verður að fara átta sig á því að ESB er ekki á dagskrá á næstu árum hvað þá Evra. Það væri þér hollast að skoða framtíðina í því ljósi. Ef Lilja Mósesdóttir hefur rörsýn þá ætti þú að fara opna augun.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 09:30

4 identicon

Jón Ingi, lestu hvað Lilja "segir", þú klipptir það sérstaklega út úr fréttinni, hún segist hafa verið tilbúin til að skoða aðildarsamning að ESB, hún sagði ekki að hún væri fylgjandi inngöngu, bara að hún væri tilbúin að skoða þennan möguleika.  Fara að samningaborðinu með opnum huga, nokkuð sem maður krefst frá viðsemjendum sínum! 

Breskur þingmaður, partur af sendinefnd á fundi á vegum Evrópuráðsins, er EKKI þarna í prívat erindagjörðum.  Er Össur ómarktækur gasprari þegar hann er erlendis, maður sem samningsaðilum okkar ber ekki að taka marka á, prívat pólitíkus í prívat erindagjörðum, NEI, hann er kjörinn fulltrúi okkar eins og Lilja, eins og breski þingmaðurinn er fulltrúi Breta.

Bara svo þú gerir þér grein fyrir því ef þú verður einhvertímann eitthvað meira en varabæjarfulltrúi, að þegar þú kemur fram fyrir hönd Akureyringa, þá ert þú ekki ábyrgðarlaus gasprari sem ekki ber að hlusta á, heldur kjörinn fulltrúi sem taka ber mark á sem slíkum.

Ef ég ætti eina bleika kaldiljákinn á Íslandi, og ég vissi að væntanlegur rörsýnn kaupandi sæi ekkert annað, þá vissi ég að ég ætti eftir að fá verulega gott verð fyrir bílinn.  Ég óttast að þessi bleiki kadiljákur sé ESB draumur Samfylkingarinnar. 

"Mistök" Lilju voru að vera tilbúin að gefa því séns að ekki væri verið að kúga okkur, bara til að fá það svo staðfest.  Ef þessi þingmaður verður snurpaður fyrir þetta "prívatsamtal" af yfirvöldum í Bretlandi er möguleiki á hann hafi farið út fyrir verksvið sitt, ég efa það þó.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 09:44

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óbreyttur þingmaður að ræða mál sem ekki er á dagskrá hefur enga vikt...

Það var ekki verið að ræða aðild að ESB. 

 en það er ábyrðgarhlutur að ræða mál á öðru en efnislegum forsendum... þess vegna finnst mér þetta hallærislegt og sæmir ekki þingmanni sem þarf að hafa víðsýni og átta sig á stöðu mála og málefna og hvað er á dagskrá hverju sinni.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.10.2009 kl. 09:48

6 identicon

Þá vitum við það, ávalt ber að skoða umboð kjörinna fulltrúa Samfylkingarinnar, það er alsendis óvíst, og sennilega ólíklegt, að þeir séu að tala í umboði eins eða neins, ef það er ekki skriflegt, vottað og þinglýst, þá er það bara gaspur!

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 10:50

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Björn....sammála öllu sem þú hefur skrifað hér að ofan. 

Skil samt ekki eitt.  Hvernig nennir þú að reyna að rökræða við JIC, sem sér bara það sem hann vill sjá, gerir lítið úr þeim sem eru honum ósammála og fer kvölds og morgna í gegnum ESB-heilaþvottastöð?

Benedikt V. Warén, 1.10.2009 kl. 11:05

8 identicon

Lilja Mósesdóttir hefur aldrei verið hlynnt aðild að ESB. Það hefur komið oftar en ekki fram.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 11:05

9 identicon

Þetta er bara blaður Lilju í fjölmiðlum, mun ekki hafa neina vikt í umræðuna til lengri tíma litið.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 12:08

10 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sýnist á öllu sem Lilja hafi fengið sýn. Loksins áttað sig á að gömlu nýlenduherrarnir hafa ekkert breyst og munu kúga á meðan þeir geta. Því fleiri sem fá svona vitrun eins og Lilja fékk á þessum fundi, því betra.

Víðir Benediktsson, 1.10.2009 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818227

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband