Forkastanleg framkoma gagnvart ungum ökumanni í óhappi.

Ég er ekki gagnrýnin á störf lögreglunna og skil að oft þurfi að grípa til ýmissa ráða.

En að handjárna unga stúlku sem rétt er búin að lenda í slysi er ekki bara skelfileg framkoma heldur getur haft varanleg og skaðleg áhrif á ungan ökumann í uppnámi. Að vera handjárnaður er niðurlægjandi en gera það í þessu tilfelli er alvarlegur dómgreindarbrestur lögreglumanna þeira sem í hlut áttu.

Það eru eimitt svona slys sem gera starf lögreglumannsins erfiðara en það þyrfti að vera.

Lögreglustjórinn í Reykjavík skuldar þessar stúlku afsöknunarbeiðni og lögreglumenn þeir sem þetta gera þurfa að fara á námskeið í mannlegum samskiptum og þá ber að áminna.


mbl.is Í handjárn en óölvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona svona róa sig aðeins hérna! Það er nú ekki eins og hún hafi verið lamin eða e h!

óli (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 17:57

2 Smámynd: Óskar

Gott að setjast í dómarasætið. Ættir að prófa að vera í þessu starfi undirmannaðrar stéttar sem þarf að berjast við þær breytingar í þjóðfélaginu sem við hin getum horft framhjá...Aukið ofbeldi, þjófnaðir, innbrot, ölvunarbrot ofl. Þetta eru bara manneskjur sem geta gert mistök líka og til þess að upp komi ekki mistök sem snúa að dómgreindarbresti þá þurfa FERLI að fara í geng við hverjar aðstæður fyrir sig. Þannig þurfa lögreglumenn að vinna úr málum eftir reglum en ekki eftir hentugleika hvers og eins ....einmitt af því að þetta eru manneskjur og að sjálfsögðu leynist misjafn sauður í mörgu fé...þarna eins og annars staðar

Óskar, 22.8.2009 kl. 18:05

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óverjandi.. það eru alvarlega mistök að ráðast á og handjárna blásaklausan ökumann sem er í uppnámi eftir umferðarslys..

Ég viss um að stúlkunni finnst þetta voðalega lítið fyndið þó þér þyki það.

Óskar.. .. reyndu ekki að verja þetta.. mistökin eru svo augljós.. eða á að gilda reglan.. skjóta fyrst ... spyrja svo ?? Viljum við svoleiðis löggæslu ?

Jón Ingi Cæsarsson, 22.8.2009 kl. 18:12

4 Smámynd: Pétur Kristinsson

Af því að þessi stétt er undirmönnuð og breytingar hafa orðið í þjóðfélaginu að þá er í lagi að löggan hegði sér eins og apar. Er það ekki þannig að einstaklingur er saklaus uns sekt er sönnuð? Það þýðir nefnilega það að löggan má ekki setja neinn í járn vegna ölvunaraksturs nema að sannað sé að viðkomandi sé ölvaður. Greinilega vanhæfir menn þarna á ferð. Það er nefnilega rétt sem þú segir að löggan þarf að vinna eftir lögum og reglum en þarna var það klárlega ekki gert.

Pétur Kristinsson, 22.8.2009 kl. 18:14

5 identicon

Þó að lögreglan sé undirmönnuð og stressuð þá afsakar það ekki þetta. Það kann að skýra hegðun þeirra en réttlætir hana ekki. Held að allir hafi skilning á aðstæðum lögreglunnar og finni til með þessu góða fólki.

Það virðist vera að stelpan hafi þarna lent í slysi og verið bláedrú. Einhver hefur hringt og tilkynnt ölvunarakstur og þá er eðlilegt að lögreglan hafi afskipti bæði af slysinu og meintum ölvunarakstri. Lögreglan hefur tæki og tól til að kanna ástand ökumannsins og sannreyna ásakanirnar bæði hvað varðar ölvunarakstur og líka lyfjaakstur.

Það hlýtur því að vera eðlileg krafa að lögreglan athugi ástand ökumannsins áður en þeir setja hana í járn sem er mjög íþyngjandi aðgerð fyrir viðkomandi. 

Í guðanna bænum ekki vera tilbúin að slaka á mannréttindum vegna ástands lögreglunnar. Gagnrýnum lögregluna en með sanngirni.

Sigurgeir (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 18:25

6 Smámynd: Óskar

Skondið að úr þessari frétt þá er annars vegar þín orð að þeir hafi ráðist á hana og hins vegar að þeir séu eins og apar (pétur) . Jú...Röng meðferð...aldrei spurning, en að hafa svo eitthvað pakk að bæta við söguna og tala eins og að þeir hafi ráðist á hana og önnur gáfumenni að kalla þá apa er bara asnalegt.

Óskar, 22.8.2009 kl. 18:28

7 Smámynd: ThoR-E

Athyglisverð fyrstu 2 kommentin hér.

Semsagt afþví að þessir menn eru undir álagi og vegna þess að þetta sé erfitt starf að þá eru þeir bara stikkfrí ef þeir haga sér eins og hálfvitar.

Lögreglan skuldar þessari stúlku afsökunarbeiðni. Hún hefur verið í sjokki eftir þetta slys og í staðin fyrir að lögregluþjónarnir aðstoði hana að þá er hún handtekinn eins og glæpamaður.

Ekki var hún undir áhrifum áfengis né fíkniefna.

Ótrúlegt mál.

ThoR-E, 22.8.2009 kl. 18:42

8 identicon

Ég lenti nú einusinni í því að ég var stopp á gatnamótum útaf því að bíllinn fyrir framan mig tók uppá því að fara að bakka, það var bíll fyrir aftan mig og ég gat ekkert hreyft mig þarna.....bíllinn var kominn óþægilega nálægt mér og ég flautaði og flautaði en hann hélt áfram að bakka og ég fékk hann uppá húddið hjá mér, maðurinn sem var að keyra kemur útúr bílnum og það var þvílík áfengisstybba af honum....ég hringi á lögregluna og hún kemur skömmu síðar til að taka skýrslu og ég læt hana vita að það hafi verið mjög áberandi áfengisstybba af ökumanninum sem bakkaði á mig, og lögreglan sagði mér að halda mér saman að ég ætti ekki að vera að taka lögin í mína hendur....þeir lyktuðu ekki einusinni af manninum eða létu hann ekki blása og maðurinn keyrði bara kátur í burtu. Mjög skríttnir starfshættir hjá lögreglunni

Henning Árni (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 19:07

9 Smámynd: Pétur Kristinsson

Hvar færð þú út úr orðum mínum að þeir hafi ráðist á hana? Vissulega má segja að svona meðferð sé árás þar sem enginn ástæða hafi verið fyrir því að stúlkan var járnuð en þetta flokkast nú frekar undir vanhugsaða aðgerð, svipað því að skjóta fyrst og spyrja svo. 

Þú setur þig á ansi háan stall Óskar þegar að þú vegur að gáfum annara með því að snúa út úr orðum þeirra. Það er eitt að hegða sér apalega en ég sagði aldrei að löggan væru apar, tvennt ólíkt en þetta hefði þú átt að sjá. En við erum komnir langt út fyrir umræðuna um þetta mál með leiðinlegum hártogunum sem snerta þetta mál ekki neitt. Það segir ýmislegt um þig og þína persónu að þeir sem eru á annarri skoðun og þú séu pakk. Það kalla ég ansi mikla þröngsýni.

Vonandi áttu ánægjulegt laugardagskvöld vonandi með fólki sem er í öllu sammála skoðunum þínum

Pétur Kristinsson, 22.8.2009 kl. 19:12

10 Smámynd: H

Merkilegt hvað það er alltaf til mikið af fólki sem veit allt og kann allt sitjandi fyrir framan tölvuna.  Varst þú kannski á staðnum? Veist þú eitthvað hverjar aðstæður voru? Veist þú eitthvað um í hvaða ástandi stúlkan var?  Nei, hélt ekki þannig að ég mæli með því að menn spari stóru yfirlýsingarnar og sleggjudómana um mál sem þeir hafa ekki hundsvit á.

H, 22.8.2009 kl. 19:18

11 Smámynd: Pétur Kristinsson

Löggan kom með eftirfarandi tilkynningu. "Ung stúlka sem missti stjórn á bíl sínum á Miklubraut upp úr kl. 13 í dag reyndist hvorki ölvuð né undir áhrifum fíkniefna, að því er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá."

Þetta eru engin stjarneðlisvísindi H. Löggan segir sjálf frá því í hvernig ástandi stúlkan var. Og þar með það sem löggan gerði var rangt við það situr.

Pétur Kristinsson, 22.8.2009 kl. 19:30

12 identicon

Fyrst þið vitið svona mikið um þetta mál þá getið þið sjálfskipuðu sérfræðingar og gáfumenni svarað þessari spurningu minni: má einungis nota handjárn þegar menn eru undir áhrifum vímugjafa?

Jökull (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 19:58

13 identicon

Lögreglan ætti að biðjast opinberlega þessa ungu konu afsökunar hefur greinilega orðið mistök og eru menn með meiri að viðurkenna þau.Hef oft séð lögreglunna vera að mynda ökumenn á vesturlandvegi milli Grafarvogs og Mosfellsbæjar sem keyra yfir löglegum hraða en sjálfur hef ég 2-3 verið á eftir lögreglubíl sem hefur keyrt yfir 100 km/klst á sama kafla án blikkljósa er það í lagi? 

Raunsær (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 19:58

14 Smámynd: Pétur Kristinsson

Hvað segir þú Jökull. Erum við sérfræðingar og gáfumenni að þínu mati? Hvað gerir þig hæfan til þess að meta hvort við séum gáfuð eða vitlaus? Eða pirrar það þig að fólk skuli mynda sér skoðun út frá þessari yfirlýsingu löggunar "Ung stúlka sem missti stjórn á bíl sínum á Miklubraut upp úr kl. 13 í dag reyndist hvorki ölvuð né undir áhrifum fíkniefna, að því er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá." 

Það er voða erfitt að misskilja þessa yfirlýsingu löggunnar nema ef vera skyldi að þeim hafi láðst að segja að stúlkan hafi látið öllum illum látum sem verður að teljast ólíklegt þar sem þessi stúlka var nýbúin að lenda í umferðaslysi. Mun líklegra að hún hafi verið í sjokki og þurft aðstoð vegna þess.

Pétur Kristinsson, 22.8.2009 kl. 20:11

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það var ekkert í framkomu eða hegðan konunnar sem réttlætti þessa framkomu - stöðluð vinnubrögð, sveiattan.

Jökull, aðstæður á vettvangi og ástand þess grunaða á fyrst og fremst að vera til grundvallar ákvörðun um notkun handjárna, ekki fyrirframgefnar formúlur á fínum pappír á hillu lögreglustjóra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.8.2009 kl. 20:24

16 identicon

"Það er voða erfitt að misskilja þessa yfirlýsingu löggunnar nema ef vera skyldi að þeim hafi láðst að segja að stúlkan hafi látið öllum illum látum sem verður að teljast ólíklegt þar sem þessi stúlka var nýbúin að lenda í umferðaslysi. Mun líklegra að hún hafi verið í sjokki og þurft aðstoð vegna þess."

-Þetta er ástæðan fyrir að ég kalla ykkur sérfræðinga, þið/ þú virðist greinilega vita allt um málið. Ég skil ekki  hvernig þú getur metið viðbrögð stúlkunnar og vitað atburðarásina til að geta greint frá því hvað sé rétt og rangt í þessu máli eftir að hafa lesið  EINA setningu frá lögreglunni. Ótrúlegt... bara með því að sitja við tölvuna með puttann í rassgatinu.

Axel, þú getur kannski frætt mig um hvernig framkoma og hegðan konunnar var . Segðu mér aðeins frá því fyrst að þú varst á staðnum.  Eða varstu kannski ekki á staðnum?

Jökull (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 20:30

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei Jökull ég var ekki á staðnum. Ég sá ekki konuna, né talaði við hana. 

En Jökull, það verður ekki betur séð en þú haldir að þessi litla klausa lögreglunar sé það eina sem komið hefur í fréttum um málið í dag.

Þú ættir kannski sjálfur að taka puttann út úr rassgatinu og sleikja hann, þá kynnir þú að átta þig á því að kannski liggja fyrir aðrar og fleiri upplýsingar en ratað hafa fyrir andlitið á þér.

Í frétt á Vísi.is fyrr í dag segir m.a:

„Ég veit ekki hvað gerðist, ég var bara að hugsa um eitthvað og svo rann bíllinn, fór upp á kantinn og hingað," segir ökumaðurinn í samtali við Vísi meðan hún sat hin rólegasta og reykti í bílnum.

Í því kom lögregla aðvífandi, bað fréttamann um að færa sig og færði stúlkuna í járn grunaða um ölvun við akstur.

Þetta er frásögn fréttamanns sem var á vettvangi og var vitni að handtökunni – hér er fréttin í heild.

 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.8.2009 kl. 21:11

18 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Stundum er fólk sett í járn svo það skaði ekki sjálft sig. Hver veit nema lögreglan hafi haft áhyggjur af geðheilsu stúlkunnar. Fréttirnar af þessu óhappi á Vísi benda til að það hafi verið hálf óvenjulegt.

Páll Geir Bjarnason, 22.8.2009 kl. 22:39

19 identicon

Hvað er aftur númerið hjá vælubílnum, það er svo langt síðan ég las svona mikið væl að ég er búinn að glata númerinu.

hvað ef hún hafi verið drukkin og löggan sleppt henni og hún farið upp í næsta bíl og aftur á rúntinn þá hefði löggan verið skömmuð fyrir að gera ekki nóg.

Stefán Fannar (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 00:54

20 identicon

Held að þetta eigi nú alveg við hér og þetta er í umferðarlögum og klárlega braut hún þau og ætti að hljóta refsingu fyrir.

Umferðarlög 1987 nr. 50 30. mars

VII. Um ökumenn.
Veikindi, áfengisáhrif o.fl.
44. gr. Ökumaður skal vera líkamlega og andlega fær um að stjórna ökutæki því, sem hann fer með.
Enginn má stjórna eða reyna að stjórna ökutæki, ef hann vegna veikinda, hrörnunar, ofreynslu, svefnleysis, neyslu áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna eða annarra orsaka er þannig á sig kominn, að hann er ekki fær um að stjórna ökutækinu örugglega.

og þar sem hún greinilega gat ekki stjórnað ökutækinu örugglega er hún búin að brjóta þessa lagagrein.

Þórður (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 01:40

21 identicon

Þórður

Var þörf á því að handtaka manneskjunna ef hún sýndi enga mótspyrnu eða reyndi að flýja af vettfangi?Respect.

Raunsær (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 03:04

22 identicon

og þar sem hún greinilega gat ekki stjórnað ökutækinu örugglega er hún búin að brjóta þessa lagagrein" Þórður

Kjaftæði. ÞAð að einhver hafi lent í bílslysi, hvort sem það var ákeyrsla eða útaf-akstur, þá sannar það ekki að manneskjan sé ekki ökufær.

Ef þessi túlkun væri rétt hjá þér Þórður, þá hefði lögreglan rétt til að handtaka alla sem lenda í bílslysum án þess að að athuga ástand ökumanns, það að viðkomandi hafi lent í slysi væri sönnun þess að viðkomandi sé undir áhrifum....

magus (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 04:19

23 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er merkilegt að hér hafa nokkrir skrifað að þeim finnist bara í fína lagi að handjárna og handtaka ökumann í slysi af því menn halda eitthvað án rökstuðnings og sannana. Að lenda í slysi er mikið andlegt álag fyrir viðkomandi... það er líka niðurlægjandi og skammarlegt að láta handjárna sig fyrir allra augum og færa sig handtekinn í lögreglubíl.

Þetta eru kár mistök og eiga að verða til þess  að lögrega endurskoði viðbrögð sín á slysstað... þetta brýtur öll grundvallarviðmið í meðhöndlun þeirra sem hafa lent í slysi. Ef þetta er möppudýratilskipun á að afnema hana því sumir lögreglumenn hafa ekki getu eða hæfileika að meta aðstæður og vinna blint eftir bókinni.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.8.2009 kl. 09:36

24 identicon

Ég skil ekki þessar aðgerðir lögreglunnar ákkúratt í þessu máli.

Verður lögreglan ekki að gæta jafnræðis og handtaka alla sem lenda í minniháttar óhöppum.  Mér finnst lögreglan gera sjálfri sér erfitt með þessu og í guðanna bænum við skulum nú ekki fara að apa allt upp eftir kananum.

jonas (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 14:27

25 identicon

Held einmitt Jónas að mikil Kanavæðing hafi orðið á lögreglunni undanfarin ár, í boði "Die-Hard" aðdáandans BB sem ekki var alveg í lagi með. Draumar um her og allt of stóra sérsveit, vopnavæðingu, og BB var að reyna að koma frumvarpi í gegnum þingið um "forvirkar rannsóknarheimildir", pælið í því. Á meðan sat hin raunverulega almenna löggæsla á hakanum með eintóma yfirmenn. Og jú, hann BB eyðilagði líka hvítflipaglæpadeildina í góðærinu....helvíti fínn karl.

Held að Rögnu-ráðherra vanti bara góðan stuðning til að hreinsa vel til og gjörbreyta lögreglunni. Og svo enga fleiri sjúklinga sem yfirmenn...eða ráðherra.

magus (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 17:35

26 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nokkuð góður magus

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.8.2009 kl. 22:21

27 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

"Að sögn lögreglunnar fer ákveðið ferli í gang undir slíkum kringumstæðum..." la la la og bla bla bla. Svona vinnureglur hafa orðið til þess að níu ára börn eru sett í járn í USA.

Menn mega ekki verða svo stífir að þeir geti ekki litið út fyrir reglurammann.

Guðmundur Benediktsson, 24.8.2009 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818147

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband