Ísland og Noregur eru í bandalagi.

Ísland og Noregur eru saman í bandalagi. EES samningurinn bindur ríkin saman og þannig reka þau sameiginlega stefnu gagnvart Evrópu.  EES samningurinn gerir það jafnframt að verkum að þjóðirnar eru sannarlega 70-80% aðilar að stofnunum ESB og taka upp flest lög þess og reglur í gegnum þann samning.

Ef verið er að tala um að endurnýja stöðu Íslands eins og var gert 1262 þá er það önnur saga. Þá væru löndin að afsala sér sérstöku sjálfstæði og taka upp nátengt ríkjasamband.

Þá kannski verður Haraldur Ólafsson kóngurinn okkar og við getum lagt niður forsetaembættið...eða eigum við kannski að leggja niður kónginn og gera Ólaf Ragnar að forseta ríkjasambands Noregs og Íslands... þeir eru hvort sem er vanir Ólafs - nafninu.


mbl.is Ísland og Noregur myndi með sér bandalag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort eitthvað ríkjasamband verður á milli þessara þjóða, þá líst mér ekki á þennan klúbb sem verið er að sýna í þessari frétt !

Á þesari vefsíðu er mynd af þremur mönnum og þar er Halldór Ásgrímsson, er það félagskapur til að fylgja ?

JR (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 16:50

2 identicon

Er þetta ekki bara bull og vitleysa? Hefur Össur ekkert þarfara að gera?

Agla (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 17:00

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er frekar EFTA sem bindur ríkin saman, auk sögunnar og norrænnar samvinnu. Bæði Ísland og Noregur eiga aðild að EES í gegnum EFTA ...

Haraldur Hansson, 19.8.2009 kl. 17:00

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Má segja það ... rétt Haraldur.

 EFTA var meira batterí í gamla daga en flest ríkin sem þar voru hafa ákveðið að yfirgefa það samband og fara annað.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.8.2009 kl. 17:28

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sem mótvægi við Evrópumsambandið gæti þetta orðið sterkur leikur. Íslenskir fullveldissinnar hafa lengi talað fyrir þeirri hugmynd að frekar en að ganga í ESB ættum við horfa til þess að efla samstarf við aðrar norrænar þjóðir, ekki síst frændur okkar í Færeyjum og nágranna vora á Grænlandi. Aðkoma Noregs væri lykilforsenda fyrir því að slíkt bandalag geti látið til sín taka á alþjóðavettvangi, enda er Noregur öflugasta ríkið í þessum heimshluta sem ekki er nú þegar gengið í ESB. Ef það tækist að mynda svona bandalag þá gæti það jafnvel orðið til að hreyfa við Skotum, en þar í landi er yfir 40% fylgið við þá hugmynd að slíta tengslin við Bretland og lýsa yfir sjálfstæði. Ég tel að þessar þjóðir sem liggja að Norður-Atlantshafinu eigi mun meira sameiginlegt en þjóðirnar á meginlandi Evrópu.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2009 kl. 17:31

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Norðmenn gera ekkert nema ÞEIR græði á því.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.8.2009 kl. 17:32

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég held að það sé vel hægt að sjá fyrir sér að allar þjóðir við N-Atlantshaf myndu hagnast á auknu samstarfi sín á milli.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2009 kl. 17:36

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Vafalaust...ætli það sé ekki svolítið misjafnt.. fátæku smáþjóðirnar sjá væntanlega meiri hag í því en sjálfbær olíuríki sem hugsa mest um eigið skinn.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.8.2009 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 818080

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband