Vonbrigði.

Mikið óskaplega hefur Bjarni Benediksson valdir miklum vonbrigðum. Þarna virtist vera á ferð efnilegur stórnmálamaður, víðsýnn og nútímalegur. Hann var sannfærandi sem nefndarformaður í næst síðustu ríkisstjórn og hann virtist koma sterkur inn sem formaður Sjálfstæðisflokksins.

En frá þeim degi hefur framganga hans verið eintóm vonbrigði. Þá á ég ekki við vonbrigði fyrir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins. Það ætti bara að hlakka í þeim púkinn. Nei ... ég er að meina að þegar formaður fyrrum stærsta flokks landsins virðist vera frjálslyndur, framfarasinnaður stjórnmálamaður þá er það gott fyrir þjóðina og Ísland.

En Bjarni Benediktsson er ekki þannig. Hann er ótrúlega íhaldsamur, neikvæður og sínöldrandi. Ég veit ekki hversu oft hann hefur skipt um skoðun í stórum málum frá því hann varð formaður Sjálfstæðisflokksins. Allrir nútímalegu taktarnir eru horfnir og hann hefur enga sýn á framtíð landsins. Málflutningur hans er niðurrifsmálflutningur og nú síðast á eigin gjörðir og flokks hans í Icesavemálinu. Viðsnúningur hans í ESB er þekktur.

Sennilega skipar miðstjórn Sjálfstæðisflokksins formanni sínum að vera íhaldssamur og þröngsýnn... öðru vísi er ekki hægt að útskýra persónulegan vingulshátt Bjarna Benediktssonar. Sennilega skortir flokkinn stefnu og framtíðarsýn... og það er vandi að vera formaður í svoleiðis flokki.


mbl.is Stórskaðar hagsmuni Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú hef ég aldrei, og mun aldrei, kjósa Sjálfstæðisflokkinn þ.a. það "ætti bara að hlakka í mér púkinn".  En meira að segja mér finnst þetta sorglegt og mikil vonbrigði sem slík.  Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður einn stærsti flokkur landsins og því mikilvægt fyrir okkur alla landsmenn að í forsvari fyrir flokkinn sé einstaklingur sem starfi sínu vaxinn. 

Verð þó að viðurkenna að varð aldrei fyrir vonbrigðum með Bjarna sem slíkann, þ.s. til þess þarf maður víst að hafa einhverjar væntingar í upphafi :-o

ASE (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 08:46

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég vona að þingmenn fari að vinna meira og meira saman að hagsmunum Íslands og það er alveg morgunljóst að flokkapólik verður að víkja fyrir hagsmunum okkar Íslendinga -

Óðinn Þórisson, 19.8.2009 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818071

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband