Sátt á Alþingi ?

Ef þetta er rétt sem fram kemur í þessari frétt eru það gleðitíðindi. Ég ætla að vona að þetta sé rétt og slíkt myndi styrka stöðu lands og þjóðar í baráttunni við erfiðleikana.

Ég hef verið gangrýnin á þá sem hafa eytt tíma Alþingis við uppbyggingu eftir hrunið með ómálefnalegum dylgjum. neikvæðum málflutningi og lítlum sáttavilja.

Ef þessu er nú að ljúka með sátt er ástæða til að hæla þingmönnum. Það hefur mætt mikið á Guðbjarti Hannessyni og Steingrími J Sigfússyni að örðum ólöstuðum. Báðir hafa þeir verið staðfastir í leit sinni að niðurstöðu og sátt í þessu máli. Þetta er sannarlega að ólöstuðum öðrum fjárlaganefndarmönnum sem hafa lagt nótt við dag undanfarnar vikur.

Ef stjórnarandstaðan tæki sig nú til og hætti ómálefnalegum aðdróttunum og flokkspólitískum upphrópum á næstunni mun uppbyggingarstarfið ganga betur og taka skemmri tíma.

Það mikilvægasta væri samt að um heiminn bærust þau skilaboð að Íslendingar standi saman.... þá fær ekkert okkur stöðvað... við höfum löngum verið sjálfum okkur verst.

 


mbl.is Sátt að nást um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Velvakandi

Rétt - það er gleðilegt ef samstaða næst út yfir flokkagirðingar.  En ólíkt ykkur ætla ég ekki að fara í flokkahjólförin og fara að hrósa eða hallmæla tilteknum einstaklingum.

Stjórnarþingmenn brjóta odd af oflæti sínu og hlusta núna loksins á stjórnarandstöðu og raddir almennings.  Stjórnarandstöðuþingmenn gefa eftir og sættast á að stjórninni takist að leiða málið til lykta, án þess að missa völdin.

Eigum við ekki að láta gott heita, og fagna?

Velvakandi, 13.8.2009 kl. 17:46

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Jón Ingi.

Mikið er ég sammála þér og ég tek ofan fyrir ríkisstjórninni. Það þarf mikið úthald og þolinmæði til að halda út allt það málþóf sem verið hefur í Fjárlagnefnd.  Guðbjartur Hannesson hefur haldið utan um þetta mál af einstöku þolgæði. Það sama á við um Steingrím J Sigfússon, hann var mjög staðfastur, málefnalegur og sanngjarn í Kastljósinu á dögunum.

Að fá lögmannahópinn til að setja saman texta um þær tillögur sem nefndin gerir, er að mínu mati afar sterkur leikur, bæði á pólitíska sviðinu og gagnvart því að sá texti haldi lagalega séð

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.8.2009 kl. 18:30

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Var nú að hlusta á formann fjárlaganefndar ljúga upp í opið geðið á þjóðinni enda byrjaði umræðan í Kastljósinu á því að gera grín að karlinum. Ótrúlegt með marga Samfylkingarmenn hvernig þeir virðast nærast á lyginni. Hélt að Guðbjartur væri laus við þennan ósóma en hann er greinilega af sama sauðahúsi og hinir í flokknum.

Víðir Benediktsson, 13.8.2009 kl. 20:01

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gott fyrir þjóðina að hafa neikvæð og dómhörð lík í lestinni þegar verið er að byggja upp samingsstöðu okkar og styrk...

en svona er þetta víst Víðir minn sumir sjá aldrei ljósið og ætla öllum óheiðarleika.. en það er víst þeirra vandamál. Taktu þér tak maður.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.8.2009 kl. 20:23

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Er ekki að ætla neinum neitt, hlustaði bara á manninn segja ósatt og ekki í fyrsta sinn sem ég heyri samfylkingarmann segja ósatt. Óþarfi að senda mér tóninn, ég hef ekki verið að skrökva að neinum. Nær fyrir þig Jón að tala við Guðbjart með tveimur hrútshornum, það var hann sem laug, ekki ég og það var svo augljóst að ég held að meira að segja jafn flokkshollur maður eins og þú hafir meira að segja tekið eftir því. Sá sem lýgur er óheiðarlegur. það þarf ekki að ætla honum eitt né neitt, hann talar fyrir sig sjálfur.

Víðir Benediktsson, 13.8.2009 kl. 20:40

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Víðir... hefurðu prófað að fara í apótekið og fá pillur við Samfylkingarfóbíu ??

Jón Ingi Cæsarsson, 13.8.2009 kl. 20:43

7 identicon

Sá ekki kastljósið....hverju laug Guðbjartur?.

Reynir Stefánsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 20:46

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Eitthvað er ég farinn að ryðga í latneskunni ef það flokkast undir fóbíu að hafa lítið sem ekkert álit á Samfylkingunni en það er annað mál. Reynir, hann þykist ætla ætla afgreiða Icesave málið út úr nefnd án þess að hafa kannað hvort meirihluti er fyrir málinu á þingi. Sagði þetta blákalt í sjónvarpinu. Held að hann hafi vitað það sjálfur að að allir með sæmilega meðalgreind hafi gert sér grein fyrir því að svona málflutningur er haugalygi en ef þú vogar þér að efast opinberlega greinist þú með Samfylkingarfóbíu.

Víðir Benediktsson, 13.8.2009 kl. 21:16

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Nú ert þú farinn að túlka meira en þú heyrir Víðir...

Jón Ingi Cæsarsson, 13.8.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 818195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband