Framtíð landsins er í húfi.

Ástandið í þjóðfélaginu er óásættanlegt. Efnahagskerfið sem byggt var upp hér á landi á síðastliðnum áratug er brostið. Frjálshyggjan er búin að vera og spilling fjármálakerfisins er að koma upp á yfirborðið.

Rannsóknarnefnd hefur tekið til starfa og vonandi skilar hún niðurstöðum fyrr en síðar. Það hefur orðið trúnaðarbrestur í samfélagi okkar og við slíkt verður ekki unað. Ég hefði viljað sjá ákveðna aðila setta út þegar í október og það hefur valdið mér gremju að Sjálfstæðismenn hafa ekki tekið undir slíkt. Það er meginástæða þess að ríkisstjórnin hefur tapað trúverðugleika.

Sjálfstæðisflokkurinn er ótrúlega veikburða og flestum er orðið ljóst að formaður hans á í vanda og hefur ekki fullt og óskorað umboð til að stjórna. Það er óþolandi staða.

Það á að líta á stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem bráðabirgða-neyðarstjórn þar til í vor.

Það er ljóst að þessi ríkisstjórn á ekki framtíð fyrir sér. Stjórnarflokkarnir eiga að koma sér saman um að halda áætlun vegna viðreisnar efnahagslífsins áfram en jafnframt að boða til kosninga í maí - júní. Þá munu stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar fá fullt og óskorað umboð til áframhalds því kosið yrði um línur til framtíðar. Ætlum við að sækja um aðild að ESB, hvert stefnum við í efnahagsmálum, velferðarmálum og öðrum málum sem skipta framtíð þessa lands máli.

Það væri veikt að kalla til stjórnarandstöðuflokk þar sem formaðurinn lýsir því yfir í beinni útsendingu að hann væri tilbúinn að hugleiða að ógilda saming okkar um endurreisn efahags og bankakerfis og skila þeim lánum sem við höfum aflað okkur. Slíkt mundi endanlega setja heimilin og fyrirtækin í landinu á hliðina.

Það er skylda stjórnmálamanna að taka ákvarðanir og marka stefnu sem skila þessu landi til framtíðar í heilu lagi og þar sem íbúarnir lifa saman í sátt og samlyndi og börnin okkar hafa trygga og örugga framtíðarsýn.


mbl.is Máttlítill málflutningur forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón Ingi.

Hvað finnst þér um þetta? nyttlydveldi.is (er persónulega búin að skrifa þarna undir, kaus Samfylkinguna síðast).

Er tími flokkanna ekki liðinn?

Ef ekki er þá að minnsta kosti ekki kominn tími á nýtt fólk í forystu Samfylkingarinnar?

Hafðu það gott og vegni þér vel. :-)

Erna Kristín Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:09

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er falleg hugsun en ekki ný... ég veit satt að segja ekki hversu oft framboð hafa komið fram sem hafa átt að breyta heiminum og landinu. Niðurstaðan er lang oftast sú að hægri öflin styrkjast og vinstri og félagshyggjuöflin tvístrast... Miklu nær væri að breyta og byggja upp innan þeirra flokka og samtaka sem fyrir eru... annað er ávísun að að dreifa kröftunum.

Jón Ingi Cæsarsson, 22.1.2009 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818152

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband