Ármann á Aþingi.

Á næst síðustu öld var gefið út blað sem kallaðist því  merka nafni Ármann á Alþingi. Þetta var ein fyrsta tilraun íslendinga til að koma efni og fréttum til landsmanna með beinum og skilvirkum hætti. Þetta blað varð ekki langlíft en er minnst í sögu lands og þjóðar sem merks frumherjastarfs..

Nú er glænýr Ármann á Alþingi sem flytur nokkuð reglulega fréttir að starfi og stefnu Samfylkingarinnar. Hann að vísu hefur ekki hugmynd um hvað þar fer fram eða hvað einstakir ráðherra og þingmenn flokksins eru að hugsa eða framkvæma.

Fyrir stuttu komst þessi ágæti Ármann að þeirri vísu niðurstöðu að Samfylkingin hefði ekki umboð til að vinna þjóðina í átt að ESB aðild. Auðvitað var sú fullyrðing bull og vitleysa og byggði annað hvort á hreinni lygi eða hann veit ekkert um samstarfsflokkinn sem mér þykir nú líklegra í ljósi sögunnar með hann félaga Ármann.

Nú stekkur hann enn fram á ritvöllinn og ásakar nú formann Samfylkingarinnar um að vinna gegn aðildarumsókn að ESB. Áttu annan betri Ármann ? Væri nú ekki ráð að skrifa ögn uppslýstari texta og hætta að gera öðrum stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum upp skoðanir.

Ráð mitt til hans er að einbeita sér að ESB málum innan Sjálfstæðisflokksins. Innan raða þess flokks liggur stóri vandinn í ESB málum. Þar hafa risið upp allir draugar fortíðar og vinna af alefli gegn því að aðildarviðræður hefjist í þessu stóra máli. Það sást vel þegar Haarde hrökklaðist í skotgrafirnar í síðustu viku og fór að tala eins og Framsóknarmenn töluðu meðan Guðni var enn formaður... kjósa um leyfi um að fá að tala við bandalagið.

Ármann þarf á öllu sínu afli að halda innan Sjálstæðisflokksins og kannski er það svolítiið mannlegt þegar maður er ekki til stórræðannna að fara að tala um aðra flokka og fólk.


mbl.is Segir utanríkisráðherra vinna gegn ESB umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ármann þessi var aðstoðarmaður núverandi fjármálaráðherra svo það sé skýrt. Bloggaði svipað.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 11:44

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Jón og þakka þér samstarf fyrr á árum.

Smáleiðrétting: Ármann á Alþingi var ekki blað í þeirri merkingu sem við leggjum í það orð nú. Það var tímarit eiginlega ársrit því það kom einungis einu sinni á ári, 4 árg. sem komu út í Kaupmannahöfn 1829-1832. Útgefendur voru þeir Þorgeir Guðmundsson sem seinna varð prestur í Danmörku og Baldvin Einarsson sem dó af slysförum. Tímarit þetta er bráðskemmtilegt og vel ritað en var prentað með gotnesku letri sem margir setja fyrir sig.

Um þennan nýja Ármann á Alþingi þá skilst mér að hann sé í stjórn Strætó og með Sjálfstæðisflokknum er hann á góðri leið að eyðileggja það góða byggðasamlag. Þessir pjakkar átta sig greinilega ekki á því að um er að ræða þjónustufyrirtæki en ekki gróðafyrirtæki.

Bestu kveðjur norður heiðar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.1.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 818198

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband