"Landsbyggðarmennirnir" Óðinn og Páll.

Þá á að slátra svæðisstöðvunum. Mér blöskrar að sjá að höfundar þessarar skuli vera Páll Magnússon og Óðinn Jónsson. Páll er frá Vestmannaeyjum og Óðinn frá Akureyri. Þeir félagar hafa greinilega gleymt hvernig er að búa úti á landi og hafa takmarkaðan aðgang að fjölmiðlum og sára þörf fyrir slíkan miðil til félagslegra og menningarlegra samskipta á landsbyggðinni.

Liðið við Efstaleiti... með fullri virðingu fyrir því.... hefur hvorki möguleika né þekkingu á aðstæðum og fréttum á svæðunum. Þetta er að mínu mati hreint morð á svæðisstöðvunum og möguleikum fólks á fjölmiðalegum samskiptum.

Stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri sendi fjölmiðlum ályktun í morgun:

 

Stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri ályktar.
Stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri harmar og mótmælir niðurskurði svæðisstöðva Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni. Stöðvarnar hafa gengt mjög mikilvægu félagslegu og menningarlegu hlutverki á þeim svæðum sem þær hafa þjónað.
Það ber að líta á aðgerðir stjórnenda Ríkisútvarpsins ohf sem landsbyggðarfjandsamlegar og það má furðulegt teljast að þeim sömu stjórnendum skuli detta í hug að ráðast að þessari mikilvægu starfssemi útvarps allra landsmanna úti í hinum dreifðu byggðum.
Samfylkingin á Akureyri skorar á ráðherra menntamála og ríkisstjórnina alla að hafa vit fyrir stjórnendum Ríkisútvarpsins og sjá til þess að þessi skammsýna og fjandsamlega atlaga fyrirtækis í eigu allra landsmanna að landsbyggðinni verði ógilt og starfssemi svæðisstöðvanna verði haldi óbreyttri þannig að hún geti áfram þjónað svæðum þar sem þær gegna lykilhlutverki.
Stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri.
Ég bjartsýnn að eðlisfari og ég trúi því að komið verði í veg fyrir að stjórnendum Rúv verið leyft að stunda slíka skemmdaverkastarfssemi. Ég eiginlega undrandi og sár á, að fyrir þessum ákvörðunum skuli standa "fyrrum" landsbyggðarmenn, Páll Magnússon og Óðinn Jónsson.

mbl.is Óréttlætanleg ofurlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvenær eru landsbyggðarmenn landsbyggðarmenn ? 

Ég er vestfirðingur.. en ég er líka 101 í 8 ættliði... hvort er ég landsbyggðartútta eða 101 kaffihúsalið ? 

Óskar Þorkelsson, 2.12.2008 kl. 18:05

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Páll og Óðinn eru báðir fæddir og uppaldir úti á landi og ættu því að skilja málið... en  gleymskan er vondur óvinur.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.12.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 818079

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband