Lágkúra Steingríms.

Meðan þjóðin er í sjokki og allir leggjast á eitt við að bjarga því sem bjargað verður er Steingrímur J Sigfússon við sama heygarðshornið. Hann legst í þann gírinn að reyna að slá pólitíkskar keilur sér og Vinstri grænum til framdráttar.

Ég eiginlega trúði ekki mínum eigin eyrum í gærkvöld þegar ég hlustaði á manninn. Endalausar, órtökstuddar ásakanir á báða bóga.

Það var auðheyrt að þessu var ætlað að níða aðra niður sér til framdráttar. Hann skákar líka í því skjólinu að enginn má vera að eða vill svara þessu bulli því allir sæmilega hugsandi menn vita að ekki er neitt upp úr því að hafa að fara að deila innbyrðis.

En Steingrímur J er samur og jafn og þetta kannski sýnir best af hverju aðrir eru ekki að sækjast eftir því að reyna að vinna með manninum.....


mbl.is Ríkisstjórnin ber höfuðábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri nú munur ef allir flokkar væru jafn flottir og Samfylkingin. Sá flokkur hefur staðið sig vel í þessari kreppu og róar mann niður í hvívetna. Samfylkingin hefur tryggt gott efnahagsástand á Íslandi og hef ég engar áhyggjur.

Málflutningur Steingríms er til skammar þar sem hann vill draga fólk til ábyrgðar. Auðvitað sjá það allir að ekki nokkur maður ber ábyrgð á þessum vandamálum sem Íslendingar standa frammi fyrir. Það er einnig fáránlegt af VG að koma með tillögur í 20 liðum um leiðir að úrbótum því það að gera ekkert eins og ríkisstjórnin hefur gert undanfarið eina og hálfa árið hefur virkað og reynst best.

Ég þakka þér Jón Ingi að opna augu mín svona fyrir þessu. Ég mun aldrei kjósa VG, það er á hreinu.

Arnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 09:03

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Arnar... legg til að þú lesir bloggið af yfirvegun svo þú áttir þig á þvi.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.10.2008 kl. 09:10

3 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Steingrímur J. Sigfússon er mikið vandamál. Sérstaklega fyrir samvisku Samfylkingarinnar, hafi hún einhverja samvisku á annað borð.

Á Akureyri sýndi Samfylkingin í verki úr hverju hún er gerð og skreið upp í skítugt bælið hjá Sjálfstæðisflokknum. Það kallar maður nú jafnaðarmennsku í lagi.

Að mynda félagshyggjumeirihluta á Akureyri? - ónei, ekki alveg.

En svona er krataeðlið, það breytist ekki.

-ALy

Blaðamenn Foldarinnar, 10.10.2008 kl. 22:39

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sorglegir menn sem kasta órhróðri í skjóli nafnleyndar... sjá síðasta comment

Jón Ingi Cæsarsson, 10.10.2008 kl. 22:55

5 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Síðan hvenær varð það óhróður að tala um meirihluta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks á Akureyri?

Blaðamenn Foldarinnar, 10.10.2008 kl. 22:59

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

 (upp í skítugt bælið hjá Sjálfstæðisflokknum. Það kallar maður nú jafnaðarmennsku í lagi.)

Þetta er óhróður.... ef þú skyldir ekki vita það

Jón Ingi Cæsarsson, 10.10.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 818128

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband