Þegar menn horfa bara í eigin nafla.

Þegar menn horfa aðeins í eigin nafla má fá ýmiskonar niðurstöður. T.d. ef menn horfa framhjá hvað kemur fyrir hjá öðrum en sjálfum sér....þá má sjá eintóma plúsa. Það er líka auðvelt að sjá plúsa þegar menn horfa framhjá að líta á málið í heild sinni. Það má líka fá ágætis niðurstöðu þegar menn reikna bara innkomu en gleyma útgjöldum... Svona fyrirtæki verða sjaldan langlíf og reksturinn vonlaus...en blekkingin heldur áfram og sjálfsblekkingin sýnu mest.

Nokkrar staðreyndir um þessi uppgrip og framtíð þeirra.

  • Andstaða og óeining innanlands
  • Andstaða og neikvæð umræða erlendis.
  • Álit Íslands á alþjóðavísu í hættu.
  • Erfiðir markaðir og dýr greymslukostnaður.
  • Fallandi markaður vegna breytinga á neyslumynstri.
  • Hvalbátar bráðum 60 ára, gufuknúðir og úreltir.
  • Hvalstöðin úrelt og búnaður úr sér genginn.
  • Fjárfestar hafa ekki áhuga á greininni.
  • Þekking í greininni að hverfa...

Þetta eru nokkur atriði sem þarf að leggja inn í bókhaldið á móti því sem forstjórinn kallar ágætisverð og í því samhengi eiga menn að meta áframhaldið. Ekki út frá þráhyggju eins manns sem spáir lítið í framhaldið.


mbl.is „Sjáum í þessu ágæt viðskiptatækifæri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú heldur að menn séu ekki að skoða framhaldið og framtíðina þá hlýtur þú að vera eitthvað verri....

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 18:57

2 identicon

Datt í hug að svara nokkrum af þessum punktum:

  • Það er andstaða og óeining innanlands um landbúnaðarkerfið, á þá bara að hætta landbúnaði?
  • Andstaða og neikvæð umræða erlendis er talsvert orðum aukin svo ekki sé meira sagt, ég bý í Svíþjóð þar sem fólk er voðalega mikið á móti hvalveiðum en virðist samt fæst vita af því að Íslendingar séu að veiða hval. Hvalirnir eru nefnilega ekki í tísku lengur, nú er það koldíoxíð sem er málið.
  • Álit Íslands breytist ákaflega lítið - talsvert færri í heiminum vita hreinlega að landið er til en Íslendingar halda.
  • Erfiðir markaðir, fallandi markaður og "breytts neyslumynstur" eru vegna hvalveiðibannsins sem var á, ekki vegna minnkandi áhuga fólks á hvalkjöti. Ef þú bannar t.d. lambakjöt í 15-20 ár er nokkuð líklegt að neyslan muni dragast verulega saman.
  • Það er ástæða fyrir því að hvalbátarnir eru gufuknúnir, þeir eru hljóðlátari og komast því auðveldar að hvalnum.
  • "Hvalstöðin úrelt og búnaður úr sér genginn". Fyrir rétt um 70 árum var fiskiskipafloti Íslendinga "úreldur og úr sér genginn". Það er sáraeinfalt mál að skipta út úreldum búnaði.
  • "Þekking í greininni að hverfa". Það er væri nú frekar ástæða til að halda hvalveiðum áfram svo verkkunnátta glatist ekki. Það er amk notað sem ástæða til að halda skipasmíðastöðvum á lífi á Íslandi.
  • "Fjárfestar hafa ekki áhuga á greininni". Eðlilega, meðan ekki má veiða nema örfá dýr og erfitt er að fá leyfi til að selja afurðina þá er þetta enginn bissness. Fjárfestar eru að fjárfesta, ekki gefa peninga.

Gulli (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 20:40

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hver vill fjárfesta í slíkum atvinnuvegi..viðhorf heimsins gera slíkt útilokað..burtséð frá mínum skoðunum og annarra.   .... og svo merkileg staðreynd svona í lokin...Japönsk yfirvöld kannast ekki við að hafa heimilað innflutning á þessu kjöti..kom fram í fréttum í kvöld.... ef til vill verður þetta stöðvað af yfirvöldum í Japan...ef að líkum lætur. Bandaríkjamenn stjórna japönum að þessu leiti.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.6.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818225

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband