Hafnarstræti - götumynd

Hafnarstrætið

Nú er búið að auglýsa Hafnarstræti 98, Hótel Akureyri til sölu. Eins og margir muna friðaði menntamálaráðherra þetta "glæsilega" hús. Húsafriðunarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að húsið væri ómetanlegur hluti af heild og tengdi það sennilega við húsin næst fyrir sunnan það, hið glæsilega hús París og svo nýuppgerða Hamborg á horninu.

Sem betur fer má nú reikna með að hugsjónamenn þeir sem börðust fyrir tilvist og verndun hússins láti nú til sín taka og kaupi það og geri upp. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er talið að viðgerðir og upptekt á útlitinu einu saman og að koma húsinum í upphaflegt útlit kosti um 55 milljónir og menn ættu nú ekki að vera í vandræðum með að snara út slíku smáræði fyrir málstaðinn.

Og svo ef menn vilja koma húsinu í brúk og gera það klárt til slíks samkvæmt nútímastöðum og öryggsreglum þarf að skjóta fram svona 50 - 100 millum í viðbót og ekki held ég að standi á því.

Hér að ofan setti ég inn gamla mynd úr Hafnarstræti. Næst okkur sér aðeins í Hamborg og næst er París... Hafnarstræti 96. Svo kemur bil því Hótel Akureyri er ekki risið. Enn fjær sér í Hafnarstræti 100  og 102 sem brunnu. Rotterdam brann á stríðárunum og það varð frægur bruni því mikið áfengi var geymt í húsinu á vegum setuliðsins og margir urðu góðglaðir við slökkvistarfið.

Vestan götunnar sér í hús Dúa lögregluþjóns og við hliðina hið reisulega Jerúsalem sem var látið víkja fyrir Vöruhúsi Kea í æsku minni.

Kannski er þetta götumyndin sem ætti að varðveita ef menn vilja Hafnarstrætið eins og það var. En það er nokkuð seint í rassinn gripið því flest þessara húsa sem hér sjást eru horfin og það sem tekist er á um í dag er ekki komið. Mér sýnist þó á þessari mynd að sjáist merki þess að menn séu að byrja að byggja Hafnarstræti 98. Svei mér þá ef ekki sést í kjallarann í bilinu norðan Parísar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Umræðan um húsavernd er komin út í öfgar. Hvaða götumynd á að vernda? Halda menn að friðun á Hafnarstræti 98 sé búið að vernda götumyndina? Væri ekki nær að fletta malbikinu af og hafa götuna malarborna eins og var á sínum tíma? taka niður þessa nútímalegu ljósastaura og setja upp tréstaura með utaná liggjandi köplum? Leggja raf- og símalagnir milli staura ofan jarðar? Þá fyrst myndum við endurheimta götumyndina sem þetta fólk er að kalla eftir. 

Páll Jóhannesson, 10.2.2008 kl. 13:09

2 identicon

Ég spái því að kautilboð í Hafnarstræti 98 hljóði uppá 1 kr.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 14:01

3 identicon

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818143

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband