Líflegt á landinu þessa dagana.

Það hefur verið líflegt á jarðfræðisviðinu að undanförnu. Hver skjálftahrinan rekur aðra og eru víða um land. Nú skelfur við norðanverðan Langjökul og styrkur skjálftanna meiri en í hrinu sem varð þarna á svipuðum slóðum um daginn. Það er ekki oft sem skjálftar fara yfir 4 á richter hér þó svo það komi fyrir.

Ég þekki þetta svæði ekkert sérstaklega vel en þetta er ef til vill lógiskt framhald á hrinu sem hefur staðið í nokkur misseri á syðri hluta þessa gliðnunarsvæðis sem nær frá suðurströndinni í suðri, um Hengill og Þingvelli og norður um Langjökul. Þarna hafa orðið nokkuð margar hrinur á mismunandi stöðum undanfarín tvö - þrjú ár eða lengur. Þetta er það nyrsta sem sú hreyfing hefur náð.

Það urðu nokkuð stórir skjálftar í Mýrdalsjökli og Vatnajökli um helgina og nýgengin er yfir hrina við Grímsey, Herðurbreiðartögl og Upptyppinga og ekki má gleyma hrinu norðan við Selfoss sem frekar á rætur að rekja til suðurlandsmisgengis frekar en sveimsins norður um Langjökul. Sem sagt líflegt á landinu.

 


mbl.is Jörð skelfur við Hveravelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818222

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband